Skoda Octavia RS fær fjórhjóladrif Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2015 10:17 Skoda Octavia RS. Einn vinsælasti bíll síðari ára á Íslandi, Skoda Octavia, fæst einnig í kraftaútfærslu og ber þá stafina RS í endann. Octavia RS fæst bæði sem langbakur og stallbakur, bæði með bensínvél og dísilvél og bæði beinskiptur og með DSG sjálfskiptingu. Nú bætist þó einn kosturinn við, hann mun einnig fást fjórhjóladrifinn. Bensínvélin í Octavia RS er 230 hestafla fjögurra strokka vél með forþjöppu en dísilvélin er 184 hestafla og með 380 Nm tog. Þó svo bensínvélin sé öflugri en dísilvélin er hún spræk og kemur bílnum í 100 km hraða á 7,6 sekúndum og hámarkshraðinn er 228 km/klst. Þó svo Skoda Octavia RS sé ekki algengur bíll á götunum hérlendis hefur Skoda selt 58.000 slíka bíla af núverandi kynslóð bílsins sem kom fyrst á markað árið 2013. Alls hefur Skoda selt 165.000 Octavia RS bíla, frá fyrstu kynslóð hans árið 2000 og til dagsins í dag. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent
Einn vinsælasti bíll síðari ára á Íslandi, Skoda Octavia, fæst einnig í kraftaútfærslu og ber þá stafina RS í endann. Octavia RS fæst bæði sem langbakur og stallbakur, bæði með bensínvél og dísilvél og bæði beinskiptur og með DSG sjálfskiptingu. Nú bætist þó einn kosturinn við, hann mun einnig fást fjórhjóladrifinn. Bensínvélin í Octavia RS er 230 hestafla fjögurra strokka vél með forþjöppu en dísilvélin er 184 hestafla og með 380 Nm tog. Þó svo bensínvélin sé öflugri en dísilvélin er hún spræk og kemur bílnum í 100 km hraða á 7,6 sekúndum og hámarkshraðinn er 228 km/klst. Þó svo Skoda Octavia RS sé ekki algengur bíll á götunum hérlendis hefur Skoda selt 58.000 slíka bíla af núverandi kynslóð bílsins sem kom fyrst á markað árið 2013. Alls hefur Skoda selt 165.000 Octavia RS bíla, frá fyrstu kynslóð hans árið 2000 og til dagsins í dag.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent