Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Karl Lúðvíksson skrifar 5. september 2015 09:27 Hrafn með tröllvaxinn urriða úr Varmá Mynd: www.svfr.is Varmá hefur verið ein vinsælasta vorveiðiá suðvesturhornsins en hún er líka feyknagóð á haustin. Eins og aðrar sjóbirtingsár er verið að veiða sjóbirting á niðurleið á vorin en á uppleið á haustin og þá kmeur hann feitur og flottur úr hafi og getur tekið flugurnar ansi grimmt. Þeir sem hafa veitt Varmá síðustu dagana hafa verið að gera mjög góða veiði og stærðin á sjóbirtingnum er yfirleitt um 45-70 sm en það er mjög öflugur fiskur að eiga við. Best hefur verið að veiðast á púpur andstreymis og hafa flugur hnýttar með UV-fluorcent verið að gefa mjög vel. Í bland við flotta sjóbirtinga eru vænar bleikjur í ánni, bæði þær sem halda til í Stöðvarhyl en þeir eru þekktar fyrir að vera mjög stórar og líka sjóbleikjur en mest af henni veiðist í neðri hluta Varmár. Inná milli má svo sjá stöku laxa en árlega veiðast 20-30 laxar í ánni ásamt staðbundnum urriða. Það er flottur tími framundan í Varmá og fín hugmynd fyrir þá sem vilja kljást við göngufisk frekar en legna laxa að kíkja austur. Mest lesið Orðnir einn af stærstu veiðileyfasölum landsins Veiði 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Stórfiskar í Geirlandsá Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Gæsin farin að safnast í tún Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Kleifarvatn gaf flotta veiði í rokinu í gær Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Óvenjulega mikið af laxi genginn í árnar Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði
Varmá hefur verið ein vinsælasta vorveiðiá suðvesturhornsins en hún er líka feyknagóð á haustin. Eins og aðrar sjóbirtingsár er verið að veiða sjóbirting á niðurleið á vorin en á uppleið á haustin og þá kmeur hann feitur og flottur úr hafi og getur tekið flugurnar ansi grimmt. Þeir sem hafa veitt Varmá síðustu dagana hafa verið að gera mjög góða veiði og stærðin á sjóbirtingnum er yfirleitt um 45-70 sm en það er mjög öflugur fiskur að eiga við. Best hefur verið að veiðast á púpur andstreymis og hafa flugur hnýttar með UV-fluorcent verið að gefa mjög vel. Í bland við flotta sjóbirtinga eru vænar bleikjur í ánni, bæði þær sem halda til í Stöðvarhyl en þeir eru þekktar fyrir að vera mjög stórar og líka sjóbleikjur en mest af henni veiðist í neðri hluta Varmár. Inná milli má svo sjá stöku laxa en árlega veiðast 20-30 laxar í ánni ásamt staðbundnum urriða. Það er flottur tími framundan í Varmá og fín hugmynd fyrir þá sem vilja kljást við göngufisk frekar en legna laxa að kíkja austur.
Mest lesið Orðnir einn af stærstu veiðileyfasölum landsins Veiði 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Stórfiskar í Geirlandsá Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Gæsin farin að safnast í tún Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Kleifarvatn gaf flotta veiði í rokinu í gær Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Óvenjulega mikið af laxi genginn í árnar Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði