Viðskipti erlent

Axel Springer eignast Business Insider

Sæunn Gísladóttir skrifar
Mathias Doepfner er framkvæmdastjóri Axel Springer.
Mathias Doepfner er framkvæmdastjóri Axel Springer. Vísir/EPA
Þýska fjölmiðlafyrirtækið Axel Springer SE hefur keypt ráðandi hlut í Business Insider fyrir 343 milljónir dollara. Með kaupunum hyggst fyrirtækið bæta við sig enskumælandi fréttaveitum, en það reyndi áður an eignast Financial Times fyrir tveimur mánuðum síðan.

Í dag tilkynnti fyrirtækið að það væri að kaupa 88% hlut í vefmiðlinum, og mun því eiga 97% hlut í honum. Stofnandi Amazon, Jeff Bezos mun eiga 3% eftirstandandi hlutinn. 

Business Insider var stofnað árið 2007 af Wall Street greiningaraðilanum Henry Blodget. Á síðuna koma 76 milljónir gesta mánaðarlega. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×