Innlent

Setning Alþingis og stefnuræða forsætisráðherra í beinni á Vísi í dag

Atli Ísleifsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína í kvöld klukkan 19:40.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína í kvöld klukkan 19:40. Vísir/GVA
Alþingi verður sett í dag klukkan 11:10 að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flytur svo stefnuræðu sína í kvöld klukkan 19:40.

Stefnuræðunni og umræðum um hana verður sjónvarpað beint á Vísi.

Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður einnig kynnt í dag og mun Vísir birta fréttir upp úr frumvarpinu strax klukkan eitt í dag.

Tveir nýir þingmenn taka sæti á Alþingi við þingsetningu, þær Ásta Helgadóttir Pírati og Sigríður Á. Andersen Sjálfstæðisflokki.

Ásta tekur við sæti Jóns Þórs Ólafssonar sem kjörinn var á þing fyrir Pírata í síðustu kosningum en hann sagði af sér þingmennsku. Sigríður tekur sæti Péturs Blöndal sem lést eftir baráttu við krabbamein í sumar.



Tengdar fréttir

Hanna Birna verður formaður utanríkismálanefndar

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti á fundi sínum í dag að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, verði formaður utanríkismálanefndar Alþingis.

Húsnæðismál Eyglóar í fjárlagafrumvarpi

Gert er ráð fyrir húsnæðismálafrumvarpi Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, í komandi fjárlagafrumvarpi. Áhyggjur eru af afstöðu þingmanna Sjálfstæðisflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×