Úti að ganga í myrkrinu í úthverfunum Magnús Guðmundsson skrifar 11. september 2015 11:30 Hallgrímur Helgason og Lukka ganga saman í skammdegismyrkri úthverfanna. Visir/Vilhelm Fyrir utan húsið þitt um nótt á meðan þú sefur stendur listamaður og málar af því mynd Hann málar það á myrkur leggur lit á nóttina utanverða Reynir með fálmandi pensilhreyfingum (sem minna á hárfínar gárur girnis í ólgandi yfirborði sjávar) að fanga það sem í henni býr Þessi texti eftir Hallgrím Helgason, myndlistarmann og rithöfund, er lykillinn að sýningu sem hann opnar í Tveimur hröfnum að Baldursgötu seinnipartinn í dag undir yfirskriftinni Málað á myrkur I. „Ég er að mála myrkrið, skammdegið. Þetta sprettur af því að ég labba alltaf með hundinn á morgnana og á kvöldin í skammdegismyrkrinu, fluttur úr hundrað og einum, kominn í úthverfið og allt í einu fannst mér þetta eitthvað heillandi. Þessar eignir sem fólk á, með jeppa sem standa fyrir utan húsið, heimilin sem fólk hefur búið sér og svo andstæðan, þessi kalda vetrarnótt á harðbýlu landi. Fyrir mér er þetta klassísk íslensk fegurð, breyttur jeppi í stæði framan við funheitt einbýlishúsið. En kannski var líka bara kominn tími á að takast á við skammdegið og myrkrið, það er eitthvað sem ég hef ekki gert áður, en ég er kominn með svo góða myndavél að hún getur nánast tekið myndir í myrkri. Myndir sem ég get svo notað til þess að hjálpa mér við að mála.“ Hallgrímur viðurkennir að það sé ekki fjarri lagi að það sé rithöfundurinn í honum sem er að mála að þessu sinni. „En samt er þetta negatíf útgáfa af rithöfundi því ég er að reyna að mála hvítt á svart en ekki svart á hvítt. Fyrir mér er málaralistin og rithöfundarstarfið tvennt ólíkt. Ég vinn bara eftir stundatöflu, er yfirleitt rithöfundur í þrjá mánuði í senn og svo myndlistarmaður næstu þrjá mánuði á eftir og þannig koll af kolli. Þetta er svolítið eins og að lifa tveimur lífum og það gefur ákveðinn kraft að taka sér hvíld og koma svo seinna ferskur að því sem ég var að gera fyrir þremur mánuðum. Það gefur mér aðeins fjarlægð og svona dálítið gestsauga. Það hjálpar.“ Hallgrímur hyggur á að halda áfram að vinna með það sem kemur fyrir sjónir á sýningunni Málað á myrkur I. „Ég er kominn með hugmynd að annarri seríu á sama grunni og svo er ég líka mjög spenntur fyrir því að vinna verk á símann minn. Ég keypti mér Samsung Galaxy Note-síma og það fylgir honum penni þannig að maður getur teiknað inn á ljósmyndir og gert allt mögulegt. Það er kannski draumurinn að sýna það og svo er það líka næsta skáldsaga þannig að það er alveg nóg að gera.“ Myndlist Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Fyrir utan húsið þitt um nótt á meðan þú sefur stendur listamaður og málar af því mynd Hann málar það á myrkur leggur lit á nóttina utanverða Reynir með fálmandi pensilhreyfingum (sem minna á hárfínar gárur girnis í ólgandi yfirborði sjávar) að fanga það sem í henni býr Þessi texti eftir Hallgrím Helgason, myndlistarmann og rithöfund, er lykillinn að sýningu sem hann opnar í Tveimur hröfnum að Baldursgötu seinnipartinn í dag undir yfirskriftinni Málað á myrkur I. „Ég er að mála myrkrið, skammdegið. Þetta sprettur af því að ég labba alltaf með hundinn á morgnana og á kvöldin í skammdegismyrkrinu, fluttur úr hundrað og einum, kominn í úthverfið og allt í einu fannst mér þetta eitthvað heillandi. Þessar eignir sem fólk á, með jeppa sem standa fyrir utan húsið, heimilin sem fólk hefur búið sér og svo andstæðan, þessi kalda vetrarnótt á harðbýlu landi. Fyrir mér er þetta klassísk íslensk fegurð, breyttur jeppi í stæði framan við funheitt einbýlishúsið. En kannski var líka bara kominn tími á að takast á við skammdegið og myrkrið, það er eitthvað sem ég hef ekki gert áður, en ég er kominn með svo góða myndavél að hún getur nánast tekið myndir í myrkri. Myndir sem ég get svo notað til þess að hjálpa mér við að mála.“ Hallgrímur viðurkennir að það sé ekki fjarri lagi að það sé rithöfundurinn í honum sem er að mála að þessu sinni. „En samt er þetta negatíf útgáfa af rithöfundi því ég er að reyna að mála hvítt á svart en ekki svart á hvítt. Fyrir mér er málaralistin og rithöfundarstarfið tvennt ólíkt. Ég vinn bara eftir stundatöflu, er yfirleitt rithöfundur í þrjá mánuði í senn og svo myndlistarmaður næstu þrjá mánuði á eftir og þannig koll af kolli. Þetta er svolítið eins og að lifa tveimur lífum og það gefur ákveðinn kraft að taka sér hvíld og koma svo seinna ferskur að því sem ég var að gera fyrir þremur mánuðum. Það gefur mér aðeins fjarlægð og svona dálítið gestsauga. Það hjálpar.“ Hallgrímur hyggur á að halda áfram að vinna með það sem kemur fyrir sjónir á sýningunni Málað á myrkur I. „Ég er kominn með hugmynd að annarri seríu á sama grunni og svo er ég líka mjög spenntur fyrir því að vinna verk á símann minn. Ég keypti mér Samsung Galaxy Note-síma og það fylgir honum penni þannig að maður getur teiknað inn á ljósmyndir og gert allt mögulegt. Það er kannski draumurinn að sýna það og svo er það líka næsta skáldsaga þannig að það er alveg nóg að gera.“
Myndlist Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira