Matthias Müller var rétt í þessu á stjórnarfundi Volkswagen skipaður nýr forstjóri Volkswagen. Müller hefur verið forstjóri Porsche, sem er í eigu Volkswagen, undanfarin fimm ár. Eins og Vísir greindi frá sagði Martin Winterkorn forstjóri Volkswagen af sér á miðvikudaginn eftir að upp komst um díselsvindl hjá bílframleiðandanum.
Stjórn Volkswagen mun líklega segja upp öðrum lykilmönnum innan Volkswagen síðar í dag, vegna hneykslismálsins.
Muller sem er 62 ára gamall hefur unnið hjá Volkswagen í marga áratugi.
Sky News greindi frá þessu fyrst. Í upptöku af fundinum á vefi Sky kemur fram að fyrirtækið vinni nú hörðum höndum að því að endurvinna traust viðskiptavina sinna, og biður það um annað tækifæri til þess.
Müller nýr forstjóri Volkswagen

Tengdar fréttir

Volkswagen gæti ógnað allri Evrópu
Hneykslið sem skekur Volkswagen-verksmiðjurnar gæti orðið mesta aðsteðjandi hættan að þýska hagkerfinu.

Stjórn Volkswagen skipar nýjan framkvæmdastjóra
Líklegast er talið að Matthias Mueller, framkvæmdastjóri Porsche, verði fenginn til að taka við framkvæmdastjórastöðunni af Martin Winterkorn.

Fullyrt að forstjóri Porsche taki við Volkswagen
Ákvörðunin um dísilvélasvindlið tekin fyrir daga Winterkorn sem forstjóra.

Vísbendingar um frekari blekkingar
Martin Winterkorn, forstjóri Volkswagen-verksmiðjanna, sagði upp störfum í gær. Starfsmaður Umhverfisstofnunar segist hafa upplýsingar um að amerískir dísilvélaframleiðendur hafi notað sambærilegan hugbúnað og Volkswagen.

Norska efnahagsbrotalögreglan rannsakar Volkswagen
Rannsóknin verður gerð í samstarfi við norsk tolla- og samgönguyfirvöld.