Dansað í dimmu gyða lóa ólafsdóttir skrifar 8. september 2015 09:00 Eyrún segir ákveðið frelsi felast í því að dansa í myrkri. Fréttablaðið/Anton „Þetta er mjög einfalt, það er nefnilega málið,“ segir Eyrún Arnadóttir. Hún ásamt þeim Emma Sanderson, Emmy Winks og Rik McNair halda dansviðburðinn Dansað í dimmu. „Við komum saman í rými þar sem er hægt að gera tiltölulega mikið myrkur. Svo bara slökkvum við ljósin og dönsum í klukkutíma.“ Dansað í dimmu er gert að ástralskri fyrirmynd, No Lights No Lycra Perth og kynntist Eyrún því þegar hún var búsett í Ástralíu um stund en verður viðburðurinn nú í fyrsta sinn haldinn undir yfirskriftinni Dansað í dimmu. Rúmt ár er síðan fyrsti viðburðurinn var haldinn og segir Eyrún talsverða aðsókn hafa verið í dansinn, þegar mest lét voru 40 manns sem mættu „Það var svolítið mikið,“ segir hún hlæjandi og bætir við að venjulega séu þau í kringum tuttugu talsins. „Við höfum fengið fólk til að búa til playlista eða mix. Kira Kira gerir playlistann núna og svo hefur fólk út í bæ haft samband og fengið að gera playlista og nokkrir plötusnúðar líka,“ en Eyrún segir tónlistina fjölbreytta en reynt sé að höfða til allra. Hún segir ákveðið frelsi fólgið í því að dansa í almyrkvuðu rými og nauðsynlegt sé að skilja egóið eftir fyrir utan. „Þetta er bara klukkutími sem þú átt með sjálfum þér og dansar án þess að fólk horfi á þig og það er mjög frelsandi.“ Eyrún segir þau vinina hafa ákveðið að láta slag standa og starta myrkradansinum hér á Íslandi aðallega fyrir sjálfan sig. „Okkur finnst rosalega gaman að dansa og ákvaðum að prófa, bara fyrir okkur og buðum fólki að koma.“Dansað í dimmu hefst klukkan 19.00 í kvöld á Dansverkstæðinu, Skúlagötu 30. Þátttökugjald eru 1.000 krónur og enginn posi verður á staðnum. Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þetta er mjög einfalt, það er nefnilega málið,“ segir Eyrún Arnadóttir. Hún ásamt þeim Emma Sanderson, Emmy Winks og Rik McNair halda dansviðburðinn Dansað í dimmu. „Við komum saman í rými þar sem er hægt að gera tiltölulega mikið myrkur. Svo bara slökkvum við ljósin og dönsum í klukkutíma.“ Dansað í dimmu er gert að ástralskri fyrirmynd, No Lights No Lycra Perth og kynntist Eyrún því þegar hún var búsett í Ástralíu um stund en verður viðburðurinn nú í fyrsta sinn haldinn undir yfirskriftinni Dansað í dimmu. Rúmt ár er síðan fyrsti viðburðurinn var haldinn og segir Eyrún talsverða aðsókn hafa verið í dansinn, þegar mest lét voru 40 manns sem mættu „Það var svolítið mikið,“ segir hún hlæjandi og bætir við að venjulega séu þau í kringum tuttugu talsins. „Við höfum fengið fólk til að búa til playlista eða mix. Kira Kira gerir playlistann núna og svo hefur fólk út í bæ haft samband og fengið að gera playlista og nokkrir plötusnúðar líka,“ en Eyrún segir tónlistina fjölbreytta en reynt sé að höfða til allra. Hún segir ákveðið frelsi fólgið í því að dansa í almyrkvuðu rými og nauðsynlegt sé að skilja egóið eftir fyrir utan. „Þetta er bara klukkutími sem þú átt með sjálfum þér og dansar án þess að fólk horfi á þig og það er mjög frelsandi.“ Eyrún segir þau vinina hafa ákveðið að láta slag standa og starta myrkradansinum hér á Íslandi aðallega fyrir sjálfan sig. „Okkur finnst rosalega gaman að dansa og ákvaðum að prófa, bara fyrir okkur og buðum fólki að koma.“Dansað í dimmu hefst klukkan 19.00 í kvöld á Dansverkstæðinu, Skúlagötu 30. Þátttökugjald eru 1.000 krónur og enginn posi verður á staðnum.
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira