Tónlistin úr Hróa hetti gefin út á plötu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. september 2015 23:47 Salka Sól og félagar ætla í hljóðver í næstu viku. mynd/salka sól Tónlist er stór hluti af leikritinu Í hjarta Hróa hattar sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu. Höfundar tónlistarinnar eru þau Salka Sól, Aron Steinn Ásbjarnarson og Örn Ýmir. Þá samdi Salka Sól textana við lögin. Í samtali við Vísi segir Salka að tónlistin hafi fengið góðar viðtökur. „Við sömdum alls um sex heil lög en mörg af þeim voru köttuð niður fyrir sýninguna. Við grípum í þau svona fyrir mismunandi senur í leikritinu; sumir karakterar eiga til dæmis sitt eigið stef eða sinn eigin söng eins og Maríanna, hetjan í leikritinu, en lagið hennar heitir Á annan stað,“ segir Salka. Hún, Aron og Örn Ýmir eru öll í hljómsveitinni sem spilar í sýningunni auk þeirra Sigurðar Inga Einarssonar og Tómasar Jónssonar. „Stefnan er að fara í hljóðver núna í vikunni, taka lögin upp og gefa þau út á plötu.“Small allt á generalprufunni Aðspurð hvernig ferlið hafi gengið fyrir sig segir Salka að þau hafi fengið handritið fyrst í hendurnar í mars. „Það handrit var á ensku því það var verið að klára þýðinguna. Við fengum síðan handritið á íslensku í apríl og byrjuðum bara að semja á fullu. Það voru síðan æfingar í fjórar vikur fyrir sumarfrí og eftir það vorum við komin með góða tilfinningu fyrir leikritinu. Við vorum því bara á fullu að semja í sumar og þá komu textarnir líka.“ Salka og félagar voru því með nóg af tónlist þegar þau mættu aftur til æfinga eftir sumarfrí. „Við vorum með alls konar lög og stef og mesta púsluspilið var að koma öllu rétt inn í sýninguna. Láta til dæmis tónlistina passa rétt við bardagaatriðin sem eru nokkur í leikritinu og láta þetta allt smella saman. Það var svona það erfiðasta við þetta og hlutirnir smullu eiginlega ekki fyrr en á generalprufunni,“ segir Salka hlæjandi. Hér að neðan má sjá Sölku Sól taka lagið hennar Maríönnu í þættinum Helginni á Hringbraut. Tengdar fréttir Líf og fjör í Skírisskógi Ærslafull sýning sem hittir beint í mark. 15. september 2015 09:45 Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Tónlist er stór hluti af leikritinu Í hjarta Hróa hattar sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu. Höfundar tónlistarinnar eru þau Salka Sól, Aron Steinn Ásbjarnarson og Örn Ýmir. Þá samdi Salka Sól textana við lögin. Í samtali við Vísi segir Salka að tónlistin hafi fengið góðar viðtökur. „Við sömdum alls um sex heil lög en mörg af þeim voru köttuð niður fyrir sýninguna. Við grípum í þau svona fyrir mismunandi senur í leikritinu; sumir karakterar eiga til dæmis sitt eigið stef eða sinn eigin söng eins og Maríanna, hetjan í leikritinu, en lagið hennar heitir Á annan stað,“ segir Salka. Hún, Aron og Örn Ýmir eru öll í hljómsveitinni sem spilar í sýningunni auk þeirra Sigurðar Inga Einarssonar og Tómasar Jónssonar. „Stefnan er að fara í hljóðver núna í vikunni, taka lögin upp og gefa þau út á plötu.“Small allt á generalprufunni Aðspurð hvernig ferlið hafi gengið fyrir sig segir Salka að þau hafi fengið handritið fyrst í hendurnar í mars. „Það handrit var á ensku því það var verið að klára þýðinguna. Við fengum síðan handritið á íslensku í apríl og byrjuðum bara að semja á fullu. Það voru síðan æfingar í fjórar vikur fyrir sumarfrí og eftir það vorum við komin með góða tilfinningu fyrir leikritinu. Við vorum því bara á fullu að semja í sumar og þá komu textarnir líka.“ Salka og félagar voru því með nóg af tónlist þegar þau mættu aftur til æfinga eftir sumarfrí. „Við vorum með alls konar lög og stef og mesta púsluspilið var að koma öllu rétt inn í sýninguna. Láta til dæmis tónlistina passa rétt við bardagaatriðin sem eru nokkur í leikritinu og láta þetta allt smella saman. Það var svona það erfiðasta við þetta og hlutirnir smullu eiginlega ekki fyrr en á generalprufunni,“ segir Salka hlæjandi. Hér að neðan má sjá Sölku Sól taka lagið hennar Maríönnu í þættinum Helginni á Hringbraut.
Tengdar fréttir Líf og fjör í Skírisskógi Ærslafull sýning sem hittir beint í mark. 15. september 2015 09:45 Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira