Innlent

Hanna Birna verður formaður utanríkismálanefndar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti á fundi sínum í dag að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, verði formaður utanríkismálanefndar Alþingis.

Birgir Ármannsson er fráfarandi formaður utanríkismálanefndar en hann verður nú fyrsti varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar. Frá þessu er greint á vef RÚV en breytingin mun taka gildi á morgun þegar Alþingi verður sett.

Hanna Birna sagði af sér sem ráðherra í nóvember í fyrra í kjölfar lekamálsins. Hún fór einnig í leyfi frá þingstörfum en settist aftur á þing í vor. Frá því var greint í fréttum Stöðvar 2 í lok ágúst að Hanna Birna ætli að bjóða sig aftur fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×