Kúrdískur flóttamaður á Íslandi: Ég vona að bróður mínum verði hleypt hingað líka Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. september 2015 21:46 Nashad ásamt fjölskyldumeðlimum sínum. „Ég fæ mér te, reyki mikið, horfi á Skype og hryllinginn á Youtube. Ég er bara einn hérna, það er mjög erfitt,“ segir Nashad en hann kom sem flóttamaður til Ísland frá Sýrlandi í upphafi árs. „Ég vonast til þess að íslenska ríkið leyfi bróður mínum að koma hingað líka.“ Nashad var gestur Lóu Pind Aldísardóttur í Stóru málunum í kvöld en eitt stærsta mál heimsins í dag er flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi og nærliggjandi löndum. Borgarastyrjöld geisar í Sýrlandi og á öðrum vígstöðvum hafa vígamenn ISIS hreiðrað um sig og valdið þar usla. Nashad á fáar myndir frá lífi sínu en þó einhverjar. Í myndskeiðinu sem fylgir má sjá mynd af bróðursyni hans í fangi föður síns. Báðir létust í árás stjórnarhersins. „Ég var rekinn úr skólanum mínum sem barn og mátti ekki fara í hann. Það er vegna þess að ég er Kúrdi. Ég er í raun ekki Sýrlendingur, ég hafði aðeins dvalarleyfi þar,“ segir Nashad. Um tvær milljónir Kúrda búa í Sýrlandi og hefur þeim kerfisbundið verið mismunað í landinu. Áður en hann kom til Íslands barðist hann með stjórnarandstæðingum gegn stjórnarhernum. „Byltingin byrjaði í raun í Daraa. Þar hafði lítill strákur skrifað burt með ríkisstjórnina á vegg. Hermenn handtóku hann og pyntuðu hann. Það var hrikalegt hvernig var farið með greyið. Fingurnir voru skornir af honum vegna þess sem hann skrifaði og kynfærin voru skorin af honum líka,“ segir hann. Drengurinn sem Nashad á við þarna hét Hamza al-Khateeb og var þrettán ára. Líki hans var skilað afa illa útleiknum til fjölskyldu hans. Hann var meðal annars með brunasár, skotsár og brotin kjálkabein. Málið vakti gífurlega reiði og lagði eld að þeirri púðurtunnu sem Sýrland var. Innslagið má sjá í heildinni hér að ofan en rétt er að vara við sumum myndunum sem þar sjást. Að auki er þar rætt við Aðalstein Kjartansson, fréttamann, en hann skoðaði umræðuna sem sprottið hefur upp víða í kjölfar flóttamannastraumsins en ekki eru allir sammála um ágæti þeirra. Flóttamenn Ísland í dag Tengdar fréttir Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Jasídar hafa þurft að þola mikið ofbeldi frá því að vígamenn Íslamska ríkisins tóku yfir heimili þeirra í fyrra. 17. september 2015 10:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Sjá meira
„Ég fæ mér te, reyki mikið, horfi á Skype og hryllinginn á Youtube. Ég er bara einn hérna, það er mjög erfitt,“ segir Nashad en hann kom sem flóttamaður til Ísland frá Sýrlandi í upphafi árs. „Ég vonast til þess að íslenska ríkið leyfi bróður mínum að koma hingað líka.“ Nashad var gestur Lóu Pind Aldísardóttur í Stóru málunum í kvöld en eitt stærsta mál heimsins í dag er flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi og nærliggjandi löndum. Borgarastyrjöld geisar í Sýrlandi og á öðrum vígstöðvum hafa vígamenn ISIS hreiðrað um sig og valdið þar usla. Nashad á fáar myndir frá lífi sínu en þó einhverjar. Í myndskeiðinu sem fylgir má sjá mynd af bróðursyni hans í fangi föður síns. Báðir létust í árás stjórnarhersins. „Ég var rekinn úr skólanum mínum sem barn og mátti ekki fara í hann. Það er vegna þess að ég er Kúrdi. Ég er í raun ekki Sýrlendingur, ég hafði aðeins dvalarleyfi þar,“ segir Nashad. Um tvær milljónir Kúrda búa í Sýrlandi og hefur þeim kerfisbundið verið mismunað í landinu. Áður en hann kom til Íslands barðist hann með stjórnarandstæðingum gegn stjórnarhernum. „Byltingin byrjaði í raun í Daraa. Þar hafði lítill strákur skrifað burt með ríkisstjórnina á vegg. Hermenn handtóku hann og pyntuðu hann. Það var hrikalegt hvernig var farið með greyið. Fingurnir voru skornir af honum vegna þess sem hann skrifaði og kynfærin voru skorin af honum líka,“ segir hann. Drengurinn sem Nashad á við þarna hét Hamza al-Khateeb og var þrettán ára. Líki hans var skilað afa illa útleiknum til fjölskyldu hans. Hann var meðal annars með brunasár, skotsár og brotin kjálkabein. Málið vakti gífurlega reiði og lagði eld að þeirri púðurtunnu sem Sýrland var. Innslagið má sjá í heildinni hér að ofan en rétt er að vara við sumum myndunum sem þar sjást. Að auki er þar rætt við Aðalstein Kjartansson, fréttamann, en hann skoðaði umræðuna sem sprottið hefur upp víða í kjölfar flóttamannastraumsins en ekki eru allir sammála um ágæti þeirra.
Flóttamenn Ísland í dag Tengdar fréttir Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Jasídar hafa þurft að þola mikið ofbeldi frá því að vígamenn Íslamska ríkisins tóku yfir heimili þeirra í fyrra. 17. september 2015 10:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Sjá meira
Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Jasídar hafa þurft að þola mikið ofbeldi frá því að vígamenn Íslamska ríkisins tóku yfir heimili þeirra í fyrra. 17. september 2015 10:00