„Ég bý mér til þræði úr öllu“ Magnús Guðmundsson skrifar 11. september 2015 10:30 Ragnheiður Björk Þórsdóttir, veflistakona á Akureyri. „Ég hef alltaf verið að vinna í vef, það er vinnuaðferð sem hefur alltaf höfðar til mín. Núna er ég að sýna afrakstur vinnu sem Bæjarlistamaður Akureyrar og þetta eru allt saman ofin textílverk. Ég er reyndar líka með pappírsverk á þessari sýningu en þau eru líka ofin,“ segir Ragnheiður Björk Þórsdóttir sem á morgun opnar í Ketilhúsi Listasafns Akureyrar sýninguna Rýmisþræðir. Sýningin stendur til 25. október og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17.En hvað er það við vefnaðinn sem heillar Ragnheiði? „Þetta er bara lífskrafturinn. Á sýningunni er ég líka að sýna gamla kljásteinavefstaðinn, gamlan indíánavefstað sem ég smíðaði og myndvefnaðarstól. Þannig að ég er svona aðeins að sýna fólki hvernig þetta er búið að fylgja mannkyninu frá örófi. Því allt frá því að við fórum að taka okkur fasta búsetu þá hefur vefstaðurinn fylgt mannkyninu. Þetta var til að mynda aðalútflutningur okkar Íslendinga, við lifðum á því að selja vaðmál og röggvafeldi í þúsund ár. Annars hefðum við ekkert komist af hérna og þetta er þannig tengt frumkraftinum í okkur. Þetta er eitthvað sem við höfum lokað allt of mikið á, dálítið eins og var með torfbæina og alla þessa gömlu menningu. En þjóðin er samt mikið að vakna til vitundar um gildið sem felst í þessu handverki og þessari gömlu menningu.“Ragnheiður segir að verkin hennar séu þó engu að síður nútímaleg þrátt fyrir gamalt handbragð. „Minn innblástur kemur svolítið úr þessum gömlu aðferðum en svo nota ég það á nútímalegan hátt. Er að vefa úr plasti og alls konar efnum. Ég bý mér til þræði úr öllu. Geri margt öðruvísi en hið upprunalega handverk er samt aldrei langt frá mér. Ég ætla að vera að vinna hérna á sýningunni, svona af og til, sem er ástæðan fyrir því að ég er með þessi vefstæði á staðnum. Þannig að fólki gefst tækifæri til þess að kynnast hvernig þetta er unnið en svo auðvitað að njóta verkanna í senn.“ Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég hef alltaf verið að vinna í vef, það er vinnuaðferð sem hefur alltaf höfðar til mín. Núna er ég að sýna afrakstur vinnu sem Bæjarlistamaður Akureyrar og þetta eru allt saman ofin textílverk. Ég er reyndar líka með pappírsverk á þessari sýningu en þau eru líka ofin,“ segir Ragnheiður Björk Þórsdóttir sem á morgun opnar í Ketilhúsi Listasafns Akureyrar sýninguna Rýmisþræðir. Sýningin stendur til 25. október og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17.En hvað er það við vefnaðinn sem heillar Ragnheiði? „Þetta er bara lífskrafturinn. Á sýningunni er ég líka að sýna gamla kljásteinavefstaðinn, gamlan indíánavefstað sem ég smíðaði og myndvefnaðarstól. Þannig að ég er svona aðeins að sýna fólki hvernig þetta er búið að fylgja mannkyninu frá örófi. Því allt frá því að við fórum að taka okkur fasta búsetu þá hefur vefstaðurinn fylgt mannkyninu. Þetta var til að mynda aðalútflutningur okkar Íslendinga, við lifðum á því að selja vaðmál og röggvafeldi í þúsund ár. Annars hefðum við ekkert komist af hérna og þetta er þannig tengt frumkraftinum í okkur. Þetta er eitthvað sem við höfum lokað allt of mikið á, dálítið eins og var með torfbæina og alla þessa gömlu menningu. En þjóðin er samt mikið að vakna til vitundar um gildið sem felst í þessu handverki og þessari gömlu menningu.“Ragnheiður segir að verkin hennar séu þó engu að síður nútímaleg þrátt fyrir gamalt handbragð. „Minn innblástur kemur svolítið úr þessum gömlu aðferðum en svo nota ég það á nútímalegan hátt. Er að vefa úr plasti og alls konar efnum. Ég bý mér til þræði úr öllu. Geri margt öðruvísi en hið upprunalega handverk er samt aldrei langt frá mér. Ég ætla að vera að vinna hérna á sýningunni, svona af og til, sem er ástæðan fyrir því að ég er með þessi vefstæði á staðnum. Þannig að fólki gefst tækifæri til þess að kynnast hvernig þetta er unnið en svo auðvitað að njóta verkanna í senn.“
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira