Mikill viðsnúningur í Laxá í Dölum Karl Lúðvíksson skrifar 3. september 2015 10:48 Laxá í Dölum hefur skilað 1.087 löxum á land það sem af er sumri. Mynd: Nils Folmer Jorgensen Heildarveiðin í Laxá í Dölum var ekki nema 216 laxar allt tímabilið í fyrra en það er allt önnur saga við ánna í sumar. Áin var heldur sein af stað eins og margar árnar á vesturlandi, sér í lagi þær sem eru þekktar sem síðsumarsár, en eftir af veiðin fór almennilega af stað í ágúst hefur mokveiðst í ánni. Í gær var áin komin í 1.087 laxa og ekkert lát er á veiðinni í henni enda segja veiðimenn sem eru við bakka hennar að hún sé hreinlega blá af laxi. Veitt er á 4-6 stangir í ánni. Þetta er mikill viðsnúningur frá árinu í fyrra sem var það lélegasta í Laxá en engin tilhlýðileg skýring hefur verið lögð fram sem getur að einhverju leiti útskýrt þessa dýfu nema einhver óþekkt skilyrði í sjónum. Veitt er til 28. september í dölunum svo það eru uppi getgátur um að áin fari jafnvel í 1.500 til 1.600 laxa á þessu tímabili sem myndi gera það að sjöunda besta veiðisumri í henni frá upphafi. Það eru margir sem vildu gjarnan bleyta færi í Laxá síðsumars en á heimasíðu leigutakans Hreggnasa er tekið fram að uppselt er í hana á þessu ári og nú þegar mikið bókað fyrir næsta ár. Mest lesið Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Eystri Rangá komin í 1520 laxa Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði
Heildarveiðin í Laxá í Dölum var ekki nema 216 laxar allt tímabilið í fyrra en það er allt önnur saga við ánna í sumar. Áin var heldur sein af stað eins og margar árnar á vesturlandi, sér í lagi þær sem eru þekktar sem síðsumarsár, en eftir af veiðin fór almennilega af stað í ágúst hefur mokveiðst í ánni. Í gær var áin komin í 1.087 laxa og ekkert lát er á veiðinni í henni enda segja veiðimenn sem eru við bakka hennar að hún sé hreinlega blá af laxi. Veitt er á 4-6 stangir í ánni. Þetta er mikill viðsnúningur frá árinu í fyrra sem var það lélegasta í Laxá en engin tilhlýðileg skýring hefur verið lögð fram sem getur að einhverju leiti útskýrt þessa dýfu nema einhver óþekkt skilyrði í sjónum. Veitt er til 28. september í dölunum svo það eru uppi getgátur um að áin fari jafnvel í 1.500 til 1.600 laxa á þessu tímabili sem myndi gera það að sjöunda besta veiðisumri í henni frá upphafi. Það eru margir sem vildu gjarnan bleyta færi í Laxá síðsumars en á heimasíðu leigutakans Hreggnasa er tekið fram að uppselt er í hana á þessu ári og nú þegar mikið bókað fyrir næsta ár.
Mest lesið Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Eystri Rangá komin í 1520 laxa Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði