Tale of tales verður opnunarmyndin á RIFF Stefán Árni Pálsson skrifar 1. september 2015 19:30 Tale of tales eða Sagnasveigur fléttar saman þremur óvenjulegum ævintýrum. Ákveðið hefur verið að opnunarmyndin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF í ár verður stórmyndin Tale of tales. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF. Tale of tales eða Sagnasveigur fléttar saman þremur óvenjulegum ævintýrum. Í einu þeirra leikur Salma Hayek drottningu sem fórnar lífi eiginmanns síns sem leikinn er af John C. Reilly. Í öðru leikur Vincent Cassel konung sem er heillaður af tveimur leyndardómsfullum systrum. Ævintýrin eru öll stórbrotið sjónarspil þar sem myndlíkingar leika stórt hlutverk. Einu sinni voru þrjú konungsríki sem áttu landamæri hvert að öðru. Öllum var þeim stjórnað af konungum, drottningum, prinsum og prinsessum í stórkostlegum konungshöllum. Einn konungurinn var siðlaus saurlífisseggur, annar var fangi framandi skepnu og ein drottninganna var heltekin af ósk sinni um að eignast barn. Seiðkarlar og álfkonur, skelfileg skrímsli, tröll, gamlar þvottakerlingar, fimleikafólk og gleðikonur fara með aðalhlutverkin í þessum ævintýralega sagnasveig sem byggir lauslega á vinsælum verkum ítalska skáldsins Giambattista Basile. Stórbrotið sjónarspil á mörkum raunsæis og súrrealisma þar sem hver rammi er þrunginn merkingu. Leikstjórinn Matteo Garrone er fæddur árið 1968 á Ítalíu. Hann vann til verðlauna árið 1996 fyrir stuttmyndina ‘Silhouette’ sem varð seinna einn þriggja kafla í „Terra di Mezzo“ (1997), fyrstu mynd hans í fullri lengd. Hann hlaut evrópsku kvikmyndaverðlaunin sem besti leikstjóri árið 2008 fyrir kvikmyndina „Gomorrah“, og Grand Prix verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2012 fyrir ‘Reality.’ „Sagnasveigur“ keppti um Gullpálmann í Cannes núna í vor. RIFF Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Ákveðið hefur verið að opnunarmyndin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF í ár verður stórmyndin Tale of tales. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF. Tale of tales eða Sagnasveigur fléttar saman þremur óvenjulegum ævintýrum. Í einu þeirra leikur Salma Hayek drottningu sem fórnar lífi eiginmanns síns sem leikinn er af John C. Reilly. Í öðru leikur Vincent Cassel konung sem er heillaður af tveimur leyndardómsfullum systrum. Ævintýrin eru öll stórbrotið sjónarspil þar sem myndlíkingar leika stórt hlutverk. Einu sinni voru þrjú konungsríki sem áttu landamæri hvert að öðru. Öllum var þeim stjórnað af konungum, drottningum, prinsum og prinsessum í stórkostlegum konungshöllum. Einn konungurinn var siðlaus saurlífisseggur, annar var fangi framandi skepnu og ein drottninganna var heltekin af ósk sinni um að eignast barn. Seiðkarlar og álfkonur, skelfileg skrímsli, tröll, gamlar þvottakerlingar, fimleikafólk og gleðikonur fara með aðalhlutverkin í þessum ævintýralega sagnasveig sem byggir lauslega á vinsælum verkum ítalska skáldsins Giambattista Basile. Stórbrotið sjónarspil á mörkum raunsæis og súrrealisma þar sem hver rammi er þrunginn merkingu. Leikstjórinn Matteo Garrone er fæddur árið 1968 á Ítalíu. Hann vann til verðlauna árið 1996 fyrir stuttmyndina ‘Silhouette’ sem varð seinna einn þriggja kafla í „Terra di Mezzo“ (1997), fyrstu mynd hans í fullri lengd. Hann hlaut evrópsku kvikmyndaverðlaunin sem besti leikstjóri árið 2008 fyrir kvikmyndina „Gomorrah“, og Grand Prix verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2012 fyrir ‘Reality.’ „Sagnasveigur“ keppti um Gullpálmann í Cannes núna í vor.
RIFF Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira