„Ég bý mér til þræði úr öllu“ Magnús Guðmundsson skrifar 11. september 2015 10:30 Ragnheiður Björk Þórsdóttir, veflistakona á Akureyri. „Ég hef alltaf verið að vinna í vef, það er vinnuaðferð sem hefur alltaf höfðar til mín. Núna er ég að sýna afrakstur vinnu sem Bæjarlistamaður Akureyrar og þetta eru allt saman ofin textílverk. Ég er reyndar líka með pappírsverk á þessari sýningu en þau eru líka ofin,“ segir Ragnheiður Björk Þórsdóttir sem á morgun opnar í Ketilhúsi Listasafns Akureyrar sýninguna Rýmisþræðir. Sýningin stendur til 25. október og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17.En hvað er það við vefnaðinn sem heillar Ragnheiði? „Þetta er bara lífskrafturinn. Á sýningunni er ég líka að sýna gamla kljásteinavefstaðinn, gamlan indíánavefstað sem ég smíðaði og myndvefnaðarstól. Þannig að ég er svona aðeins að sýna fólki hvernig þetta er búið að fylgja mannkyninu frá örófi. Því allt frá því að við fórum að taka okkur fasta búsetu þá hefur vefstaðurinn fylgt mannkyninu. Þetta var til að mynda aðalútflutningur okkar Íslendinga, við lifðum á því að selja vaðmál og röggvafeldi í þúsund ár. Annars hefðum við ekkert komist af hérna og þetta er þannig tengt frumkraftinum í okkur. Þetta er eitthvað sem við höfum lokað allt of mikið á, dálítið eins og var með torfbæina og alla þessa gömlu menningu. En þjóðin er samt mikið að vakna til vitundar um gildið sem felst í þessu handverki og þessari gömlu menningu.“Ragnheiður segir að verkin hennar séu þó engu að síður nútímaleg þrátt fyrir gamalt handbragð. „Minn innblástur kemur svolítið úr þessum gömlu aðferðum en svo nota ég það á nútímalegan hátt. Er að vefa úr plasti og alls konar efnum. Ég bý mér til þræði úr öllu. Geri margt öðruvísi en hið upprunalega handverk er samt aldrei langt frá mér. Ég ætla að vera að vinna hérna á sýningunni, svona af og til, sem er ástæðan fyrir því að ég er með þessi vefstæði á staðnum. Þannig að fólki gefst tækifæri til þess að kynnast hvernig þetta er unnið en svo auðvitað að njóta verkanna í senn.“ Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
„Ég hef alltaf verið að vinna í vef, það er vinnuaðferð sem hefur alltaf höfðar til mín. Núna er ég að sýna afrakstur vinnu sem Bæjarlistamaður Akureyrar og þetta eru allt saman ofin textílverk. Ég er reyndar líka með pappírsverk á þessari sýningu en þau eru líka ofin,“ segir Ragnheiður Björk Þórsdóttir sem á morgun opnar í Ketilhúsi Listasafns Akureyrar sýninguna Rýmisþræðir. Sýningin stendur til 25. október og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17.En hvað er það við vefnaðinn sem heillar Ragnheiði? „Þetta er bara lífskrafturinn. Á sýningunni er ég líka að sýna gamla kljásteinavefstaðinn, gamlan indíánavefstað sem ég smíðaði og myndvefnaðarstól. Þannig að ég er svona aðeins að sýna fólki hvernig þetta er búið að fylgja mannkyninu frá örófi. Því allt frá því að við fórum að taka okkur fasta búsetu þá hefur vefstaðurinn fylgt mannkyninu. Þetta var til að mynda aðalútflutningur okkar Íslendinga, við lifðum á því að selja vaðmál og röggvafeldi í þúsund ár. Annars hefðum við ekkert komist af hérna og þetta er þannig tengt frumkraftinum í okkur. Þetta er eitthvað sem við höfum lokað allt of mikið á, dálítið eins og var með torfbæina og alla þessa gömlu menningu. En þjóðin er samt mikið að vakna til vitundar um gildið sem felst í þessu handverki og þessari gömlu menningu.“Ragnheiður segir að verkin hennar séu þó engu að síður nútímaleg þrátt fyrir gamalt handbragð. „Minn innblástur kemur svolítið úr þessum gömlu aðferðum en svo nota ég það á nútímalegan hátt. Er að vefa úr plasti og alls konar efnum. Ég bý mér til þræði úr öllu. Geri margt öðruvísi en hið upprunalega handverk er samt aldrei langt frá mér. Ég ætla að vera að vinna hérna á sýningunni, svona af og til, sem er ástæðan fyrir því að ég er með þessi vefstæði á staðnum. Þannig að fólki gefst tækifæri til þess að kynnast hvernig þetta er unnið en svo auðvitað að njóta verkanna í senn.“
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira