Jason Day eykur forystuna á Conway Farms 19. september 2015 23:22 Á einhver séns í Jason Day á lokahringnum? Getty Jason Day var ekki í jafn miklu stuði á þriðja hring á BMW meistaramótinu og hann var í fyrstu tvo hringina en hann lék hringinn í dag á 69 höggum eða tveimur undir pari. Það dugði þó til þess að auka forystu hans í sex högg en hann hefur leikið fyrstu þrjá hringina á Conway Farms vellinum á samtals á 20 höggum undir pari. Daniel Berger og Scott Piercy deila öðru sætinu á 14 höggum undir pari en Rory McIlroy er einn í fjórða sæti á 13 höggum undir pari. Tilþrif dagsins átti Suður-Kóreumaðurinn Sang Moon Bae en hann setti niður ótrúlegt 35 metra pútt fyrir erni á 14. holu. Það verður áhugavert að sjá hvort að Day nái að sigra í sínu fjórða móti af síðustu sex sem hann hefur tekið þátt í á morgun en lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:15. Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Jason Day var ekki í jafn miklu stuði á þriðja hring á BMW meistaramótinu og hann var í fyrstu tvo hringina en hann lék hringinn í dag á 69 höggum eða tveimur undir pari. Það dugði þó til þess að auka forystu hans í sex högg en hann hefur leikið fyrstu þrjá hringina á Conway Farms vellinum á samtals á 20 höggum undir pari. Daniel Berger og Scott Piercy deila öðru sætinu á 14 höggum undir pari en Rory McIlroy er einn í fjórða sæti á 13 höggum undir pari. Tilþrif dagsins átti Suður-Kóreumaðurinn Sang Moon Bae en hann setti niður ótrúlegt 35 metra pútt fyrir erni á 14. holu. Það verður áhugavert að sjá hvort að Day nái að sigra í sínu fjórða móti af síðustu sex sem hann hefur tekið þátt í á morgun en lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:15.
Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira