Að viðurkenna vandann Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 2. september 2015 09:30 Ísland er eftirbátur nágrannaþjóða sinna og Bandaríkjanna í áfengis- og vímuefnameðferðum. Þetta kom fram í gær á ráðstefnu um konur, fíkn, áföll og meðferð sem Fréttablaðið greinir frá en dr. Stephanie S. Covington var aðalfyrirlesari. Covington er frumkvöðull í rannsóknum á meðferð kvenna að því er varðar fíkn og bata af henni. Stephanie sagði á ráðstefnunni að það segði ákveðna sögu hverjir væru ekki mættir. Fagráðuneytin og SÁÁ voru boðin velkomin en enginn á þeirra vegum mætti. Kristín I. Pálsdóttir, einn skipuleggjenda ráðstefnunnar og talskona Rótarinnar, félags sem beitir sér fyrir sérstökum meðferðarúrræðum fyrir konur, sagði: „Það vekur hins vegar margar spurningar af hverju þeir sem eru ráðandi í meðferðargeiranum hafa svona lítinn áhuga á að fræðast um heilsu kvenna.“ Konurnar sem standa að Rótinni hafa frá stofnun samtakanna fyrir tveimur árum bent á brotalamir í kerfinu þegar kemur að meðferðarúrræðum fyrir konur. Þær hafa barist fyrir því að meðferðir verði kynjaskiptar að öllu leyti og að einstaklingar undir átján ára aldri séu ekki í meðferð með þeim sem eldri eru. Þær segja rannsóknir sem gerðar hafa verið á síðustu áratugum sýna að um 80 prósent kvenna sem leita sér meðferðar hafi orðið fyrir ofbeldi og að meðferðin sé gagnslítil taki hún ekki tillit til félagslegs raunveruleika sem konur búa við, það er þeirrar staðreyndar að hátt hlutfall þeirra verður fyrir ofbeldi og annarri misnotkun. SÁÁ-samtökin hafa frá stofnun hjálpað tugþúsundum einstaklinga sem leitað hafa þangað í meðferð við fíknisjúkdómum. Nokkrir dugmiklir karlmenn tóku sig saman á áttunda áratugnum og komu hér á fót meðferðarúrræði að bandarískri fyrirmynd við erfiðar aðstæður og á tíma þar sem takmörkuð sem engin þekking var á þessum vanda. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og ekki er hægt fram hjá því að líta að öll meðferð hjá SÁÁ er þróuð af karlmönnum. Þó að vissulega sé líklega margt sem sameinar kynin í þessum erfiða sjúkdómi er einnig margt sem skilur að. Um svipað leyti og SÁÁ-samtökin voru stofnuð hérlendis voru samtökin Women for Sobriety stofnuð vestanhafs. Þær konur héldu því fram að meðferðarhugmyndafræðin, sem síðan var innflutt hingað til lands, hafi verið þróuð af körlum fyrir karla. Konur hafi allt aðrar þarfir en karlar fyrir sálrænan og tilfinningalegan stuðning. Það er miður að þeir sem fara fremstir í flokki í meðferðargeiranum hafi ekki haft áhuga á að sækja sér frekari þekkingu um hvað má betur fara þegar kemur að meðferð kvenna og hvernig skuli breyta henni. Formaður SÁÁ hefur sagt viðhorf Rótarinnar vera gamaldags og fordómafull. Staðreyndin er sú að hvergi er að finna hóp kvenna sem þolað hefur meira ofbeldi en einmitt þær konur sem leita sér meðferðar. Geti þau meðferðarsamtök sem fá mest fjármagn frá ríkinu gert eitthvað til að bæta þjónustu sína við þennan hóp er það skýlaus krafa að þau geri það. Tillögur Rótarinnar eru hvorki gamaldags né fordómafullar. Þær eru þvert á móti nýstárlegar og mannúðlegar. Og SÁÁ ætti að leggjast á árarnar með Rótinni til að tryggja þessum hópi örugga og áhrifaríka meðferð við sínum margslungna vanda. Fyrsta skrefið í þá átt gæti verið að viðurkenna vandann og mæta á ráðstefnu til að kynna sér málin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Ísland er eftirbátur nágrannaþjóða sinna og Bandaríkjanna í áfengis- og vímuefnameðferðum. Þetta kom fram í gær á ráðstefnu um konur, fíkn, áföll og meðferð sem Fréttablaðið greinir frá en dr. Stephanie S. Covington var aðalfyrirlesari. Covington er frumkvöðull í rannsóknum á meðferð kvenna að því er varðar fíkn og bata af henni. Stephanie sagði á ráðstefnunni að það segði ákveðna sögu hverjir væru ekki mættir. Fagráðuneytin og SÁÁ voru boðin velkomin en enginn á þeirra vegum mætti. Kristín I. Pálsdóttir, einn skipuleggjenda ráðstefnunnar og talskona Rótarinnar, félags sem beitir sér fyrir sérstökum meðferðarúrræðum fyrir konur, sagði: „Það vekur hins vegar margar spurningar af hverju þeir sem eru ráðandi í meðferðargeiranum hafa svona lítinn áhuga á að fræðast um heilsu kvenna.“ Konurnar sem standa að Rótinni hafa frá stofnun samtakanna fyrir tveimur árum bent á brotalamir í kerfinu þegar kemur að meðferðarúrræðum fyrir konur. Þær hafa barist fyrir því að meðferðir verði kynjaskiptar að öllu leyti og að einstaklingar undir átján ára aldri séu ekki í meðferð með þeim sem eldri eru. Þær segja rannsóknir sem gerðar hafa verið á síðustu áratugum sýna að um 80 prósent kvenna sem leita sér meðferðar hafi orðið fyrir ofbeldi og að meðferðin sé gagnslítil taki hún ekki tillit til félagslegs raunveruleika sem konur búa við, það er þeirrar staðreyndar að hátt hlutfall þeirra verður fyrir ofbeldi og annarri misnotkun. SÁÁ-samtökin hafa frá stofnun hjálpað tugþúsundum einstaklinga sem leitað hafa þangað í meðferð við fíknisjúkdómum. Nokkrir dugmiklir karlmenn tóku sig saman á áttunda áratugnum og komu hér á fót meðferðarúrræði að bandarískri fyrirmynd við erfiðar aðstæður og á tíma þar sem takmörkuð sem engin þekking var á þessum vanda. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og ekki er hægt fram hjá því að líta að öll meðferð hjá SÁÁ er þróuð af karlmönnum. Þó að vissulega sé líklega margt sem sameinar kynin í þessum erfiða sjúkdómi er einnig margt sem skilur að. Um svipað leyti og SÁÁ-samtökin voru stofnuð hérlendis voru samtökin Women for Sobriety stofnuð vestanhafs. Þær konur héldu því fram að meðferðarhugmyndafræðin, sem síðan var innflutt hingað til lands, hafi verið þróuð af körlum fyrir karla. Konur hafi allt aðrar þarfir en karlar fyrir sálrænan og tilfinningalegan stuðning. Það er miður að þeir sem fara fremstir í flokki í meðferðargeiranum hafi ekki haft áhuga á að sækja sér frekari þekkingu um hvað má betur fara þegar kemur að meðferð kvenna og hvernig skuli breyta henni. Formaður SÁÁ hefur sagt viðhorf Rótarinnar vera gamaldags og fordómafull. Staðreyndin er sú að hvergi er að finna hóp kvenna sem þolað hefur meira ofbeldi en einmitt þær konur sem leita sér meðferðar. Geti þau meðferðarsamtök sem fá mest fjármagn frá ríkinu gert eitthvað til að bæta þjónustu sína við þennan hóp er það skýlaus krafa að þau geri það. Tillögur Rótarinnar eru hvorki gamaldags né fordómafullar. Þær eru þvert á móti nýstárlegar og mannúðlegar. Og SÁÁ ætti að leggjast á árarnar með Rótinni til að tryggja þessum hópi örugga og áhrifaríka meðferð við sínum margslungna vanda. Fyrsta skrefið í þá átt gæti verið að viðurkenna vandann og mæta á ráðstefnu til að kynna sér málin.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun