Skrítin stemning í Bíó Paradís Stefán Árni Pálsson skrifar 2. september 2015 14:00 Leikstjóri I Want to be Weird er Brynja Dögg Friðriksdóttir. vísir Heimildamyndin I want to be Weird verður frumsýnd kl. 20 í Bíó Paradís fimmtudaginn 3. september. Myndin fjallar um bresku listakonuna Kitty Von-Sometime sem hefur verið búsett á Íslandi í tíu ár. Hún er hvað þekktust fyrir The Weird Girls Project, sem er röð verka eða myndbandsþátta þar sem konur eru í forgrunni. Hver þáttur er einstakur og byggist upp ákveðinni hugmyndafræði. Síðasti þáttur The Weird Girls Project, #EmbraceYourself, vakti mikla athygli í fjölmiðlum hér heima og erlendis sl. vor. Í því verki lagði Kitty áherslu á að styrkja líkamsmynd kvenna og voru konurnar sem tóku þátt naktar en þaktar glimmeri og svartri málningu. Leikstjóri I Want to be Weird er Brynja Dögg Friðriksdóttir. I Want to be Weird var sýnd á Skjaldborgarhátíðinni í vor þar sem hún fékk góðar viðtökur. Þá verður hún sýnd á norrænu kvikmyndahátíðinni Nordisk Panorama í 18.-23. september, þar sem myndin er tilnefnd til verðlauna sem besta norræna heimildamyndin. Í tengslum við sýningar á I Want to be Weird stendur Bíó Paradís fyrir sýningu í innri sal Bíó Paradísar á verkum Kittyar og The Weird Girls Project. Búningar, ljósmyndir og myndbandsþættir The Weird Girls Project eru meðal þess sem verður á sýningunni sem stendur til og með 23. september. Sýningin Kittyar er öllum opin og aðgangur er frír. Sýning Kittyar hefst kl. 19:30 í Bíó Paradís, en frumsýning I Want to be Weird hefst kl. 20:00, fimmtudaginn 3. september. Myndband um gerð verksins er hægt að sjá hér að neðan. Behind the Scenes of Episode 16 of The Weird Girls Project from Kitty Von-Sometime on Vimeo. Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Heimildamyndin I want to be Weird verður frumsýnd kl. 20 í Bíó Paradís fimmtudaginn 3. september. Myndin fjallar um bresku listakonuna Kitty Von-Sometime sem hefur verið búsett á Íslandi í tíu ár. Hún er hvað þekktust fyrir The Weird Girls Project, sem er röð verka eða myndbandsþátta þar sem konur eru í forgrunni. Hver þáttur er einstakur og byggist upp ákveðinni hugmyndafræði. Síðasti þáttur The Weird Girls Project, #EmbraceYourself, vakti mikla athygli í fjölmiðlum hér heima og erlendis sl. vor. Í því verki lagði Kitty áherslu á að styrkja líkamsmynd kvenna og voru konurnar sem tóku þátt naktar en þaktar glimmeri og svartri málningu. Leikstjóri I Want to be Weird er Brynja Dögg Friðriksdóttir. I Want to be Weird var sýnd á Skjaldborgarhátíðinni í vor þar sem hún fékk góðar viðtökur. Þá verður hún sýnd á norrænu kvikmyndahátíðinni Nordisk Panorama í 18.-23. september, þar sem myndin er tilnefnd til verðlauna sem besta norræna heimildamyndin. Í tengslum við sýningar á I Want to be Weird stendur Bíó Paradís fyrir sýningu í innri sal Bíó Paradísar á verkum Kittyar og The Weird Girls Project. Búningar, ljósmyndir og myndbandsþættir The Weird Girls Project eru meðal þess sem verður á sýningunni sem stendur til og með 23. september. Sýningin Kittyar er öllum opin og aðgangur er frír. Sýning Kittyar hefst kl. 19:30 í Bíó Paradís, en frumsýning I Want to be Weird hefst kl. 20:00, fimmtudaginn 3. september. Myndband um gerð verksins er hægt að sjá hér að neðan. Behind the Scenes of Episode 16 of The Weird Girls Project from Kitty Von-Sometime on Vimeo.
Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira