Að kveikja á kynlífi Sigga Dögg og kynfræðingur skrifa 11. september 2015 11:00 Þið skapið stemmninguna sjálft með hvort öðru visir/getty Við leggjumst upp í rúm eftir langan dag, krakkarnir sofnaðir (í sínu rúmi!) og við andvörpum. „Ertu þreytt?“ segir hann og horfir á mig næstum gleypa hann í stóru geyspi. Ég tek utan um hann, kyssi hann blíðlega, klíp aðeins í typpið hans, nudda smá punginn og býð honum góða nótt. Segir mér hugur að þetta séu dæmigerðar samræður víða um heim. Par leggst dauðþreytt til hvílu en spurningin hangir í loftinu, er stuð fyrir smá kelerí? Eða kannski ekki kelerí, kynlíf, jafnvel samfarir. Hér nefnilega getur fólk lent í skilgreiningarflækju. "Æ nei, ekki núna ég ætla bara að fara sofa„ er sagt og svo rúllað sér yfir á aðra hliðina, frá bólfélaganum, og sængin dregin þétt upp á höku og augum lokað, eða ekki. Þetta nei getur þýtt svo margt en til að styggja ekki, eða kannski frekar, til að vekja ekki löngun sem ekki er nenna til að klára þá er auðveldara að segja bara nei og fara að sofa.„Æ ekki núna, ég nenni ekki“ Okkur hefur verið kennt að byrja ekki á neinu sem við sjáum ekki fyrir okkur að klára. Ekki strjúka nema þú ætlir alla leið í fullnæginguna. Annars ertu bara með leiðindi, nú eða ennþá verra, þín bíður skylda að ljúka höfnu verki. Þetta finnst mér leiðinlegur skilningur á hvernig megi rækta nánd á þessum örfáu þreyttu mínútum í lok dags. Bara það að sýna hvort öðru innilega ást með strokum og kossum þarf ekki að þýða að nú séu samfarir eftir fimm mínútur. Svo allir viðstaddir séu með það á hreinu þá má bara taka það fram. „Ástin mín, mig langar aðeins að knúsast en ég er mjög þreytt/-ur“ og svo má láta höndina renna eftir bakinu, jafnvel klípa smá í rassinn, og upp eftir innanverðu lærinu. Þú berð ekki ábyrgð á fullnægingu bólfélagans eða örvun. Það er allt í lagi að örvast kynferðislega og sofna útfrá því. Það þarf ekki allt að enda í fullnægingu og þetta felur ekki í sér neina sérstaka stríðni, þetta er bara innilega snerting sem aðeins þið eigið og með því að strjúka hvort öðru þá tengist þið. Það er þessi nánd. Með lítilli innilegri snertingu er lagður grunnur að nánd sem dregur fólk að hvort öðru. Þannig skapar þú stemmingu fyrir kynlíf seinna meir, helst með tilheyrandi unaði fyrir alla viðstadda.Ekki strjúka kynfærin!Hver og einn hefur sínar reglur um sinn líkama en það getur verið mjög frelsandi að mega strjúka kynfærum varlega án þess að það þurfi að leiða eitthvert annað en inn í draumalandi. Geturu ímyndað þér hversu huggulegt það er að sofna með aðra hönd á dúnmjúku brjósti eða jafnvel utan um pung eða lim? Stór liður í að fá pör til að endurstilla sig í kynlífi byggir einmitt á þessum innilegu strokum án kynferðislegra merkinga, svokölluð focus sensate meðferð þróuð af Masters og Johnson. Þar er fyrst lögð áhersla á strokur utan kynfæra og kannski þurfi þið það á meðan þið eruð að venjast slíkum strokum og leyfa ykkur að slaka á og njóta þeirra. Það þarf því ekki alltaf kertaljós og kósí tónlist til að skapa stemminguna. Þið skapið stemminguna sjálf með hvort öðru og þegar innilegar strokur verða hluti af ykkar snertingu við hvort annað þá fer það að hafa áhrif á hvernig þið talið við hvort annað og um hvort annað. Prófaðu bara. Heilsa Tengdar fréttir Fullnæging í ræktinni Hér er komin hvatinn fyrir ræktinni sem þú hefur leitað að 9. september 2015 11:00 Hvað ef mig langar ekkert til að stunda kynlíf ? Er raunverulega til pilla sem gerir konur graðar og ef svo er mun þær þá langa í kynlíf eða verður kynlífið betra? 28. ágúst 2015 14:00 Listin að hitta í rétt gat Hefur þú ruglast á gati nú eða lent í því að bólfélagi ruglist á gati? Er það yfirhöfuð hægt? 3. september 2015 13:30 Greddupilla fyrir konur? Fyrst var það blá pillan fyrir typpin að rísa en nú er það bleika pillann fyrir...snípinn að stækka? 26. ágúst 2015 11:00 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Við leggjumst upp í rúm eftir langan dag, krakkarnir sofnaðir (í sínu rúmi!) og við andvörpum. „Ertu þreytt?“ segir hann og horfir á mig næstum gleypa hann í stóru geyspi. Ég tek utan um hann, kyssi hann blíðlega, klíp aðeins í typpið hans, nudda smá punginn og býð honum góða nótt. Segir mér hugur að þetta séu dæmigerðar samræður víða um heim. Par leggst dauðþreytt til hvílu en spurningin hangir í loftinu, er stuð fyrir smá kelerí? Eða kannski ekki kelerí, kynlíf, jafnvel samfarir. Hér nefnilega getur fólk lent í skilgreiningarflækju. "Æ nei, ekki núna ég ætla bara að fara sofa„ er sagt og svo rúllað sér yfir á aðra hliðina, frá bólfélaganum, og sængin dregin þétt upp á höku og augum lokað, eða ekki. Þetta nei getur þýtt svo margt en til að styggja ekki, eða kannski frekar, til að vekja ekki löngun sem ekki er nenna til að klára þá er auðveldara að segja bara nei og fara að sofa.„Æ ekki núna, ég nenni ekki“ Okkur hefur verið kennt að byrja ekki á neinu sem við sjáum ekki fyrir okkur að klára. Ekki strjúka nema þú ætlir alla leið í fullnæginguna. Annars ertu bara með leiðindi, nú eða ennþá verra, þín bíður skylda að ljúka höfnu verki. Þetta finnst mér leiðinlegur skilningur á hvernig megi rækta nánd á þessum örfáu þreyttu mínútum í lok dags. Bara það að sýna hvort öðru innilega ást með strokum og kossum þarf ekki að þýða að nú séu samfarir eftir fimm mínútur. Svo allir viðstaddir séu með það á hreinu þá má bara taka það fram. „Ástin mín, mig langar aðeins að knúsast en ég er mjög þreytt/-ur“ og svo má láta höndina renna eftir bakinu, jafnvel klípa smá í rassinn, og upp eftir innanverðu lærinu. Þú berð ekki ábyrgð á fullnægingu bólfélagans eða örvun. Það er allt í lagi að örvast kynferðislega og sofna útfrá því. Það þarf ekki allt að enda í fullnægingu og þetta felur ekki í sér neina sérstaka stríðni, þetta er bara innilega snerting sem aðeins þið eigið og með því að strjúka hvort öðru þá tengist þið. Það er þessi nánd. Með lítilli innilegri snertingu er lagður grunnur að nánd sem dregur fólk að hvort öðru. Þannig skapar þú stemmingu fyrir kynlíf seinna meir, helst með tilheyrandi unaði fyrir alla viðstadda.Ekki strjúka kynfærin!Hver og einn hefur sínar reglur um sinn líkama en það getur verið mjög frelsandi að mega strjúka kynfærum varlega án þess að það þurfi að leiða eitthvert annað en inn í draumalandi. Geturu ímyndað þér hversu huggulegt það er að sofna með aðra hönd á dúnmjúku brjósti eða jafnvel utan um pung eða lim? Stór liður í að fá pör til að endurstilla sig í kynlífi byggir einmitt á þessum innilegu strokum án kynferðislegra merkinga, svokölluð focus sensate meðferð þróuð af Masters og Johnson. Þar er fyrst lögð áhersla á strokur utan kynfæra og kannski þurfi þið það á meðan þið eruð að venjast slíkum strokum og leyfa ykkur að slaka á og njóta þeirra. Það þarf því ekki alltaf kertaljós og kósí tónlist til að skapa stemminguna. Þið skapið stemminguna sjálf með hvort öðru og þegar innilegar strokur verða hluti af ykkar snertingu við hvort annað þá fer það að hafa áhrif á hvernig þið talið við hvort annað og um hvort annað. Prófaðu bara.
Heilsa Tengdar fréttir Fullnæging í ræktinni Hér er komin hvatinn fyrir ræktinni sem þú hefur leitað að 9. september 2015 11:00 Hvað ef mig langar ekkert til að stunda kynlíf ? Er raunverulega til pilla sem gerir konur graðar og ef svo er mun þær þá langa í kynlíf eða verður kynlífið betra? 28. ágúst 2015 14:00 Listin að hitta í rétt gat Hefur þú ruglast á gati nú eða lent í því að bólfélagi ruglist á gati? Er það yfirhöfuð hægt? 3. september 2015 13:30 Greddupilla fyrir konur? Fyrst var það blá pillan fyrir typpin að rísa en nú er það bleika pillann fyrir...snípinn að stækka? 26. ágúst 2015 11:00 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Fullnæging í ræktinni Hér er komin hvatinn fyrir ræktinni sem þú hefur leitað að 9. september 2015 11:00
Hvað ef mig langar ekkert til að stunda kynlíf ? Er raunverulega til pilla sem gerir konur graðar og ef svo er mun þær þá langa í kynlíf eða verður kynlífið betra? 28. ágúst 2015 14:00
Listin að hitta í rétt gat Hefur þú ruglast á gati nú eða lent í því að bólfélagi ruglist á gati? Er það yfirhöfuð hægt? 3. september 2015 13:30
Greddupilla fyrir konur? Fyrst var það blá pillan fyrir typpin að rísa en nú er það bleika pillann fyrir...snípinn að stækka? 26. ágúst 2015 11:00