Winterkorn fær 4 milljarða í eftirlaun frá Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 24. september 2015 10:20 Martin Winterkorn. Þegar Martin Winterkorn steig af stóli forstjóra Volkswagen í gær var honum í leiðinni tryggð 4 milljarða króna eftirlaun frá þýska bílaframleiðandanum, en samningur þess efnis var þegar á borðinu. Þau gæti samt orðið talsvert hærri, allt eftir því hvernig stjórn Volkswagen metur brotthvarf hans. Hann á rétt á bónusum eftir árangri Volkswagen, sem þurrkast út ef að brottvikningu hans verður af eigin ákvörðunum. Því fer það eftir því hvernig brotthvarf hans verður skilgreint, en það munu rannsóknir leiða í ljós. Því hlýtur það að fara eftir því hvort hann vissi af dísilvélasvindlinu eða ekki hvort hann á rétt á þessum greiðslum. Ef hann vissi ekki af þeim var brotthvarf hans úr forstjórastóli ekki af hans völdum. Winterkorn hefur sagt að hann hafi ekki vitað af þessu svindli og ef það reynist rétt þykknar enn í veski hans á elliárunum, en hann er nú 68 ára. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent
Þegar Martin Winterkorn steig af stóli forstjóra Volkswagen í gær var honum í leiðinni tryggð 4 milljarða króna eftirlaun frá þýska bílaframleiðandanum, en samningur þess efnis var þegar á borðinu. Þau gæti samt orðið talsvert hærri, allt eftir því hvernig stjórn Volkswagen metur brotthvarf hans. Hann á rétt á bónusum eftir árangri Volkswagen, sem þurrkast út ef að brottvikningu hans verður af eigin ákvörðunum. Því fer það eftir því hvernig brotthvarf hans verður skilgreint, en það munu rannsóknir leiða í ljós. Því hlýtur það að fara eftir því hvort hann vissi af dísilvélasvindlinu eða ekki hvort hann á rétt á þessum greiðslum. Ef hann vissi ekki af þeim var brotthvarf hans úr forstjórastóli ekki af hans völdum. Winterkorn hefur sagt að hann hafi ekki vitað af þessu svindli og ef það reynist rétt þykknar enn í veski hans á elliárunum, en hann er nú 68 ára.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent