Með sína eigin tískusýningu á London Fashion Week Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 12. september 2015 08:00 Aníta á framtíðina fyrir sér í tískubransanum en draumurinn er að sýna hönnunina um allan heim. mynd/aðsend Á föstudaginn mun Akureyrarmærin Aníta Hirlekar sýna nýjustu fatalínu sína fyrir sumarið 2016. Hún var valin í „Ones to Watch“ sem velja fjóra fyrir hverja tískuviku og fá útvaldir styrk til þess að setja upp sína eigin tískusýningu. Aníta útskrifaðist í fyrra með mastersgráðu í fatahönnun með áherslu á munstur úr virtasta tískuháskóla heims, Central Saint Martins. Hún sýndi útskriftarlínu sína á tískuvikunni í fyrra þannig að hún veit út í hvað hún er að fara. „Það kom mér mjög á óvart að ég hafi hlotið styrkinn og hvað þau voru áhugasöm að ég mundi sýna hjá þeim. Þetta var mjög mikil hvatning fyrir mig til þess að byrja að framleiða nýja línu en uppbyggingasjóður norðurlands eystra er líka að styrkja mig. Sýningin er á föstudaginn og það er allt brjálað að gera í undirbúningnum. Sýningin verður í Covent Garden í London og svo eftir á verða fötin í sýningarrými þar sem kaupendur frá hinum ýmsu verslunum skoða og jafnvel kaupa inn.“ Aníta vann alla línuna á Akureyri en efnin sem hún notar eru sérframleidd í Japan fyrir hana. „Þetta hefur gengið rosalega vel. Ég hitti framleiðendurna í London og svo erum við búin að vera í tölvupóstsamskiptum. Línan er framlenging á útskriftarlínunni minni. Efnin eru rosalegar andstæður, þykkt efni á móti mjög þunnu. Ég nota hreyfinguna til þess að fá meiri dramatík en sniðin eru kvenleg og frekar elegant.“ Eftir að hafa verið búsett í London í þónokkur ár þá ákvað hún að flytja heim eftir útskrift en hún er þó með mikla reynslu í farteskinu. „Ég hannaði tösku fyrir tískumerkið Bvlgari sem var mjög dýrmæt reynsla og svo hef ég líka verið að hanna fyrir Ashish ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.“ Það er allt að smella saman fyrir tískusýninguna á föstudaginn en Aníta hefur áður sett upp sýningu þegar hún útskrifaðist með mastersgráðu. „Mér finnst ég þekkja þetta pínu en ég hef samt bara verið í London hingað til. Draumurinn er að sýna um allan heim en markhópurinn minn kemur alls staðar að. Ég stefni ekki á að fara í fjöldaframleiðslu heldur vil ég byggja upp samband við viðskiptavininn. Ég er að fara að velja fyrirsætur í vikunni en ég fæ að ákveða allt sjálf. Ég er að vinna með stílista úti sem er að hjálpa mér með förðunina og hárið á fyrirsætunum.“ Mér finnst ég þekkja þetta pínu en ég hef samt bara verið í London hingað til. Draumurinn er að sýna um allan heim en markhópurinn minn kemur allstaðar að. Tíska og hönnun Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Á föstudaginn mun Akureyrarmærin Aníta Hirlekar sýna nýjustu fatalínu sína fyrir sumarið 2016. Hún var valin í „Ones to Watch“ sem velja fjóra fyrir hverja tískuviku og fá útvaldir styrk til þess að setja upp sína eigin tískusýningu. Aníta útskrifaðist í fyrra með mastersgráðu í fatahönnun með áherslu á munstur úr virtasta tískuháskóla heims, Central Saint Martins. Hún sýndi útskriftarlínu sína á tískuvikunni í fyrra þannig að hún veit út í hvað hún er að fara. „Það kom mér mjög á óvart að ég hafi hlotið styrkinn og hvað þau voru áhugasöm að ég mundi sýna hjá þeim. Þetta var mjög mikil hvatning fyrir mig til þess að byrja að framleiða nýja línu en uppbyggingasjóður norðurlands eystra er líka að styrkja mig. Sýningin er á föstudaginn og það er allt brjálað að gera í undirbúningnum. Sýningin verður í Covent Garden í London og svo eftir á verða fötin í sýningarrými þar sem kaupendur frá hinum ýmsu verslunum skoða og jafnvel kaupa inn.“ Aníta vann alla línuna á Akureyri en efnin sem hún notar eru sérframleidd í Japan fyrir hana. „Þetta hefur gengið rosalega vel. Ég hitti framleiðendurna í London og svo erum við búin að vera í tölvupóstsamskiptum. Línan er framlenging á útskriftarlínunni minni. Efnin eru rosalegar andstæður, þykkt efni á móti mjög þunnu. Ég nota hreyfinguna til þess að fá meiri dramatík en sniðin eru kvenleg og frekar elegant.“ Eftir að hafa verið búsett í London í þónokkur ár þá ákvað hún að flytja heim eftir útskrift en hún er þó með mikla reynslu í farteskinu. „Ég hannaði tösku fyrir tískumerkið Bvlgari sem var mjög dýrmæt reynsla og svo hef ég líka verið að hanna fyrir Ashish ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.“ Það er allt að smella saman fyrir tískusýninguna á föstudaginn en Aníta hefur áður sett upp sýningu þegar hún útskrifaðist með mastersgráðu. „Mér finnst ég þekkja þetta pínu en ég hef samt bara verið í London hingað til. Draumurinn er að sýna um allan heim en markhópurinn minn kemur alls staðar að. Ég stefni ekki á að fara í fjöldaframleiðslu heldur vil ég byggja upp samband við viðskiptavininn. Ég er að fara að velja fyrirsætur í vikunni en ég fæ að ákveða allt sjálf. Ég er að vinna með stílista úti sem er að hjálpa mér með förðunina og hárið á fyrirsætunum.“ Mér finnst ég þekkja þetta pínu en ég hef samt bara verið í London hingað til. Draumurinn er að sýna um allan heim en markhópurinn minn kemur allstaðar að.
Tíska og hönnun Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira