Innlent

Framlög til Kvikmyndamiðstöðvar hækka

Sæunn Gísladóttir skrifar
Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.
Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Vísir/Anton Brink
Lagt er til í nýju fjárlagafrumvarpi að framlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands hækki um 69 milljónir króna frá fjárlögum yfirstandandi árs að frátöldum launa- og verðlagshækkunum sem nema 4,2 milljónum króna. 

Hækkunin skýrist af þrennu: Í fyrsta lagi er lagt til að 4 milljón króna framlag  til að styrkja kvikmyndahátíðir verði veitt til 1.01 Kvikmyndamiðstöð Íslands en á móti falli niður 5 milljón króna tímabundið framlag í fjárlögum yfirstandandi árs. Í öðru lagi er gert ráð fyrir að 50 milljón króna tímabundið framlag til 1.10 Kvikmyndasjóð sem veitt var í fjárlögum ársins í ár falli niður. Í þriðja lagi er lögð til 120 milljón króna hækkun á 1.10 Kvikmyndasjóð m.a. vegna endurnýjunar á samkomulagi um stefnumörkun fyrir íslenska kvikmyndagerð og kvikmyndamenningu árin 2012-2015.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×