Ljóðabók, leikrit og sjónvarpsþáttur á leiðinni Kjartan Atli Kjartansson skrifar 29. september 2015 09:00 Það er nóg um að vera hjá Dóra sem er nú búsettur á Akureyri. Ég er svo stoltur af þessari bók. Hún er ákveðið uppgjör við tilfinningar og karlmennsku,“ segir Halldór Halldórsson, einnig þekktur sem Dóri DNA, um ljóðabók eftir hann sem kemur út í vikunni. Bókin ber titilinn Hugmyndir að andvirði 100 milljónir og segir Dóri hana skiptast í langa prósa „og svo bara beinharðar hugmyndir. Ljóð fyrir mér eru hugmyndir og ég á nóg af þeim. Ég reyni að gera upp tilfinningar, eins og þær sem tengjast karlmennsku. Það hefur oft verið sagt að karlmennskan sé dauð, en samt blundar í okkur stolt og hefnigirni. Ljóðin koma mörg upp úr langrækni og andlegri pattstöðu. Þetta er í fyrsta skiptið sem mér finnst ég geta sagt með sanni: Þetta er mín rödd. Svona tala ég.“Hvar liggja mörk gríns? Dóri er nú búsettur á Akureyri, þar sem hann setur upp leikrit ásamt Sögu Garðarsdóttur, fyrir Menningarfélag Akureyrar. Titill leikritsins er Þetta er grín án djóks en er einnig kallað Je Suis Brynjar Níelsson og fjallar um tvo grínista sem þau Dóri og Saga leika. „Þau eru kærustupar og eru stanslaust að pæla í gríni og bröndurum, hvað má segja og hvað ekki. Svo kemur stórt gigg upp á milli þeirra, þar sem hann er afbókaður en hún er bókuð. Þau lenda í ýmsum ævintýrum og þurfa meðal annars að takast á við brandaralögguna. Leikritið fjallar um hvar mörkin liggja í gríni. Auðunn Blöndal þurfti að biðjast afsökunar á nauðgunarbrandara ekki alls fyrir löngu. Stuttu seinna sögðu Tina Fey og Amy Poehler nánast sama brandara og voru lofaðar mikið. Það er ekki þannig að það megi segja allt.“Ljóðabók, Dóri DNA, Halldór Halldórsson, Hugmyndir: Andvirði hundrað milljónirHandboltadrama Ofan á ljóðabókina og leikritið bætist svo handritsgerð að sjónvarpsþáttum. Dóri og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson eru með þátt á teikniborðinu. „Þetta er allt í miklum startholum. Við Hafsteinn erum að byggja ofan á gamla hugmynd sem við Bergur Ebbi áttum. Upphaflega áttu þættirnir að verða grínþættir, svona handboltagrín. En nú verður þetta dramasería sem fjallar um gamla handboltahetju, kvennahandbolta og íslenskt samfélag. Zik Zak er í þessu með okkur og við erum að vonast til þess að geta fengið kvikmyndasjóð og einhverja sjónvarpsstöð með okkur í þetta.“Fleiri tímar í sólarhringnum Dóri fluttist til Akureyrar með fjölskyldu sinni; eiginkonu sinni Magneu Guðmundsdóttur, dóttur sinni Guðnýju og svo flýgur Kári sonur hans á milli höfuðborgarinnar og höfuðstaðar Norðurlands. „Lífið hérna er yndislegt. Maður hefur heyrt þessa klisju, að hér séu fleiri klukkutímar í sólarhringnum. Þessi klisja er sönn. Tempóið hérna er allt annað. Fyrst kom maður með sinn reykvíska hamagang, alveg að fá kransæðastíflu. En svo lærir maður inn á lífið hérna og maður er örugglega fókusaðri.“ Eins og þeir sem fylgja Dóra á Twitter vita hefur kappinn verið í mikilli líkamlegri þjálfun undanfarna mánuði og hefur tekið mataræðið í gegn. Hann segir kannski helsta gallann við Akureyri vera freistingarnar í matnum. „Hér setja menn bernaise-sósu á allt. Ég þarf að berjast við freistingar franskra og bernaise alla daga frá tólf til tólf,“ segir hann og skellir upp úr.Hvetur fólk til að koma norður Þrátt fyrir að fjölskyldan sé ánægð fyrir norðan segir Dóri það ekki planið að setjast þar að. „Nei, ég hugsa að við munum ekki festast hérna. En við munum örugglega koma hingað aftur.“ Dóri lofar Jón Pál Eyjólfsson, leikhússtjóra Menningarfélags Akureyrar. „Mér líst mjög vel á hugmyndir hans og vil endilega vinna með honum aftur. Ég held að mikið gott eigi eftir að gerast í leiklist á Akureyri á næstu misserum.“ Leikritið verður frumsýnt 22. október næstkomandi. „Sýningar verða í Hofi. Þetta er frábær salur og kjörið fyrir fólk að koma í heimsókn norður. Kíkja á leikrit og fá sér bernaise-sósu.“ Ljóðabókin Hugmyndir að andvirði 100 milljónir kemur út á fimmtudaginn og er gefin út af Bjarti bókaforlagi. Efnt verður til upplestrar og útgáfuhófs að Laugavegi 77 á útgáfudag. Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ég er svo stoltur af þessari bók. Hún er ákveðið uppgjör við tilfinningar og karlmennsku,“ segir Halldór Halldórsson, einnig þekktur sem Dóri DNA, um ljóðabók eftir hann sem kemur út í vikunni. Bókin ber titilinn Hugmyndir að andvirði 100 milljónir og segir Dóri hana skiptast í langa prósa „og svo bara beinharðar hugmyndir. Ljóð fyrir mér eru hugmyndir og ég á nóg af þeim. Ég reyni að gera upp tilfinningar, eins og þær sem tengjast karlmennsku. Það hefur oft verið sagt að karlmennskan sé dauð, en samt blundar í okkur stolt og hefnigirni. Ljóðin koma mörg upp úr langrækni og andlegri pattstöðu. Þetta er í fyrsta skiptið sem mér finnst ég geta sagt með sanni: Þetta er mín rödd. Svona tala ég.“Hvar liggja mörk gríns? Dóri er nú búsettur á Akureyri, þar sem hann setur upp leikrit ásamt Sögu Garðarsdóttur, fyrir Menningarfélag Akureyrar. Titill leikritsins er Þetta er grín án djóks en er einnig kallað Je Suis Brynjar Níelsson og fjallar um tvo grínista sem þau Dóri og Saga leika. „Þau eru kærustupar og eru stanslaust að pæla í gríni og bröndurum, hvað má segja og hvað ekki. Svo kemur stórt gigg upp á milli þeirra, þar sem hann er afbókaður en hún er bókuð. Þau lenda í ýmsum ævintýrum og þurfa meðal annars að takast á við brandaralögguna. Leikritið fjallar um hvar mörkin liggja í gríni. Auðunn Blöndal þurfti að biðjast afsökunar á nauðgunarbrandara ekki alls fyrir löngu. Stuttu seinna sögðu Tina Fey og Amy Poehler nánast sama brandara og voru lofaðar mikið. Það er ekki þannig að það megi segja allt.“Ljóðabók, Dóri DNA, Halldór Halldórsson, Hugmyndir: Andvirði hundrað milljónirHandboltadrama Ofan á ljóðabókina og leikritið bætist svo handritsgerð að sjónvarpsþáttum. Dóri og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson eru með þátt á teikniborðinu. „Þetta er allt í miklum startholum. Við Hafsteinn erum að byggja ofan á gamla hugmynd sem við Bergur Ebbi áttum. Upphaflega áttu þættirnir að verða grínþættir, svona handboltagrín. En nú verður þetta dramasería sem fjallar um gamla handboltahetju, kvennahandbolta og íslenskt samfélag. Zik Zak er í þessu með okkur og við erum að vonast til þess að geta fengið kvikmyndasjóð og einhverja sjónvarpsstöð með okkur í þetta.“Fleiri tímar í sólarhringnum Dóri fluttist til Akureyrar með fjölskyldu sinni; eiginkonu sinni Magneu Guðmundsdóttur, dóttur sinni Guðnýju og svo flýgur Kári sonur hans á milli höfuðborgarinnar og höfuðstaðar Norðurlands. „Lífið hérna er yndislegt. Maður hefur heyrt þessa klisju, að hér séu fleiri klukkutímar í sólarhringnum. Þessi klisja er sönn. Tempóið hérna er allt annað. Fyrst kom maður með sinn reykvíska hamagang, alveg að fá kransæðastíflu. En svo lærir maður inn á lífið hérna og maður er örugglega fókusaðri.“ Eins og þeir sem fylgja Dóra á Twitter vita hefur kappinn verið í mikilli líkamlegri þjálfun undanfarna mánuði og hefur tekið mataræðið í gegn. Hann segir kannski helsta gallann við Akureyri vera freistingarnar í matnum. „Hér setja menn bernaise-sósu á allt. Ég þarf að berjast við freistingar franskra og bernaise alla daga frá tólf til tólf,“ segir hann og skellir upp úr.Hvetur fólk til að koma norður Þrátt fyrir að fjölskyldan sé ánægð fyrir norðan segir Dóri það ekki planið að setjast þar að. „Nei, ég hugsa að við munum ekki festast hérna. En við munum örugglega koma hingað aftur.“ Dóri lofar Jón Pál Eyjólfsson, leikhússtjóra Menningarfélags Akureyrar. „Mér líst mjög vel á hugmyndir hans og vil endilega vinna með honum aftur. Ég held að mikið gott eigi eftir að gerast í leiklist á Akureyri á næstu misserum.“ Leikritið verður frumsýnt 22. október næstkomandi. „Sýningar verða í Hofi. Þetta er frábær salur og kjörið fyrir fólk að koma í heimsókn norður. Kíkja á leikrit og fá sér bernaise-sósu.“ Ljóðabókin Hugmyndir að andvirði 100 milljónir kemur út á fimmtudaginn og er gefin út af Bjarti bókaforlagi. Efnt verður til upplestrar og útgáfuhófs að Laugavegi 77 á útgáfudag.
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira