Hópmálsóknir í Bandaríkjunum gegn Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 24. september 2015 14:06 Volkswagen bílar fyrir utan verksmiðju Volkswagen í Chattanooga í Bandaríkjunum. Eigendur þeirra Volkswagen og Audi dísilbíla í Bandaríkjunum sem eru með svindlhugbúnaði undirbúa nú hópmálsókn gegn Volkswagen og nú þegar hafa verið lagðar fram þrjár ákærur af þekktri lögmannsstofu og sú fjórða er á leiðinni. Eigendur þessara bíla þykjast sviknir og óttast að bílar þeirra hafi fallið hressilega í verði. Einnig segjast þeir sviknir af Volkswagen þar sem þeir keyptu þessa bíla í þeim ágæta ásetningi að eignast lítið mengandi, sparsama en samt öfluga bíla eins og auglýst var af Volkswagen. Því er Volkswagen nú ákært fyrir að leyna upplýsingum, beita blekkingum í auglýsingum og brjóta bæði fylkis- og landslög. Kaupendur þessara bíla segja að þeir hafi eytt mörgum þúsundum dollar meira fyrir þessa bíla en sambærilega bensínbíla í því augnamiði að aka um á umhverfisvænum bílum sem bæði eyða og menga lítið. Annað hafi komið í ljós. Einn lögmaður þeirra lögmannsstofu sem leggur fram ákærurnar á hendur Volkswagen sagði: “Volkswagen svindlaði og fullyrðing Volkswagen að TDI-dísilvélalína þeirra væri aflmikil og í leiðinni einstaklega umhverfisvæn. Það var eiginlega of gott til að vera satt og það kom svo í ljós.” Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent
Eigendur þeirra Volkswagen og Audi dísilbíla í Bandaríkjunum sem eru með svindlhugbúnaði undirbúa nú hópmálsókn gegn Volkswagen og nú þegar hafa verið lagðar fram þrjár ákærur af þekktri lögmannsstofu og sú fjórða er á leiðinni. Eigendur þessara bíla þykjast sviknir og óttast að bílar þeirra hafi fallið hressilega í verði. Einnig segjast þeir sviknir af Volkswagen þar sem þeir keyptu þessa bíla í þeim ágæta ásetningi að eignast lítið mengandi, sparsama en samt öfluga bíla eins og auglýst var af Volkswagen. Því er Volkswagen nú ákært fyrir að leyna upplýsingum, beita blekkingum í auglýsingum og brjóta bæði fylkis- og landslög. Kaupendur þessara bíla segja að þeir hafi eytt mörgum þúsundum dollar meira fyrir þessa bíla en sambærilega bensínbíla í því augnamiði að aka um á umhverfisvænum bílum sem bæði eyða og menga lítið. Annað hafi komið í ljós. Einn lögmaður þeirra lögmannsstofu sem leggur fram ákærurnar á hendur Volkswagen sagði: “Volkswagen svindlaði og fullyrðing Volkswagen að TDI-dísilvélalína þeirra væri aflmikil og í leiðinni einstaklega umhverfisvæn. Það var eiginlega of gott til að vera satt og það kom svo í ljós.”
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent