Räikkonen áfram hjá Ferrari Finnur Thorlacius skrifar 21. ágúst 2015 10:08 Kimi Räikkonen á sigurstundu. Ferrari kom flestum á óvart í gær með tilkynningu þess efnis að Kimi Räikkonen myndi áfram aka fyrir Ferrari liðið í Formúlu 1 á næsta keppnistímabili. Flestir áttu von á því að Ferrari myndi lokka Valtteri Bottas til sín og að Kimi Räikkonen myndi hætta alfarið keppni í Formúlu 1. Kimi Räikkonen vann Formúlu 1 keppnina árið 2007 en þótti ekki aka vel fyrir Ferrari á yfirstandandi tímabili. Hinn ökumaður Ferrari á næsta tímabili verður Sebastian Vettel og kemur það engum á óvart, enda stóð hann sig betur en Räikkonen og er sem stendur í þriðja sæti ökumanna á eftir tveimur ökumönnum Mercedes Benz liðsins. Räkkonen hefur ekki unnið einn einasta kappakstur í Formúlu 1 á þessu tímabili, en Vettel hefur unnið tvær keppnir. Ferrari menn segja hinsvegar að samstarf Räkkonen og Vettel sé mjög gott að með endurráðningu hans komist á aukinn stöðugleiki í þeirra röðum. Samkvæmt fréttum frá BBCSport hefur Williams liðið hug á því að fá Valtteri Bottas til liðs við sig fyrir næsta tímabil. Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent
Ferrari kom flestum á óvart í gær með tilkynningu þess efnis að Kimi Räikkonen myndi áfram aka fyrir Ferrari liðið í Formúlu 1 á næsta keppnistímabili. Flestir áttu von á því að Ferrari myndi lokka Valtteri Bottas til sín og að Kimi Räikkonen myndi hætta alfarið keppni í Formúlu 1. Kimi Räikkonen vann Formúlu 1 keppnina árið 2007 en þótti ekki aka vel fyrir Ferrari á yfirstandandi tímabili. Hinn ökumaður Ferrari á næsta tímabili verður Sebastian Vettel og kemur það engum á óvart, enda stóð hann sig betur en Räikkonen og er sem stendur í þriðja sæti ökumanna á eftir tveimur ökumönnum Mercedes Benz liðsins. Räkkonen hefur ekki unnið einn einasta kappakstur í Formúlu 1 á þessu tímabili, en Vettel hefur unnið tvær keppnir. Ferrari menn segja hinsvegar að samstarf Räkkonen og Vettel sé mjög gott að með endurráðningu hans komist á aukinn stöðugleiki í þeirra röðum. Samkvæmt fréttum frá BBCSport hefur Williams liðið hug á því að fá Valtteri Bottas til liðs við sig fyrir næsta tímabil.
Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent