Spænskur framsóknarmaður Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 1. september 2015 07:00 Eftir því sem ég flyt oftar þeim mun meira álit fæ ég á Díógenesi, eignarlausa og alsæla heimspekingnum sem bjó í tunnu á torginu og átti aðeins eina larfa til skiptanna. Hann var svo sáttur að þegar Alexander mikli bauð honum hvað eina, bað hann um það eitt að sá mikli færði sig aðeins, enda var Díógenes í sólbaði en Makedóníukóngurinn stóð fyrir sólinni. Fæst erum við svo göfug. Við erum vís til að sanka að okkur öllum mögulegum hlutum sem við höfum akkúrat engin not fyrir. Nú í síðustu flutningum ætlaði ég aðeins að grynnka á mínum veraldlegu eigum svo ég tók mikið af kaupfélagsklæðnaði, þar á meðal sveitalegan jakka sem hver framsóknarmaður í framboði gæti verið fullsæmdur af, og hélt á fund útigangsmannsins sem býr undir brúnni við hraðbrautina í Fuengirola. Hann leit á fatnaðinn en þakkaði svo pent fyrir sig. Sagðist eiga nóg af klæðum í hjólbörunum sínum. Ég fór að velta því fyrir mér hvort þetta væri til vitnis um andleg auðæfi útigangsmannsins eða það hversu fátæklegur fatnaður minn væri. Ég velti því einnig fyrir mér hvort heimurinn væri ekki hrifinn af svona göfugu fólki. Nægir þar að nefna örlög þessa manns og svo erum við búin að svívirða minningu Díógenesar um alla eilífð með því að nefna eftir honum heilkenni það sem veldur því að menn sanka að sér rusli og valda nágrönnum sínum angri með illa lyktandi öskuhaugum sem þeir koma fyrir í heimkynnum sínum. Þvílík ósvinna, eða hvað þætti þér um það að komandi kynslóðir kölluðu minnimáttarkennd Gillzenegger sindrómið? Ég fór með fötin til einhverra samtaka og nokkrum dögum síðar sá ég annan útigangsmann í kunnuglegum jakka. Þá skildi ég hvað vakti fyrir félaga mínum undir brúnni. Það er ekkert spennandi að líta út eins og spænsk útgáfa af framsóknarmanni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Eftir því sem ég flyt oftar þeim mun meira álit fæ ég á Díógenesi, eignarlausa og alsæla heimspekingnum sem bjó í tunnu á torginu og átti aðeins eina larfa til skiptanna. Hann var svo sáttur að þegar Alexander mikli bauð honum hvað eina, bað hann um það eitt að sá mikli færði sig aðeins, enda var Díógenes í sólbaði en Makedóníukóngurinn stóð fyrir sólinni. Fæst erum við svo göfug. Við erum vís til að sanka að okkur öllum mögulegum hlutum sem við höfum akkúrat engin not fyrir. Nú í síðustu flutningum ætlaði ég aðeins að grynnka á mínum veraldlegu eigum svo ég tók mikið af kaupfélagsklæðnaði, þar á meðal sveitalegan jakka sem hver framsóknarmaður í framboði gæti verið fullsæmdur af, og hélt á fund útigangsmannsins sem býr undir brúnni við hraðbrautina í Fuengirola. Hann leit á fatnaðinn en þakkaði svo pent fyrir sig. Sagðist eiga nóg af klæðum í hjólbörunum sínum. Ég fór að velta því fyrir mér hvort þetta væri til vitnis um andleg auðæfi útigangsmannsins eða það hversu fátæklegur fatnaður minn væri. Ég velti því einnig fyrir mér hvort heimurinn væri ekki hrifinn af svona göfugu fólki. Nægir þar að nefna örlög þessa manns og svo erum við búin að svívirða minningu Díógenesar um alla eilífð með því að nefna eftir honum heilkenni það sem veldur því að menn sanka að sér rusli og valda nágrönnum sínum angri með illa lyktandi öskuhaugum sem þeir koma fyrir í heimkynnum sínum. Þvílík ósvinna, eða hvað þætti þér um það að komandi kynslóðir kölluðu minnimáttarkennd Gillzenegger sindrómið? Ég fór með fötin til einhverra samtaka og nokkrum dögum síðar sá ég annan útigangsmann í kunnuglegum jakka. Þá skildi ég hvað vakti fyrir félaga mínum undir brúnni. Það er ekkert spennandi að líta út eins og spænsk útgáfa af framsóknarmanni.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun