Kvíði er lamandi tilfinning Ásdós Ólafsdóttir og sálfræðingur Heilsustöðinni skrifa 15. september 2015 11:00 Kvíði hrjáir flesta einhvern tímann á lífsleiðinni. Við þekkjum öll til kvíða. Ég geri ráð fyrir að flest okkar hafi kviðið fyrir einhverju prófi, að fara í atvinnuviðtal eða þá til læknis svo ég nefni einhver dæmi. Það er kvíði sem við vitum ástæðuna fyrir og kvíði sem gengur yfir. Við hættum að kvíða fyrir prófinu þegar það er búið. Það getur náttúrlega verið að þá förum við að kvíða fyrir einhverju öðru en það er þá önnur saga. Kvíði getur verið allt frá því að finna fyrir smá óróleika til að upplifa kvíðakast og ofsahræðslu.Ástæður kvíða: Það eru margvíslegar og oft einstaklingsbundnar ástæður fyrir kvíða. Sumir geta þróað með sér kvíða vegna eins ákveðins atviks sem hefur gerst í lífi viðkomandi en oftast eru það fleiri atriði sem spila inn í. Oft gerir maður sér ekki grein fyrir því sjálfur hvað veldur kvíðanum. Því meiri streitu sem manneskja upplifir því hættara er við að hún þrói með sér kvíða.Ásdós Ólafsdóttir, sálfræðingur Heilsustöðinni.Líkamleg einkenni: Kvíða fylgja alltaf líkamleg einkenni. Líkaminn bregst við eins og við værum í hættu. Einkennin geta til dæmis verið hraður hjartsláttur, ör andardráttur, þurrkur í munni og skjálfti. Allt eru þetta einkenni sem auðvelda okkur að flýja eða berjast. Blóðið streymir út í útlimina og við erum tilbúin að taka á sprett. Við erum í aðstöðu sem við viljum ekki vera í og líkaminn gerir allt til að komast úr henni. Líkaminn veit ekki hvort hættan er raunveruleg eða ekki. Þegar verst er geta einkennin verið svo slæm að maður heldur að maður sé að deyja. Þetta getur valdið því að maður fer að verða hræddur við sjálf einkennin eins og hraðan hjartslátt. Þá getur það verið nytsamlegt að gera sér grein fyrir að einkennin eru kvíðakast og vitneskjan um að maður getur ekki dáið úr kvíða þó að líðanin segi eitthvað annað. Oft er best að einbeita sér að því að róa andardráttinn og jafna sig smám saman.Hugsun og hegðun: Kvíði hefur áhrif á hvernig við hugsum og hvað við gerum. Hann veldur því að við miklum hlutina fyrir okkur og hann getur farið að stjórna því hvernig við högum okkur. Dæmi um þetta er þegar við förum að forðast ákveðnar aðstæður t.d. hættum að fara á mannamót. Annað dæmi getur verið þegar við erum stöðugt á fullu og eigum erfitt með að gefa okkur rólega stund. Áhyggjur geta leitt til kvíða og oft eru það hugsanir um mögulega hættu sem endurtaka sig í sífellu. Hræðslan við hvað gæti gerst ef.... Stundum gera kvíðaköstin ekki boð á undan sér en oft er maður búinn að búa við mikla streitu í langan tíma áður en þau koma. Kvíði getur líka þróast smám saman og oft er maður búinn að hafa áhyggjur lengi áður en maður fer að upplifa meira eða minna stöðugan kvíða. Títt hellast áhyggjurnar yfir mann þegar maður er að fara að sofa og sumir vakna á nóttunni og geta ekki sofið fyrir áhyggjum. Þá er gott ráð að hafa pappír og penna á náttborðinu og skrifa niður stikkorð um hvað áhyggjurnar snúast. Síðan gerir maður samning við sjálfan sig og ákveður tíma næsta dag þar sem maður tekur frá 10-20 mínútur til að hugsa um áhyggjuefnið. Þetta verður að vera alvöru samningur þar sem maður veit af lausum tíma daginn eftir. Þetta hefur reynst mörgum vel, það hjálpar að skrifa stikkorðin því þá veit maður að hlutirnir gleymast ekki og maður veit að það er hvort sem er lítið hægt að gera um miðja nótt annað en að sofa. Áhyggjurnar verða oft minni í dagsljósi og maður á auðveldara með að koma auga á lausnir á vandamálunum. Ekkert okkar lifir áhyggjulausu lífi og það er kannski heldur ekkert eftirsóknarvert að vera alveg laus við áhyggjur því þær geta fengið okkur til að hugsa fram á við og planleggja. Kvíða held ég aftur á móti að maður geti ekki notað til neins. Líkami og sál eru svo samtvinnuð að við getum reynt að fyrirbyggja kvíða með því að vera góð við okkur sjálf.Það er mikilvægt:Að reyna að minnka streituna í daglegu lífiAð hreyfa okkurAð borða reglulegaAð fá almennilegan svefn Heilsa Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Við þekkjum öll til kvíða. Ég geri ráð fyrir að flest okkar hafi kviðið fyrir einhverju prófi, að fara í atvinnuviðtal eða þá til læknis svo ég nefni einhver dæmi. Það er kvíði sem við vitum ástæðuna fyrir og kvíði sem gengur yfir. Við hættum að kvíða fyrir prófinu þegar það er búið. Það getur náttúrlega verið að þá förum við að kvíða fyrir einhverju öðru en það er þá önnur saga. Kvíði getur verið allt frá því að finna fyrir smá óróleika til að upplifa kvíðakast og ofsahræðslu.Ástæður kvíða: Það eru margvíslegar og oft einstaklingsbundnar ástæður fyrir kvíða. Sumir geta þróað með sér kvíða vegna eins ákveðins atviks sem hefur gerst í lífi viðkomandi en oftast eru það fleiri atriði sem spila inn í. Oft gerir maður sér ekki grein fyrir því sjálfur hvað veldur kvíðanum. Því meiri streitu sem manneskja upplifir því hættara er við að hún þrói með sér kvíða.Ásdós Ólafsdóttir, sálfræðingur Heilsustöðinni.Líkamleg einkenni: Kvíða fylgja alltaf líkamleg einkenni. Líkaminn bregst við eins og við værum í hættu. Einkennin geta til dæmis verið hraður hjartsláttur, ör andardráttur, þurrkur í munni og skjálfti. Allt eru þetta einkenni sem auðvelda okkur að flýja eða berjast. Blóðið streymir út í útlimina og við erum tilbúin að taka á sprett. Við erum í aðstöðu sem við viljum ekki vera í og líkaminn gerir allt til að komast úr henni. Líkaminn veit ekki hvort hættan er raunveruleg eða ekki. Þegar verst er geta einkennin verið svo slæm að maður heldur að maður sé að deyja. Þetta getur valdið því að maður fer að verða hræddur við sjálf einkennin eins og hraðan hjartslátt. Þá getur það verið nytsamlegt að gera sér grein fyrir að einkennin eru kvíðakast og vitneskjan um að maður getur ekki dáið úr kvíða þó að líðanin segi eitthvað annað. Oft er best að einbeita sér að því að róa andardráttinn og jafna sig smám saman.Hugsun og hegðun: Kvíði hefur áhrif á hvernig við hugsum og hvað við gerum. Hann veldur því að við miklum hlutina fyrir okkur og hann getur farið að stjórna því hvernig við högum okkur. Dæmi um þetta er þegar við förum að forðast ákveðnar aðstæður t.d. hættum að fara á mannamót. Annað dæmi getur verið þegar við erum stöðugt á fullu og eigum erfitt með að gefa okkur rólega stund. Áhyggjur geta leitt til kvíða og oft eru það hugsanir um mögulega hættu sem endurtaka sig í sífellu. Hræðslan við hvað gæti gerst ef.... Stundum gera kvíðaköstin ekki boð á undan sér en oft er maður búinn að búa við mikla streitu í langan tíma áður en þau koma. Kvíði getur líka þróast smám saman og oft er maður búinn að hafa áhyggjur lengi áður en maður fer að upplifa meira eða minna stöðugan kvíða. Títt hellast áhyggjurnar yfir mann þegar maður er að fara að sofa og sumir vakna á nóttunni og geta ekki sofið fyrir áhyggjum. Þá er gott ráð að hafa pappír og penna á náttborðinu og skrifa niður stikkorð um hvað áhyggjurnar snúast. Síðan gerir maður samning við sjálfan sig og ákveður tíma næsta dag þar sem maður tekur frá 10-20 mínútur til að hugsa um áhyggjuefnið. Þetta verður að vera alvöru samningur þar sem maður veit af lausum tíma daginn eftir. Þetta hefur reynst mörgum vel, það hjálpar að skrifa stikkorðin því þá veit maður að hlutirnir gleymast ekki og maður veit að það er hvort sem er lítið hægt að gera um miðja nótt annað en að sofa. Áhyggjurnar verða oft minni í dagsljósi og maður á auðveldara með að koma auga á lausnir á vandamálunum. Ekkert okkar lifir áhyggjulausu lífi og það er kannski heldur ekkert eftirsóknarvert að vera alveg laus við áhyggjur því þær geta fengið okkur til að hugsa fram á við og planleggja. Kvíða held ég aftur á móti að maður geti ekki notað til neins. Líkami og sál eru svo samtvinnuð að við getum reynt að fyrirbyggja kvíða með því að vera góð við okkur sjálf.Það er mikilvægt:Að reyna að minnka streituna í daglegu lífiAð hreyfa okkurAð borða reglulegaAð fá almennilegan svefn
Heilsa Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira