Síðasti Holden bíllinn mikill kraftaköggull Finnur Thorlacius skrifar 8. september 2015 12:15 Holden Commodore. Holden bílaframleiðandinn í Ástralíu, sem er í eigu General Motors, mun hætta framleiðslu í enda árs 2017 enda hefur verið tap á rekstri þess í alllangan tíma. Holden ætlar þó rækilega að láta minnast sín með sínum síðasta bíl, en svanasvöngurinn verður sunginn með 638 hestafla Commodore bíl. Það er Holden Special Vehicles deild fyrirtækisins sem smíðar bílinn. Vélin í bílnum verður sú sama og finna má í Chevrolet Corvette ZR1. Þetta verður öflugasti bíll sem Holden hefur nokkurntíma smíðað og reyndar í álfunni allri. Holden Special Vehicles hefur áður sent frá sér öfluga bíla eins og 577 hestafla Maloo GTS og 462 hestafla Senator HV, en sá nýi slær þeim rækilega við. Líklega mun þessi Commodore bíll fá stafina GTS-R í endann. Corvette vélin er 6,2 lítra V8 og með stórum keflablásara. Ekki er loku fyrir það skotið að Commodore bíllinn fái líka sömu carbon-ceramic bremsurnar og eru í Corvette ZR1. Ekki stendur til að framleiða marga af þessum svanasöngsbíl, eða um 200 stykki og verðið er um 100.000 Ástralíudollarar, eða 9,2 milljónir króna. Nokkuð víst er að þessi bíll verður söfnunareintak meðal bílaáhugamanna. Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent
Holden bílaframleiðandinn í Ástralíu, sem er í eigu General Motors, mun hætta framleiðslu í enda árs 2017 enda hefur verið tap á rekstri þess í alllangan tíma. Holden ætlar þó rækilega að láta minnast sín með sínum síðasta bíl, en svanasvöngurinn verður sunginn með 638 hestafla Commodore bíl. Það er Holden Special Vehicles deild fyrirtækisins sem smíðar bílinn. Vélin í bílnum verður sú sama og finna má í Chevrolet Corvette ZR1. Þetta verður öflugasti bíll sem Holden hefur nokkurntíma smíðað og reyndar í álfunni allri. Holden Special Vehicles hefur áður sent frá sér öfluga bíla eins og 577 hestafla Maloo GTS og 462 hestafla Senator HV, en sá nýi slær þeim rækilega við. Líklega mun þessi Commodore bíll fá stafina GTS-R í endann. Corvette vélin er 6,2 lítra V8 og með stórum keflablásara. Ekki er loku fyrir það skotið að Commodore bíllinn fái líka sömu carbon-ceramic bremsurnar og eru í Corvette ZR1. Ekki stendur til að framleiða marga af þessum svanasöngsbíl, eða um 200 stykki og verðið er um 100.000 Ástralíudollarar, eða 9,2 milljónir króna. Nokkuð víst er að þessi bíll verður söfnunareintak meðal bílaáhugamanna.
Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent