Líkamsþyngdarstuðull sunna björg skarphéðinsdóttir skrifar 22. september 2015 11:00 Vísir/Getty Það vilja flestir lifa heilsusamlegu líferni og rækta heilbrigðan líkama og sál. Við erum öll ólík í líkamsvexti og engir tveir eru alveg eins og þess vegna getur verið erfitt að dæma heilbrigði eftir útliti. Sumir einstaklingar eru grannir án þess að borða nokkurn tímann hollan mat né hreyfa sig, á meðan aðrir eru þéttir í líkamsbyggingu en eru mjög virkir í hreyfingu og borða mestmegnis mjög hollan mat. Í heilbrigðisgeiranum er þó notast við viðmiðunarstuðul til þess að fá hugmynd um á hvaða þyngdarskala hver og einn er. Þessi viðmiðunarstuðull kallast líkamsþyngdarstuðull eða BMI (e. body mass index). Flokkar líkamsþyngdarstuðulsins skiptast í: vannæring, kjörþyngd, ofþyngd og offita. Að öllu jöfnu mælast sjúkdómar og aðrir heilsufarslegir kvillar minnst á meðal þeirra sem eru í kjörþyngd og lífslíkur þeirra eru jafnframt mestar. Með tilliti til heilsufars er hvorki æskilegt að vera of feitur né of grannur. Líkamsþyngdarstuðull er reiknaður út frá hæð og þyngd einstaklings með formúlunni: Líkamsþyngdarstuðull = Þyngd (kg) / Hæð2 (m) Það skal tekið fram að stuðullinn tekur ekki tillit til vöðvamassa manneskju og hann getur verið hærri ef einstaklingur er með hátt hlutfall vöðvamassa. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (e. World Health Organisation) er vannæring, kjörþyngd, ofþyngd og offita skilgreind á þennan hátt: Vannæring BMI lægri en 18,5 Kjörþyngd BMI á bilinu 18,5 - 24,9 Ofþyngd BMI á bilinu 25–29,9 Offita BMI hærri eða jafnt og 30 Það er hægt að mælast í ofþyngd eða með offitu þó svo að einstaklingur sé í ágætu líkamsformi, en þá er það helst vegna mikils vöðvamassa sem hækkar líkamsþyngdarstuðulinn. BMI-stuðullinn gefur því ekki alltaf áreiðanlega útkomu en gefur þó góða hugmynd um það hvaða flokki er líklegast að maður tilheyri. Hver er þinn líkamsþyngdarstuðull? Sunna Björg er lífeðlis- og næringarfræðingur og eigandi Fjarnæringar. Heilsa Tengdar fréttir Tilfinningatengt hungur Það er mun algengara en okkur grunar að einstaklingar stjórni mataræðinu eftir tilfinningum. 31. ágúst 2015 11:00 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist
Það vilja flestir lifa heilsusamlegu líferni og rækta heilbrigðan líkama og sál. Við erum öll ólík í líkamsvexti og engir tveir eru alveg eins og þess vegna getur verið erfitt að dæma heilbrigði eftir útliti. Sumir einstaklingar eru grannir án þess að borða nokkurn tímann hollan mat né hreyfa sig, á meðan aðrir eru þéttir í líkamsbyggingu en eru mjög virkir í hreyfingu og borða mestmegnis mjög hollan mat. Í heilbrigðisgeiranum er þó notast við viðmiðunarstuðul til þess að fá hugmynd um á hvaða þyngdarskala hver og einn er. Þessi viðmiðunarstuðull kallast líkamsþyngdarstuðull eða BMI (e. body mass index). Flokkar líkamsþyngdarstuðulsins skiptast í: vannæring, kjörþyngd, ofþyngd og offita. Að öllu jöfnu mælast sjúkdómar og aðrir heilsufarslegir kvillar minnst á meðal þeirra sem eru í kjörþyngd og lífslíkur þeirra eru jafnframt mestar. Með tilliti til heilsufars er hvorki æskilegt að vera of feitur né of grannur. Líkamsþyngdarstuðull er reiknaður út frá hæð og þyngd einstaklings með formúlunni: Líkamsþyngdarstuðull = Þyngd (kg) / Hæð2 (m) Það skal tekið fram að stuðullinn tekur ekki tillit til vöðvamassa manneskju og hann getur verið hærri ef einstaklingur er með hátt hlutfall vöðvamassa. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (e. World Health Organisation) er vannæring, kjörþyngd, ofþyngd og offita skilgreind á þennan hátt: Vannæring BMI lægri en 18,5 Kjörþyngd BMI á bilinu 18,5 - 24,9 Ofþyngd BMI á bilinu 25–29,9 Offita BMI hærri eða jafnt og 30 Það er hægt að mælast í ofþyngd eða með offitu þó svo að einstaklingur sé í ágætu líkamsformi, en þá er það helst vegna mikils vöðvamassa sem hækkar líkamsþyngdarstuðulinn. BMI-stuðullinn gefur því ekki alltaf áreiðanlega útkomu en gefur þó góða hugmynd um það hvaða flokki er líklegast að maður tilheyri. Hver er þinn líkamsþyngdarstuðull? Sunna Björg er lífeðlis- og næringarfræðingur og eigandi Fjarnæringar.
Heilsa Tengdar fréttir Tilfinningatengt hungur Það er mun algengara en okkur grunar að einstaklingar stjórni mataræðinu eftir tilfinningum. 31. ágúst 2015 11:00 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist
Tilfinningatengt hungur Það er mun algengara en okkur grunar að einstaklingar stjórni mataræðinu eftir tilfinningum. 31. ágúst 2015 11:00
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp