Viðskipti erlent

Þýski fjármálaráðherrann varar við markaðsbólu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Wolfgang Schaeuble hefur verið fjármálaráðherra Þýskalands síðan árið 2009.
Wolfgang Schaeuble hefur verið fjármálaráðherra Þýskalands síðan árið 2009. Vísir/EPA
Þýski fjármálaráðherrann, Wolfgang Schaeuble varar við markaðsbólu í umræðum um fjárlög. Hann segir að við þurfum að læra af síðustu efnahagskreppu. Hann sagði að ekki ætti að fórna efnahagsumbætum fyrir aðgerðir seðlabanka. Schaeuble lét þessi orð falla eftir að tilkynnt var um að Evrópubankinn ætlaði að auka við lausafjár innspýtingu.

Í janúar kynnti ESB 1,1 billjóna sjóð til að kaupa skuldabréf til að viðhalda efnahagsbatanum á evrusvæðinu. Mario Draghi forseti bankans sagði að hægt væri að framlengja tímabil sjóðsins til 2016, ef nauðsyn bæri. Schaeuble hefur gagnrýnt það að lönd hafi reitt sig á Evrópubankann til að skapa efnahagsbata.

Schaeuble segir það mikilvægast fyrir langtíma efnahagsbata vera efnahagsumbætur innan landa ESB.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×