Góðmennska er næringarefni sálarinnar Rikka skrifar 14. september 2015 09:00 Undanfarnar vikur hef ég verið að vinna að þáttunum mínum Hjálparhönd sem sýndir eru á Stöð 2. Þar fá áhorfendur að kynnast þeim sem gefa tíma sinn til hjálpar öðrum á einhvern hátt. Laun þeirra sem eru sjálfboðaliðar eru ekki mæld í krónum og aurum heldur kærleiksríkum tilfinningum. Það er hverjum manni hollt að hjálpa náunganum og leggja sín lóð á vogarskálarnar og búast ekki við neinu til baka nema ánægjunni einni saman. Það kom mér svo sem ekki á óvart að það fólk sem ég hef kynnst á þessu ferðalagi eigi það sameiginlegt að vera með stórt hjarta og sé innst inni að fylgja ákveðinni köllun í lífinu. Það er gefandi að fá að kynnast slíkum einstaklingum, það er nefnilega ákveðinn kraftur í góðmennskunni. Þú safnar ekki einungis karmastigum með því að koma vel fram við fólk heldur er það beinlínis hollt fyrir líkama og sál. Góðmennsku mætti á vissan hátt hreinlega líkja við lífsnauðsynlegt næringarefni fyrir hug og hjarta. Öll getum við unnið að því að vera betri við hvert annað og liggur þá beinast við að byrja á okkur sjálfum.Hvernig bregstu við?Þú og enginn annar stjórnar því hvernig þú bregst við orðum og hegðun annarra, þú ræður því hvort þú takir því persónulega eða látir eins og vind um eyru þjóta og látir ekkert raska þinni stóísku ró. Streita hefur mikil áhrif á líf okkar og hvernig við komum fram við aðra. Séu einstaklingar undir miklu álagi getur það komið fram í hvössum orðasamskiptum og niðurrífandi gagnrýni. Það er enginn nema þú sem hefur stjórn á þínum huga og getur vanið hann á að velja frekar jákvæðar og uppbyggilegar hugsanir. Þegar þú lendir í stöðu þar sem þér finnst þú gjörsamlega vera að tapa þér, andaðu þá að þér og reyndu að einbeita þér að einhverju sem fær þig til að líða vel. Það tekur tíma að venja hug og líkama við nýjar venjur. Gefðu þér að minnsta kosti mánuð til þess að breyta hugarfarinu.Opnum augun Góðmennska getur verið vandmeðfarin því stór munur er á því að vera góður við einhvern af því að þú vorkennir viðkomandi eða af því að þú lítur á einstaklinginn sem jafninga og langar hreinlega til að vera góður af því að það fær lífið til þess að verða einfaldlega skemmtilegra. Hrein góðmennska felst líklega í því að ætlast ekki til neins til baka því engan verðmiða er hægt að setja á tilfinningar en verðlaunin eru augljós.Gefum okkur tíma til þess að opna augun og líta í kringum okkur, er einhvern þér nákominn sem vantar hjálp eða geturðu gefið hluta af tíma þínum til hjálpar ókunnugum? Heilsa Tengdar fréttir Mamma, ég borða ekki blóm Hver kannast ekki við að reyna að neyða grænmeti ofan í barnið sitt sem situr með samanbitnar varir og harðneitar að opna munninn? Upp í munn skal grænmetið, sérstaklega með þessum ráðum. 4. september 2015 14:00 Gleði og jákvæðni er góður valkostur Hvernig stendur á því að sumir eru alltaf glaðir og jákvæðir? Borða þeir eitthvað annað en við hin eða er þeim þetta meðfætt? Getur neikvæður einstaklingur vanið sig á það að vera jákvæður? 10. ágúst 2015 14:00 Það er í lagi að vera leiður Það þurfa ekki allir dagar að vera skemmtilegir en það er þó alltaf hægt að gera daginn örlítið skemmtilegri. Hér er Rikka með nokkur góð ráð til að gera daginn betri. 17. ágúst 2015 14:00 Hugaðu að heilanum Með því að læra nýja færni og auka þroska eykst virkni tauga í heilanum, við verðum þar af leiðandi örlítið greindari en áður 31. ágúst 2015 14:00 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Undanfarnar vikur hef ég verið að vinna að þáttunum mínum Hjálparhönd sem sýndir eru á Stöð 2. Þar fá áhorfendur að kynnast þeim sem gefa tíma sinn til hjálpar öðrum á einhvern hátt. Laun þeirra sem eru sjálfboðaliðar eru ekki mæld í krónum og aurum heldur kærleiksríkum tilfinningum. Það er hverjum manni hollt að hjálpa náunganum og leggja sín lóð á vogarskálarnar og búast ekki við neinu til baka nema ánægjunni einni saman. Það kom mér svo sem ekki á óvart að það fólk sem ég hef kynnst á þessu ferðalagi eigi það sameiginlegt að vera með stórt hjarta og sé innst inni að fylgja ákveðinni köllun í lífinu. Það er gefandi að fá að kynnast slíkum einstaklingum, það er nefnilega ákveðinn kraftur í góðmennskunni. Þú safnar ekki einungis karmastigum með því að koma vel fram við fólk heldur er það beinlínis hollt fyrir líkama og sál. Góðmennsku mætti á vissan hátt hreinlega líkja við lífsnauðsynlegt næringarefni fyrir hug og hjarta. Öll getum við unnið að því að vera betri við hvert annað og liggur þá beinast við að byrja á okkur sjálfum.Hvernig bregstu við?Þú og enginn annar stjórnar því hvernig þú bregst við orðum og hegðun annarra, þú ræður því hvort þú takir því persónulega eða látir eins og vind um eyru þjóta og látir ekkert raska þinni stóísku ró. Streita hefur mikil áhrif á líf okkar og hvernig við komum fram við aðra. Séu einstaklingar undir miklu álagi getur það komið fram í hvössum orðasamskiptum og niðurrífandi gagnrýni. Það er enginn nema þú sem hefur stjórn á þínum huga og getur vanið hann á að velja frekar jákvæðar og uppbyggilegar hugsanir. Þegar þú lendir í stöðu þar sem þér finnst þú gjörsamlega vera að tapa þér, andaðu þá að þér og reyndu að einbeita þér að einhverju sem fær þig til að líða vel. Það tekur tíma að venja hug og líkama við nýjar venjur. Gefðu þér að minnsta kosti mánuð til þess að breyta hugarfarinu.Opnum augun Góðmennska getur verið vandmeðfarin því stór munur er á því að vera góður við einhvern af því að þú vorkennir viðkomandi eða af því að þú lítur á einstaklinginn sem jafninga og langar hreinlega til að vera góður af því að það fær lífið til þess að verða einfaldlega skemmtilegra. Hrein góðmennska felst líklega í því að ætlast ekki til neins til baka því engan verðmiða er hægt að setja á tilfinningar en verðlaunin eru augljós.Gefum okkur tíma til þess að opna augun og líta í kringum okkur, er einhvern þér nákominn sem vantar hjálp eða geturðu gefið hluta af tíma þínum til hjálpar ókunnugum?
Heilsa Tengdar fréttir Mamma, ég borða ekki blóm Hver kannast ekki við að reyna að neyða grænmeti ofan í barnið sitt sem situr með samanbitnar varir og harðneitar að opna munninn? Upp í munn skal grænmetið, sérstaklega með þessum ráðum. 4. september 2015 14:00 Gleði og jákvæðni er góður valkostur Hvernig stendur á því að sumir eru alltaf glaðir og jákvæðir? Borða þeir eitthvað annað en við hin eða er þeim þetta meðfætt? Getur neikvæður einstaklingur vanið sig á það að vera jákvæður? 10. ágúst 2015 14:00 Það er í lagi að vera leiður Það þurfa ekki allir dagar að vera skemmtilegir en það er þó alltaf hægt að gera daginn örlítið skemmtilegri. Hér er Rikka með nokkur góð ráð til að gera daginn betri. 17. ágúst 2015 14:00 Hugaðu að heilanum Með því að læra nýja færni og auka þroska eykst virkni tauga í heilanum, við verðum þar af leiðandi örlítið greindari en áður 31. ágúst 2015 14:00 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Mamma, ég borða ekki blóm Hver kannast ekki við að reyna að neyða grænmeti ofan í barnið sitt sem situr með samanbitnar varir og harðneitar að opna munninn? Upp í munn skal grænmetið, sérstaklega með þessum ráðum. 4. september 2015 14:00
Gleði og jákvæðni er góður valkostur Hvernig stendur á því að sumir eru alltaf glaðir og jákvæðir? Borða þeir eitthvað annað en við hin eða er þeim þetta meðfætt? Getur neikvæður einstaklingur vanið sig á það að vera jákvæður? 10. ágúst 2015 14:00
Það er í lagi að vera leiður Það þurfa ekki allir dagar að vera skemmtilegir en það er þó alltaf hægt að gera daginn örlítið skemmtilegri. Hér er Rikka með nokkur góð ráð til að gera daginn betri. 17. ágúst 2015 14:00
Hugaðu að heilanum Með því að læra nýja færni og auka þroska eykst virkni tauga í heilanum, við verðum þar af leiðandi örlítið greindari en áður 31. ágúst 2015 14:00