Metinnflutningur bíla til Bandaríkjanna Finnur Thorlacius skrifar 9. september 2015 16:00 Bílar sem bíða umskipunar í Bandaríkjunum. Aldrei í sögunni hefur innflutningur á bílum til Bandaríkjanna verið meiri en í ár. Sterk staða dollarans freistar bílframleiðenda frá öðrum heimshlutum að selja bíla sína þar. Að auki hefur þessi sterka staða dollarans hamlað bandarískum bílaframleiðendum að selja bíla sína utan heimalandsins og því er vöruskiptajöfnuðurinn í bílainn- og útflutningi verið Bandaríkjamönnum afar óhagstæður á árinu og hefur aukið á neikvæðan heildarvöruskiptajöfnuð. Bara bílainnflutningur nemur þriðjungi af þessum neikvæða vöruskiptajöfnuði í Bandaríkjunum á árinu. Flestir bílanna sem streymt hafa til Bandaríkjanna koma frá Mexíkó, en margir bílaframleiðendur smíða bíla sína þar til innflutnings á Bandaríkjamarkaði. Ennfremur er mikill innflutningur frá Japan og Þýskalandi. Ekki mun innflutningurinn frá Mexíkó minnka á næstu árum en bæði Ford og Toyota tilkynntu á árinu að fyrirtækin ætluðu að byggja nýjar verksmiðjur þar. Nemur fjárfesting Ford 2,5 milljörðum dollara og Toyota 1 milljarði. Í Mexíkó voru framleiddir ríflega 3 milljónir bíla í fyrra og sú tala fer bara vaxandi, enda er þar að finna ódýrt vinnuafl og gnægð verkamanna. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent
Aldrei í sögunni hefur innflutningur á bílum til Bandaríkjanna verið meiri en í ár. Sterk staða dollarans freistar bílframleiðenda frá öðrum heimshlutum að selja bíla sína þar. Að auki hefur þessi sterka staða dollarans hamlað bandarískum bílaframleiðendum að selja bíla sína utan heimalandsins og því er vöruskiptajöfnuðurinn í bílainn- og útflutningi verið Bandaríkjamönnum afar óhagstæður á árinu og hefur aukið á neikvæðan heildarvöruskiptajöfnuð. Bara bílainnflutningur nemur þriðjungi af þessum neikvæða vöruskiptajöfnuði í Bandaríkjunum á árinu. Flestir bílanna sem streymt hafa til Bandaríkjanna koma frá Mexíkó, en margir bílaframleiðendur smíða bíla sína þar til innflutnings á Bandaríkjamarkaði. Ennfremur er mikill innflutningur frá Japan og Þýskalandi. Ekki mun innflutningurinn frá Mexíkó minnka á næstu árum en bæði Ford og Toyota tilkynntu á árinu að fyrirtækin ætluðu að byggja nýjar verksmiðjur þar. Nemur fjárfesting Ford 2,5 milljörðum dollara og Toyota 1 milljarði. Í Mexíkó voru framleiddir ríflega 3 milljónir bíla í fyrra og sú tala fer bara vaxandi, enda er þar að finna ódýrt vinnuafl og gnægð verkamanna.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent