Barnaskapur eða brotavilji? Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 26. september 2015 07:00 Á dögunum voru birtar tilkynningar um nýsamþykkt lög á Alþingi. Mest fór fyrir umfjöllun um lög um stöðugleikaskatt svo og áætlun stjórnvalda um úrlausn slitabúa gömlu bankanna og afnám gjaldeyrishafta. Minna fór fyrir viðbótum við lög um fjármálafyrirtæki. Í þeim fólst að frestur til að lýsa svokölluðum búskröfum í þrotabú gömlu bankanna skyldi renna út þann 15. ágúst - sex vikum eftir að lögin voru auglýst. Búskröfur verða til á hendur slitastjórnum á meðan á skiptum stendur, sem sagt ef slitastjórnin gerir eitthvað á hlut einhvers á þetta að tryggja að viðkomandi geti fengið tjón sitt bætt af fjármunum búsins. Fyrir breytingu hefði verið hægt að lýsa kröfum sem þessum fram að kosningu um samþykkt nauðasamnings. Samkvæmt fréttum var það slitastjórn Kaupþings sem beitti sér fyrir því að fresturinn yrði þrengdur. Augljóst er hvað vakti fyrir slitastjórninni. Breski fasteignamógúllinn Vincent Tchenguiz hefur undanfarin ár staðið í málaferlum í Bretlandi á hendur Kaupþingi og öðrum. Krafa hans hleypur á hundruðum milljarða króna - umtalsvert hlutfall af heildareignum Kaupþings. Ljóst er að bæði slitastjórnin og aðrir kröfuhafar hafa hag af því að krafa Tchenguiz komist ekki að. Tíðindin af því að slitastjórn Kaupþings hafi beitt sér fyrir því að þrengja frestinn eru hins vegar ótrúleg, og benda til þess að slitastjórnin gangi erinda tiltekinna hópa kröfuhafa, eða láti persónulega heift gagnvart Tchenguiz ráða för. Enn ótrúlegra er að Alþingi hafi látið undan slíkum þrýstingi og sett lög til að útiloka einn tiltekinn mann frá ferlinu. Slitastjórnir bankanna hafa sætt gagnrýni. Þekkt eru dæmin um óhóflega háar þóknanir. Rökin eru að störfin séu ekki bara tímafrek og erfið, heldur feli þau í sér fjárhagslega áhættu. Upp geti komið tilvik þar sem slitastjórnarmenn þurfi að bera persónulega ábyrgð á mistökum. Fregnir hafa borist af því að slitastjórn Glitnis hafi sett til hliðar sérstakan sjóð til að mæta slíkum skakkaföllum. Aðgerðir Kaupþingsmanna í tengslum við ofangreint mál benda til þess að ekki séu miklar áhyggjur af því að verða fyrir persónulegum fjárútlátum í tengslum við skiptin. Vafalaust eru slitastjórnarmenn tryggðir í bak og fyrir. Persónulega áhættan er engin og réttlæting ofurkjaranna horfin. Eitt er að slitastjórnarmenn láti misnota sig með þessum hætti, en annað og alvarlegra er að Alþingi spili með. Hvort þar ráði barnaskapur eða brotavilji er erfitt að segja. Hvort tveggja væri áhyggjuefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun
Á dögunum voru birtar tilkynningar um nýsamþykkt lög á Alþingi. Mest fór fyrir umfjöllun um lög um stöðugleikaskatt svo og áætlun stjórnvalda um úrlausn slitabúa gömlu bankanna og afnám gjaldeyrishafta. Minna fór fyrir viðbótum við lög um fjármálafyrirtæki. Í þeim fólst að frestur til að lýsa svokölluðum búskröfum í þrotabú gömlu bankanna skyldi renna út þann 15. ágúst - sex vikum eftir að lögin voru auglýst. Búskröfur verða til á hendur slitastjórnum á meðan á skiptum stendur, sem sagt ef slitastjórnin gerir eitthvað á hlut einhvers á þetta að tryggja að viðkomandi geti fengið tjón sitt bætt af fjármunum búsins. Fyrir breytingu hefði verið hægt að lýsa kröfum sem þessum fram að kosningu um samþykkt nauðasamnings. Samkvæmt fréttum var það slitastjórn Kaupþings sem beitti sér fyrir því að fresturinn yrði þrengdur. Augljóst er hvað vakti fyrir slitastjórninni. Breski fasteignamógúllinn Vincent Tchenguiz hefur undanfarin ár staðið í málaferlum í Bretlandi á hendur Kaupþingi og öðrum. Krafa hans hleypur á hundruðum milljarða króna - umtalsvert hlutfall af heildareignum Kaupþings. Ljóst er að bæði slitastjórnin og aðrir kröfuhafar hafa hag af því að krafa Tchenguiz komist ekki að. Tíðindin af því að slitastjórn Kaupþings hafi beitt sér fyrir því að þrengja frestinn eru hins vegar ótrúleg, og benda til þess að slitastjórnin gangi erinda tiltekinna hópa kröfuhafa, eða láti persónulega heift gagnvart Tchenguiz ráða för. Enn ótrúlegra er að Alþingi hafi látið undan slíkum þrýstingi og sett lög til að útiloka einn tiltekinn mann frá ferlinu. Slitastjórnir bankanna hafa sætt gagnrýni. Þekkt eru dæmin um óhóflega háar þóknanir. Rökin eru að störfin séu ekki bara tímafrek og erfið, heldur feli þau í sér fjárhagslega áhættu. Upp geti komið tilvik þar sem slitastjórnarmenn þurfi að bera persónulega ábyrgð á mistökum. Fregnir hafa borist af því að slitastjórn Glitnis hafi sett til hliðar sérstakan sjóð til að mæta slíkum skakkaföllum. Aðgerðir Kaupþingsmanna í tengslum við ofangreint mál benda til þess að ekki séu miklar áhyggjur af því að verða fyrir persónulegum fjárútlátum í tengslum við skiptin. Vafalaust eru slitastjórnarmenn tryggðir í bak og fyrir. Persónulega áhættan er engin og réttlæting ofurkjaranna horfin. Eitt er að slitastjórnarmenn láti misnota sig með þessum hætti, en annað og alvarlegra er að Alþingi spili með. Hvort þar ráði barnaskapur eða brotavilji er erfitt að segja. Hvort tveggja væri áhyggjuefni.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun