Næsta kynslóð Volvo S60 smíðuð í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2015 10:52 Volvo S60. Volvo er sænskur bílaframleiðandi sem er í eigu kínverska bílaframleiðandans Geely, en næsta kynslóð Volvo S60 verður smíðaður í S-Karolínufylki. Þar er Volvo að reisa verksmiðju sem mun geta framleitt 100.000 bíla á ári og verður öll heimsframleiðsla Volvo S60 bílsins smíðuð þar og hvergi annarsstaðar. Verksmiðjan verður tilbúin árið 2018 og fyrstu S60 bílarnir munu streyma frá verksmiðjunni það ár, en einnig aðrar bílgerðir Volvo fyrir Bandaríkjamarkað. Í verksmiðjunni munu starfa 2.000 manns við ræsingu hennar en starfsmannafjöldinn mun síðar ná 4.000 með tímanum. Afleidd störf ásamt starfmannafjöldanum í verksmiðjunni mun telja 8.000 manns þegar verksmiðjan verður komin í full afköst. Með þessari nýju verksmiðju Volvo í Bandaríkjunum ætlar fyrirtækið að hasla sér frekari völl vestanhafs og komast nær þessum stóra bílamarkaði sem þar er. Sala bíla er þar með miklum blóma og kaupendur þar eru móttækilegir fyrir lúxusbílum, en Volvo bílar falla einmitt undir þá skilgreiningu. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent
Volvo er sænskur bílaframleiðandi sem er í eigu kínverska bílaframleiðandans Geely, en næsta kynslóð Volvo S60 verður smíðaður í S-Karolínufylki. Þar er Volvo að reisa verksmiðju sem mun geta framleitt 100.000 bíla á ári og verður öll heimsframleiðsla Volvo S60 bílsins smíðuð þar og hvergi annarsstaðar. Verksmiðjan verður tilbúin árið 2018 og fyrstu S60 bílarnir munu streyma frá verksmiðjunni það ár, en einnig aðrar bílgerðir Volvo fyrir Bandaríkjamarkað. Í verksmiðjunni munu starfa 2.000 manns við ræsingu hennar en starfsmannafjöldinn mun síðar ná 4.000 með tímanum. Afleidd störf ásamt starfmannafjöldanum í verksmiðjunni mun telja 8.000 manns þegar verksmiðjan verður komin í full afköst. Með þessari nýju verksmiðju Volvo í Bandaríkjunum ætlar fyrirtækið að hasla sér frekari völl vestanhafs og komast nær þessum stóra bílamarkaði sem þar er. Sala bíla er þar með miklum blóma og kaupendur þar eru móttækilegir fyrir lúxusbílum, en Volvo bílar falla einmitt undir þá skilgreiningu.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent