Rory kominn í efsta sæti heimslistans á ný | Day blandar sér í baráttuna Kristinn Páll Teitsson skrifar 31. ágúst 2015 17:45 McIlroy á PGA-meistaramótinu. Vísir/Getty Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy er kominn í efsta sæti heimslistans í golfi á ný eftir stutt stopp í öðru sæti. Missti hann efsta sætið til Jordan Spieth í tvær vikur en náði því aftur eftir slaka frammistöðu Spieth um helgina. Spieth entist aðeins tvær vikur í efsta sæti heimslistans en hann komst ekki í gegn um niðurskurðinn á Barclays meistaramótinu um helgina. Missti hann fyrir vikið sætið til McIlroy sem tók ekki þátt í Barclays mótinu að þessu sinn til þess að gefa meiddum ökkla hvíld. Ástralski kylfingurinn Jason Day gæti náð toppsætinu af kylfingunum tveimur um næstu helgi takist honum að bera sigur úr býtum á Deutsche Bank meistaramótinu í Boston um næstu helgi en allir þrír kylfingarnir eru skráðir til leiks. Day náði með sigrinum á Barclays-mótinu að saxa á forskot Spieth og McIlroy og gæti með sigri á Deutsche Bank mótinu náð toppsætinu í fyrsta sinn á ferlinum. Yrði það enn ein rósin í hnappagatið hjá Day sem sigraði sitt fyrsta risamót á dögunum og fylgdi því eftir með sigri á Barclays mótinu. Yrði hann nítjándi kylfingurinn sem kemst í toppsætið frá því að listinn var settur fram árið 1986. Golf Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy er kominn í efsta sæti heimslistans í golfi á ný eftir stutt stopp í öðru sæti. Missti hann efsta sætið til Jordan Spieth í tvær vikur en náði því aftur eftir slaka frammistöðu Spieth um helgina. Spieth entist aðeins tvær vikur í efsta sæti heimslistans en hann komst ekki í gegn um niðurskurðinn á Barclays meistaramótinu um helgina. Missti hann fyrir vikið sætið til McIlroy sem tók ekki þátt í Barclays mótinu að þessu sinn til þess að gefa meiddum ökkla hvíld. Ástralski kylfingurinn Jason Day gæti náð toppsætinu af kylfingunum tveimur um næstu helgi takist honum að bera sigur úr býtum á Deutsche Bank meistaramótinu í Boston um næstu helgi en allir þrír kylfingarnir eru skráðir til leiks. Day náði með sigrinum á Barclays-mótinu að saxa á forskot Spieth og McIlroy og gæti með sigri á Deutsche Bank mótinu náð toppsætinu í fyrsta sinn á ferlinum. Yrði það enn ein rósin í hnappagatið hjá Day sem sigraði sitt fyrsta risamót á dögunum og fylgdi því eftir með sigri á Barclays mótinu. Yrði hann nítjándi kylfingurinn sem kemst í toppsætið frá því að listinn var settur fram árið 1986.
Golf Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira