Þórarinn Eldjárn þýðir texta Björns Ulvaeus og Benny Anderson fyrir söngleikinn Mamma Mia sem verður settur upp í Borgarleikhúsinu eftir áramót. Ýmsar leiðbeiningar fylgdu með, til dæmis má ekki þýða allt sem fram kemur.
Voulez Vous verður að standa sem Voulez Vous, sem Þórarni finnst í lagi, þar sem það er hvort eð er franska í upphaflega textanum.
Money Money verður sömuleiðis að halda sér, sem honum fannst í lagi, þar sem Dagur Sigurðarson talaði gjarna um monípeninga. Málið vandaðist hins vegar þegar kom að Dancing Queen. Halldór sonur Þórarins kom með þá lausn að nota „dansinn hvín.“
Ísland í dag hitti Þórarinn á vinnustofunni og hér gefst áhorfendum tækifæri á að spreyta sig á nokkrum textum með hjálp karaoketækninnar.
