Takk, Lagerfeld! Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. september 2015 07:00 Ég held að íþróttaunnendur geri sér ekki grein fyrir álaginu sem fylgir landsliðsleikjum. Á okkur hinum. Þið eruð glöð og full af orku en við erum ráðvillt, tætt og ósköp óörugg. Og samviskubitið. Maður minn. Maður upplifir sig fullkomlega útundan og fær ítrekað á tilfinninguna að maður sé að missa af einhverju stórkostlegu. Ég verð spennt á öðrum stöðum en allir hinir. Ég spyr: Hvað? Hvað? þegar allir taka fyrir andlitið en enginn svarar mér heldur snúa þeir sér að einhverjum öðrum og andskotast í kór. Allt í einu er ég farin að plokka af mér naglalakkið eða rúlla í gegnum Facebook þar til ég ranka við mér full af skömm yfir að hafa misst af stærsta mómentinu – þessu sem ég var búin að bíða eftir í hálftíma. Svo gerist ég ítrekað taktlaus og hringi í fólk til að spjalla á fullkomlega vitlausum tímum eða sendi skilaboð sem virðast hverfa út í loftið og uppsker mikla höfnunartilfinningu. Á sunnudaginn lá mér mikið á hjarta og þar sem vinum mínum þykir ósköp vænt um mig var mér ekki sagt að halda kjafti en ég veit þá langaði mjög mikið til þess. Þeir horfðu í gegnum mig og sögðu já og nei á kolvitlausum stöðum. Það var sárt. En ég er hópsál og svo stolt af afreksfólkinu okkar. Ég hef því lagt ýmislegt á mig. Lærði til dæmis skipulega öll nöfnin á landliðsmönnunum í handbolta, las mér til um þá og gerði að „strákunum mínum“. Var farin að geta sagt: „Ohh, Guðjón Valur er svo svona,“ og „Vá, týpískur Robbi Gunn!“ Svo er núna heilt fótboltalið sem ég veit ekki nöfnin á, veit ekki hvaða stöðu þeir spila og bugast svolítið því þeir eru rosalega margir og svo sjaldan í nærmynd í sjónvarpinu þannig að maður sér aldrei andlitin. Svo kalla ég þjálfarann alltaf Lagerfeld og er farin að óttast um að það muni á endanum koma mér í alvarleg vandræði. Já, það sem á mann er lagt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Ég held að íþróttaunnendur geri sér ekki grein fyrir álaginu sem fylgir landsliðsleikjum. Á okkur hinum. Þið eruð glöð og full af orku en við erum ráðvillt, tætt og ósköp óörugg. Og samviskubitið. Maður minn. Maður upplifir sig fullkomlega útundan og fær ítrekað á tilfinninguna að maður sé að missa af einhverju stórkostlegu. Ég verð spennt á öðrum stöðum en allir hinir. Ég spyr: Hvað? Hvað? þegar allir taka fyrir andlitið en enginn svarar mér heldur snúa þeir sér að einhverjum öðrum og andskotast í kór. Allt í einu er ég farin að plokka af mér naglalakkið eða rúlla í gegnum Facebook þar til ég ranka við mér full af skömm yfir að hafa misst af stærsta mómentinu – þessu sem ég var búin að bíða eftir í hálftíma. Svo gerist ég ítrekað taktlaus og hringi í fólk til að spjalla á fullkomlega vitlausum tímum eða sendi skilaboð sem virðast hverfa út í loftið og uppsker mikla höfnunartilfinningu. Á sunnudaginn lá mér mikið á hjarta og þar sem vinum mínum þykir ósköp vænt um mig var mér ekki sagt að halda kjafti en ég veit þá langaði mjög mikið til þess. Þeir horfðu í gegnum mig og sögðu já og nei á kolvitlausum stöðum. Það var sárt. En ég er hópsál og svo stolt af afreksfólkinu okkar. Ég hef því lagt ýmislegt á mig. Lærði til dæmis skipulega öll nöfnin á landliðsmönnunum í handbolta, las mér til um þá og gerði að „strákunum mínum“. Var farin að geta sagt: „Ohh, Guðjón Valur er svo svona,“ og „Vá, týpískur Robbi Gunn!“ Svo er núna heilt fótboltalið sem ég veit ekki nöfnin á, veit ekki hvaða stöðu þeir spila og bugast svolítið því þeir eru rosalega margir og svo sjaldan í nærmynd í sjónvarpinu þannig að maður sér aldrei andlitin. Svo kalla ég þjálfarann alltaf Lagerfeld og er farin að óttast um að það muni á endanum koma mér í alvarleg vandræði. Já, það sem á mann er lagt.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun