Renault-Nissan segir upp 3.000 í Indlandi Finnur Thorlacius skrifar 20. ágúst 2015 14:03 Verksmiðja Renault- Nissan í Chennai í Indlandi. Nissan Micra rennur af færiböndunum. Bílasala í Indlandi er dræm um þessar mundir og bílframleiðendur hafa brugðist við því með ýmsu móti en líklega enginn með eins afgerandi hætti og Renault-Nissan ætlar að gera. Þar á bæ stendur til að segja upp um 3.000 manns í verksmiðjum fyrirtækisins í Chennai í Indlandi. Í þessari verksmiðju er hægt að framleiða 400.000 bíla á ári. Þessar uppsagnir munu verða til þess að framleiddir verða um 20 bílar á klukkustund, en ekki 40 bílar nú. Þar eru framleiddir bílar með merkjum Renault, Nissan, Dacia og Datsun. Meðal bílgerða eru Dacia Duster og Lodgy og Nissan Micra og Terrano. Miklar birgðir standa nú fyrir utan verksmiðjuna, þar á meðal 5.140 Dacia Duster bílar og 4.100 Dacia Lodgy. Að auki eru 10.500 slíkir bílar hjá söluumboðum víðsvegar um Indland. Sala Nissan bíla hefur minnkað um 20% á árinu í Indlandi og um 4,5% í Renault bílum. Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent
Bílasala í Indlandi er dræm um þessar mundir og bílframleiðendur hafa brugðist við því með ýmsu móti en líklega enginn með eins afgerandi hætti og Renault-Nissan ætlar að gera. Þar á bæ stendur til að segja upp um 3.000 manns í verksmiðjum fyrirtækisins í Chennai í Indlandi. Í þessari verksmiðju er hægt að framleiða 400.000 bíla á ári. Þessar uppsagnir munu verða til þess að framleiddir verða um 20 bílar á klukkustund, en ekki 40 bílar nú. Þar eru framleiddir bílar með merkjum Renault, Nissan, Dacia og Datsun. Meðal bílgerða eru Dacia Duster og Lodgy og Nissan Micra og Terrano. Miklar birgðir standa nú fyrir utan verksmiðjuna, þar á meðal 5.140 Dacia Duster bílar og 4.100 Dacia Lodgy. Að auki eru 10.500 slíkir bílar hjá söluumboðum víðsvegar um Indland. Sala Nissan bíla hefur minnkað um 20% á árinu í Indlandi og um 4,5% í Renault bílum.
Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent