Úr Hljómskálagarðinum til Hríseyjar með einkaflugi Gunnar Leó Pálsson skrifar 22. ágúst 2015 08:00 Bibbi leggur mikið á sig fyrir Mannakjöt. „Það er svona að þurfa að vera á tveimur stöðum í einu. Ljótu hálfvitarnir eru í tveggja vikna úthaldi í Hrísey að taka upp plötu og hér má engan tíma missa,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, betur þekktur sem Bibbi í Skálmöld sem staddur er í Hrísey. Hann mun þurfa að fljúga til Reykjavíkur á morgun þegar hann leikur með nýju hljómsveitinni sinni Mannakjöti í Hljómskálagarðinum í Garðpartýi Bylgjunnar. Þegar þeir tónleikar eru búnir er áætlunarflug norður hætt en hann getur ekki beðið til sunnudags og mun því flugvél bíða eftir honum á Reykjavíkurflugvelli og fljúga honum beint til Hríseyjar. „Þetta er inn-út aðgerð, út úr flugvélinni, í skikkjuna, á svið, upp í vél aftur og beint í upptökur. Svo er bara að vona að Skálmöld ætli ekki að gera eitthvað á sama tíma. Og svo er ég alveg laflaus. Ef einhvern vantar meðlim í hljómsveit má hann eða hún bara hafa samband. Eða ekki,“ segir Bibbi og skellihlær.Hljómsveitin Mannakjöt er skipuð kanónum úr íslensku tónlistarlífi og sendi hún frá sér sitt fyrsta lag fyrir skömmu en það heitir Þrumuský. Lagið er eftir Valgeir Magnússon, sem er betur þekktur sem Valli Sport, Pétur Guðmundsson og Örlyg Smára. Heiðar Örn Kristjánsson úr Botnleðju, Óttarr Proppé úr Ham, Örlygur Smári, Sæbjörn Ragnarsson úr Skálmöld, Guðni Finnsson úr Ensími, Valli Sport og Aron Baron skipa sveitina. Tengdar fréttir Fá útrás fyrir búningablætið Hljómsveitin Mannakjöt sem skipuð er kanónum úr íslensku tónlistarlífi sendir frá sér sitt fyrsta lag í dag. 27. júlí 2015 09:30 Hljómsveitin Mannakjöt spilar á Gay Pride | Rosaleg búningamátun fest á filmu Hljómsveitin Mannakjöt mun koma fram á tónleikum við Arnarhól á morgun en tilefnið er Gleðigangan sjálf. 7. ágúst 2015 13:00 Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Það er svona að þurfa að vera á tveimur stöðum í einu. Ljótu hálfvitarnir eru í tveggja vikna úthaldi í Hrísey að taka upp plötu og hér má engan tíma missa,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, betur þekktur sem Bibbi í Skálmöld sem staddur er í Hrísey. Hann mun þurfa að fljúga til Reykjavíkur á morgun þegar hann leikur með nýju hljómsveitinni sinni Mannakjöti í Hljómskálagarðinum í Garðpartýi Bylgjunnar. Þegar þeir tónleikar eru búnir er áætlunarflug norður hætt en hann getur ekki beðið til sunnudags og mun því flugvél bíða eftir honum á Reykjavíkurflugvelli og fljúga honum beint til Hríseyjar. „Þetta er inn-út aðgerð, út úr flugvélinni, í skikkjuna, á svið, upp í vél aftur og beint í upptökur. Svo er bara að vona að Skálmöld ætli ekki að gera eitthvað á sama tíma. Og svo er ég alveg laflaus. Ef einhvern vantar meðlim í hljómsveit má hann eða hún bara hafa samband. Eða ekki,“ segir Bibbi og skellihlær.Hljómsveitin Mannakjöt er skipuð kanónum úr íslensku tónlistarlífi og sendi hún frá sér sitt fyrsta lag fyrir skömmu en það heitir Þrumuský. Lagið er eftir Valgeir Magnússon, sem er betur þekktur sem Valli Sport, Pétur Guðmundsson og Örlyg Smára. Heiðar Örn Kristjánsson úr Botnleðju, Óttarr Proppé úr Ham, Örlygur Smári, Sæbjörn Ragnarsson úr Skálmöld, Guðni Finnsson úr Ensími, Valli Sport og Aron Baron skipa sveitina.
Tengdar fréttir Fá útrás fyrir búningablætið Hljómsveitin Mannakjöt sem skipuð er kanónum úr íslensku tónlistarlífi sendir frá sér sitt fyrsta lag í dag. 27. júlí 2015 09:30 Hljómsveitin Mannakjöt spilar á Gay Pride | Rosaleg búningamátun fest á filmu Hljómsveitin Mannakjöt mun koma fram á tónleikum við Arnarhól á morgun en tilefnið er Gleðigangan sjálf. 7. ágúst 2015 13:00 Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Fá útrás fyrir búningablætið Hljómsveitin Mannakjöt sem skipuð er kanónum úr íslensku tónlistarlífi sendir frá sér sitt fyrsta lag í dag. 27. júlí 2015 09:30
Hljómsveitin Mannakjöt spilar á Gay Pride | Rosaleg búningamátun fest á filmu Hljómsveitin Mannakjöt mun koma fram á tónleikum við Arnarhól á morgun en tilefnið er Gleðigangan sjálf. 7. ágúst 2015 13:00