Volkswagen hafði oft verið varað við að nota svindlhugbúnaðinn Finnur Thorlacius skrifar 28. september 2015 15:09 Ekki skorti Volkswagen viðvaranirnar. Autoblog Nú þegar Volkswagen sleikir sárin og leitar leiða til að greiða úr þeim vanda sem fylgir díslvélasvindli þeirra segja þýskir fjölmiðlar frá því að fyrirtækið hafi oftsinnis verið varað við að nota þennan svindlhugbúnað. Einn þeirra greinir frá því að árið 2011 hafi tæknimenn innan raða Volkswagen varað yfirmenn Volkswagen með skýrslu við því að nota áfram þennan búnað sem greinilega hafði þá verið í notkun í nokkurn tíma. Viðvaranir þeirra hafa þó ekki fengið hljómgrunn á þeim tíma. Engar skýringar eru á því af hverju þessar upplýsingar voru látnar eins og vind um eyru þjóta. Fyrir þennan tíma, eða árið 2007, hafði íhlutaframleiðandinn Bosch einnig varað Volkswagen við því að nota búnaðinn. Hann kom reyndar frá Bosch og var aðeins ætlaður til nota við eigin tilraunir Volkswagen en ekki til almennrar notkunar í framleiðslubílum. Ekki voru viðvaranir Bosch teknar alvarlega þá fremur en þær sem frá starfsmönnum þeirra sjálfra kom. Því virðist brotavilji Volkswagen nokkuð einbeittur. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent
Nú þegar Volkswagen sleikir sárin og leitar leiða til að greiða úr þeim vanda sem fylgir díslvélasvindli þeirra segja þýskir fjölmiðlar frá því að fyrirtækið hafi oftsinnis verið varað við að nota þennan svindlhugbúnað. Einn þeirra greinir frá því að árið 2011 hafi tæknimenn innan raða Volkswagen varað yfirmenn Volkswagen með skýrslu við því að nota áfram þennan búnað sem greinilega hafði þá verið í notkun í nokkurn tíma. Viðvaranir þeirra hafa þó ekki fengið hljómgrunn á þeim tíma. Engar skýringar eru á því af hverju þessar upplýsingar voru látnar eins og vind um eyru þjóta. Fyrir þennan tíma, eða árið 2007, hafði íhlutaframleiðandinn Bosch einnig varað Volkswagen við því að nota búnaðinn. Hann kom reyndar frá Bosch og var aðeins ætlaður til nota við eigin tilraunir Volkswagen en ekki til almennrar notkunar í framleiðslubílum. Ekki voru viðvaranir Bosch teknar alvarlega þá fremur en þær sem frá starfsmönnum þeirra sjálfra kom. Því virðist brotavilji Volkswagen nokkuð einbeittur.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent