Sem sagt: Gott Guðmundur Andri Thorsson skrifar 28. september 2015 07:00 Þegar ég var sjö ára orti ég mitt fyrsta og eina ljóð. Það fjallaði um afa minn og nafna og gönguferðir okkar um Þingholtin. Ég man fátt úr þessu ljóði annað en að hann sé að ganga um og leiða mig, góði maðurinn. Sá sem læsi þetta ljóð nú í ríkjandi umræðustemningu kynni að halda að ég væri þarna að veitast að honum, átelja hann: góði maðurinn! Ekki gat litla skáldið órað fyrir því að öllum þessum áratugum síðar yrði það útbreidd skammarglósa að tala um „góða fólkið“. Þessi glósa hefur smám saman orðið meira áberandi í málflutningi sumra og í síðustu viku varð borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins það á að segja við fulltrúa meirihlutans í Reykjavík, að þeir vildu banna viðskipti við Ísrael í krafti þess að þeir væru „góða fólkið“, og að einn góðan veðurdag kæmust kannski nasistar til valda og færu að banna viðskipti við Ísrael, en borgarfulltrúar meirihlutans í Reykjavík teldu sig hins vegar ekki vera neina nasista því að þeir væru „góða fólkið“. Eða þannig. Svona getur farið fyrir vænsta fólki þegar það reynir að réttlæta ranglæti. Það er vandasamt að halda uppi vörnum fyrir óréttlætið sem innbyggt er í Ísraelsríki eins og dæmin sönnuðu í síðustu viku. Sem sagt: Góða fólkið. Það er kannski orðið tímabært að velta fyrir sér þessu einkennilega hugtaki sem verður æ meira áberandi í þjóðfélagsumræðunni.Umskiptingar Þegar talað er um „góða fólkið“ á Írlandi er átt við huldufólk og álfa af því tagi sem Íslendingar trúa á – þetta er sama trúin, til okkar komin frá írsku þrælaþjóðinni sem við Íslendingar erum komin af. Reyndar er gæska huldufólksins á Írlandi málum blandin – rétt eins og í íslenskum þjóðsögum – það hyllir til sín menn og ærir þá í stöðugum glaumi, rænir börnum og setur umskiptinga í staðinn. Í þessari nafngift er virðing og ótti – það örlar á löngun til að styggja ekki huldufólkið, sem gæti fylgst með því hvernig við tölum um það. Í glósunni sem við heyrum í íslenskri dægurumræðu nútímans er hins vegar bara andúð á góðvildinni. Hugtakið er smátt og smátt farið að nota sem háðsglósu um fólk sem langar að láta gott af sér leiða. Góður, ha ha ha. Manni finnst stundum eins og stjórnmálaumræðan hafi verið yfirtekin af umskiptingum. Upphaflega er þetta hugsað sem öfugmæli til að lýsa hræsni og yfirdrepsskap – inn í frasann er byggt ósagt „eða hitt þó heldur“. Orðin lýstu þeim sem þykjast yfir aðra hafin í krafti eigin meintra dyggða og flekkleysis. Þau voru notuð um fólk sem gaf sig út fyrir að sýna gæsku og auðmýkt en stundaði hvorugt í raun og veru – heldur hreykti sér á kostnað annarra, dæmdi aðra fyrir syndir og yfirsjónir sem það gerði sig sekt um sjálft á laun. Þetta er úti um allt í dæmisögum Krists: viðskiptavinir „bersyndugu“ konunnar sem ætla að grýta hana þar til hann stöðvar þá með orðunum um að sá yðar sem syndlaus sé kasti fyrsta steininum; faríseinn sem þykist betri en tollheimtumaðurinn; iðjusami bróðirinn sem sér ofsjónum yfir gleði föðurins yfir glataða syninum. Þannig vakti hugtakið „góða fólkið“ lengi hugrenningartengsl um hræsni og yfirdrepsskap. En þetta hefur verið að breytast að undanförnu. Allt í einu hurfu gæsalappirnar. Hið ósagða „eða hitt þó heldur“ var allt í einu ekki þarna lengur. Maður á víst ekkert að vera góður.„Flátt er fagurt, fagurt ljótt …“ Þetta snýst allt um orð og yfirráð í tungumálinu. Þegar fólk er farið að nota orðið „góður“ markvisst og ævinlega í neikvæðri merkingu er full ástæða til að vera á varðbergi. Við létum það óáreitt þegar markaðshyggjumenn tóku orðið „frelsi“ og létu það tákna leyfi til forréttinda og ránskapar. Nú sækja svipuð öfl að orðinu „góður“ og vilja reyna að láta fólk skammast sín fyrir kenndir á borð við samlíðan, réttlætiskennd, samkennd og hjálpfýsi. Frasinn „pólitísk rétthugsun“ er af sama toga; reynt er að telja okkur trú um að réttsýni sé röng; ranglætið sé eftirsóknarverðara en réttlætið – ranghugsun sé æskilegri. Þetta er umskiptingapólitík. Við megum ekki leyfa fólki að haldast uppi að gera það sífellt tortryggilegt að vilja láta gott af sér leiða. Það er æskilegt að hjálpa öðrum en óæskilegt að láta sér neyð annarra í léttu rúmi liggja. Það er ekki fyrirlitlegt að vorkenna fólki sem lent hefur í vandræðum eða reyna að rétta því hjálparhönd. Það er ekki hlálegt að mótmæla misrétti og kúgun. Það er ekki rangt að leita hins rétta. Gott og illt takast á í sérhverri manneskju, á öllum tímum, og það getur verið misjafnt hvað við teljum gott og hvað illt í siðum og framgöngu hverju sinni, sífellt rísa álitamál um klæðaburð, kynhegðun, eignarétt og guð. En sumt er í öllum mannfélögum hafið yfir dægurþras, siði og venjur: samlíðan, hjálpsemi, frelsi, góðvild. Leyfum ekki talsmönnum ranglætisins að gera skammaryrði úr því góða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Þegar ég var sjö ára orti ég mitt fyrsta og eina ljóð. Það fjallaði um afa minn og nafna og gönguferðir okkar um Þingholtin. Ég man fátt úr þessu ljóði annað en að hann sé að ganga um og leiða mig, góði maðurinn. Sá sem læsi þetta ljóð nú í ríkjandi umræðustemningu kynni að halda að ég væri þarna að veitast að honum, átelja hann: góði maðurinn! Ekki gat litla skáldið órað fyrir því að öllum þessum áratugum síðar yrði það útbreidd skammarglósa að tala um „góða fólkið“. Þessi glósa hefur smám saman orðið meira áberandi í málflutningi sumra og í síðustu viku varð borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins það á að segja við fulltrúa meirihlutans í Reykjavík, að þeir vildu banna viðskipti við Ísrael í krafti þess að þeir væru „góða fólkið“, og að einn góðan veðurdag kæmust kannski nasistar til valda og færu að banna viðskipti við Ísrael, en borgarfulltrúar meirihlutans í Reykjavík teldu sig hins vegar ekki vera neina nasista því að þeir væru „góða fólkið“. Eða þannig. Svona getur farið fyrir vænsta fólki þegar það reynir að réttlæta ranglæti. Það er vandasamt að halda uppi vörnum fyrir óréttlætið sem innbyggt er í Ísraelsríki eins og dæmin sönnuðu í síðustu viku. Sem sagt: Góða fólkið. Það er kannski orðið tímabært að velta fyrir sér þessu einkennilega hugtaki sem verður æ meira áberandi í þjóðfélagsumræðunni.Umskiptingar Þegar talað er um „góða fólkið“ á Írlandi er átt við huldufólk og álfa af því tagi sem Íslendingar trúa á – þetta er sama trúin, til okkar komin frá írsku þrælaþjóðinni sem við Íslendingar erum komin af. Reyndar er gæska huldufólksins á Írlandi málum blandin – rétt eins og í íslenskum þjóðsögum – það hyllir til sín menn og ærir þá í stöðugum glaumi, rænir börnum og setur umskiptinga í staðinn. Í þessari nafngift er virðing og ótti – það örlar á löngun til að styggja ekki huldufólkið, sem gæti fylgst með því hvernig við tölum um það. Í glósunni sem við heyrum í íslenskri dægurumræðu nútímans er hins vegar bara andúð á góðvildinni. Hugtakið er smátt og smátt farið að nota sem háðsglósu um fólk sem langar að láta gott af sér leiða. Góður, ha ha ha. Manni finnst stundum eins og stjórnmálaumræðan hafi verið yfirtekin af umskiptingum. Upphaflega er þetta hugsað sem öfugmæli til að lýsa hræsni og yfirdrepsskap – inn í frasann er byggt ósagt „eða hitt þó heldur“. Orðin lýstu þeim sem þykjast yfir aðra hafin í krafti eigin meintra dyggða og flekkleysis. Þau voru notuð um fólk sem gaf sig út fyrir að sýna gæsku og auðmýkt en stundaði hvorugt í raun og veru – heldur hreykti sér á kostnað annarra, dæmdi aðra fyrir syndir og yfirsjónir sem það gerði sig sekt um sjálft á laun. Þetta er úti um allt í dæmisögum Krists: viðskiptavinir „bersyndugu“ konunnar sem ætla að grýta hana þar til hann stöðvar þá með orðunum um að sá yðar sem syndlaus sé kasti fyrsta steininum; faríseinn sem þykist betri en tollheimtumaðurinn; iðjusami bróðirinn sem sér ofsjónum yfir gleði föðurins yfir glataða syninum. Þannig vakti hugtakið „góða fólkið“ lengi hugrenningartengsl um hræsni og yfirdrepsskap. En þetta hefur verið að breytast að undanförnu. Allt í einu hurfu gæsalappirnar. Hið ósagða „eða hitt þó heldur“ var allt í einu ekki þarna lengur. Maður á víst ekkert að vera góður.„Flátt er fagurt, fagurt ljótt …“ Þetta snýst allt um orð og yfirráð í tungumálinu. Þegar fólk er farið að nota orðið „góður“ markvisst og ævinlega í neikvæðri merkingu er full ástæða til að vera á varðbergi. Við létum það óáreitt þegar markaðshyggjumenn tóku orðið „frelsi“ og létu það tákna leyfi til forréttinda og ránskapar. Nú sækja svipuð öfl að orðinu „góður“ og vilja reyna að láta fólk skammast sín fyrir kenndir á borð við samlíðan, réttlætiskennd, samkennd og hjálpfýsi. Frasinn „pólitísk rétthugsun“ er af sama toga; reynt er að telja okkur trú um að réttsýni sé röng; ranglætið sé eftirsóknarverðara en réttlætið – ranghugsun sé æskilegri. Þetta er umskiptingapólitík. Við megum ekki leyfa fólki að haldast uppi að gera það sífellt tortryggilegt að vilja láta gott af sér leiða. Það er æskilegt að hjálpa öðrum en óæskilegt að láta sér neyð annarra í léttu rúmi liggja. Það er ekki fyrirlitlegt að vorkenna fólki sem lent hefur í vandræðum eða reyna að rétta því hjálparhönd. Það er ekki hlálegt að mótmæla misrétti og kúgun. Það er ekki rangt að leita hins rétta. Gott og illt takast á í sérhverri manneskju, á öllum tímum, og það getur verið misjafnt hvað við teljum gott og hvað illt í siðum og framgöngu hverju sinni, sífellt rísa álitamál um klæðaburð, kynhegðun, eignarétt og guð. En sumt er í öllum mannfélögum hafið yfir dægurþras, siði og venjur: samlíðan, hjálpsemi, frelsi, góðvild. Leyfum ekki talsmönnum ranglætisins að gera skammaryrði úr því góða.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun