Endurheimti armband sem hafði verið týnt í 34 ár Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. september 2015 15:14 Ingvar Már Gíslason, eiginmaður Hildu, tók við armbandinu í dag. mynd/hilda og vísir/auðunn „Þetta er algjört gæsahúðar dæmi,“ segir Hilda Jana Gísladóttir sjónvarpsstjóri N4 á Akureyri í samtali við Vísi. Í dag endurheimti hún armband sem hún týndi fyrir 34 árum síðan. Forsaga málin er sú að á dögunum fékk Hilda Jana skilaboð á Facebook þar sem kona segir henni að hún hafi fundið armbandið hennar og vilji endilega koma því aftur til hennar. Armbandið er merkt Hildu en hún er sú eina á landinu sem ber þetta nafn. Hildu rámaði eitthvað örlítið í armbandið og ákvað að spyrja móður sína út í það hvort armbandið gæti tilheyrt henni.Armbandið hafði legið á Skólavörðuholti í ríflega aldarþriðjung.„Móðir mín hélt það nú. Hún sagði mér að langaamma mín hafi gefið mér það þegar ég var eins árs og þegar ég var fimm ára hafi ég fengið að vera með það á mér er ég fór út,“ segir Hilda. Móðir hennar bætti því við að auðvitað hefði hún týnt armbandinu líkt og öllu öðru. „Það var oft haft orð á því að ég myndi týna höfðinu ef það væri ekki fagmannlega fest við búkinn.“ Eiginmaður Hildu var staddur í Reykjavík í dag og fór og hitti konuna og endurheimti armbandið. Finnandinn var einnig afar hissa á sögunni en hún hélt að munurinn hefði týnst fyrir stuttu. Konan er flokkstjóri garðyrkju hjá Reykjavíkurborg og fann armbandið liggjandi í haug á Skólavörðuholti. Það lá hjá henni í smá stund áður en hún hafði samband við Hildu. „Mér finnst þetta svo æðislegt. Bæði að hún hafi fundið það og að hún hafi haft fyrir því að senda mér skeyti,“ segir Hilda hlæjandi og bætir því við að þetta ætti að vera öðrum til eftirbreytni. „Við löbbum svo oft fram hjá einhverju sem við höldum að sé drasl en gæti verið einhver hlutur sem annar saknar. Við ættum að tileinka okkur það að taka þá upp og athuga hvort við getum fundið eigandann.“ Hún segir að armbandið sé örlítil minning um langaömmu sína en hún sé ekki búin að finna út hvað hún muni gera með það. „Kannski lengi ég í keðjunni, ég er bara ekki komin svo langt! Kannski lifir það áfram sem ættargripur með mikla sögu, það verður allt að koma í ljós.“Í dag ætla ég að segja ykkur frá litlu ævintýri úr lífinu mínu. Kona sem ég þekki ekkert, sem heitir Karen Hauksdóttir...Posted by Hilda Jana on Thursday, 3 September 2015 Garðyrkja Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Sjá meira
„Þetta er algjört gæsahúðar dæmi,“ segir Hilda Jana Gísladóttir sjónvarpsstjóri N4 á Akureyri í samtali við Vísi. Í dag endurheimti hún armband sem hún týndi fyrir 34 árum síðan. Forsaga málin er sú að á dögunum fékk Hilda Jana skilaboð á Facebook þar sem kona segir henni að hún hafi fundið armbandið hennar og vilji endilega koma því aftur til hennar. Armbandið er merkt Hildu en hún er sú eina á landinu sem ber þetta nafn. Hildu rámaði eitthvað örlítið í armbandið og ákvað að spyrja móður sína út í það hvort armbandið gæti tilheyrt henni.Armbandið hafði legið á Skólavörðuholti í ríflega aldarþriðjung.„Móðir mín hélt það nú. Hún sagði mér að langaamma mín hafi gefið mér það þegar ég var eins árs og þegar ég var fimm ára hafi ég fengið að vera með það á mér er ég fór út,“ segir Hilda. Móðir hennar bætti því við að auðvitað hefði hún týnt armbandinu líkt og öllu öðru. „Það var oft haft orð á því að ég myndi týna höfðinu ef það væri ekki fagmannlega fest við búkinn.“ Eiginmaður Hildu var staddur í Reykjavík í dag og fór og hitti konuna og endurheimti armbandið. Finnandinn var einnig afar hissa á sögunni en hún hélt að munurinn hefði týnst fyrir stuttu. Konan er flokkstjóri garðyrkju hjá Reykjavíkurborg og fann armbandið liggjandi í haug á Skólavörðuholti. Það lá hjá henni í smá stund áður en hún hafði samband við Hildu. „Mér finnst þetta svo æðislegt. Bæði að hún hafi fundið það og að hún hafi haft fyrir því að senda mér skeyti,“ segir Hilda hlæjandi og bætir því við að þetta ætti að vera öðrum til eftirbreytni. „Við löbbum svo oft fram hjá einhverju sem við höldum að sé drasl en gæti verið einhver hlutur sem annar saknar. Við ættum að tileinka okkur það að taka þá upp og athuga hvort við getum fundið eigandann.“ Hún segir að armbandið sé örlítil minning um langaömmu sína en hún sé ekki búin að finna út hvað hún muni gera með það. „Kannski lengi ég í keðjunni, ég er bara ekki komin svo langt! Kannski lifir það áfram sem ættargripur með mikla sögu, það verður allt að koma í ljós.“Í dag ætla ég að segja ykkur frá litlu ævintýri úr lífinu mínu. Kona sem ég þekki ekkert, sem heitir Karen Hauksdóttir...Posted by Hilda Jana on Thursday, 3 September 2015
Garðyrkja Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Sjá meira