Kaupendur Volkswagen bíla í Bandaríkjunum fengu 6,5 milljarða “umhverfis”-endurgreiðslu Finnur Thorlacius skrifar 22. september 2015 16:05 Volkswagen Jetta í Bandaríkjunum. Í Bandaríkjunum fær fólk sem kaupir umhverfisvæna bíla endurgreiðslu frá ríkinu og í því felst ákveðin umbun fyrir að velja slíka bíla umfram eyðsluháka. Allt í nafni umhverfisverndar. Mesta endurgreiðslu fá þeir sem kaupa rafmagnsbíla, allt að 5.000 dollurum. Þessar greiðslur eiga þó líka við bíla með hefbundnar brunavélar, bensín eða dísil, ef mengunargildi þeirra er lágt. Því fengu 39.500 kaupendur Volkswagen Jetta og Jetta Sportswagon með dísilvélar 1.300 dollara endurgreiðslu árið 2009. Nam því heildarupphæðin 51 milljón dollar, eða 6,5 milljörðum króna. Greiðslur þessar eru nú ryfjaðar upp vestanhafs í ljósi þess dísilbílasvindls sem Volkswagen hefur orðið sekt um og eiga til dæmis um einmitt þessa tilteknu bíla. Því gæti Volkswagen verið krafið um greiðslu á þessum endurgreiðslum af skattayfirvöldum í ljósi þess að bílar þeirra hafa nú verið mældir allt 40 sinnum meira mengandi en fyrst var haldið. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent
Í Bandaríkjunum fær fólk sem kaupir umhverfisvæna bíla endurgreiðslu frá ríkinu og í því felst ákveðin umbun fyrir að velja slíka bíla umfram eyðsluháka. Allt í nafni umhverfisverndar. Mesta endurgreiðslu fá þeir sem kaupa rafmagnsbíla, allt að 5.000 dollurum. Þessar greiðslur eiga þó líka við bíla með hefbundnar brunavélar, bensín eða dísil, ef mengunargildi þeirra er lágt. Því fengu 39.500 kaupendur Volkswagen Jetta og Jetta Sportswagon með dísilvélar 1.300 dollara endurgreiðslu árið 2009. Nam því heildarupphæðin 51 milljón dollar, eða 6,5 milljörðum króna. Greiðslur þessar eru nú ryfjaðar upp vestanhafs í ljósi þess dísilbílasvindls sem Volkswagen hefur orðið sekt um og eiga til dæmis um einmitt þessa tilteknu bíla. Því gæti Volkswagen verið krafið um greiðslu á þessum endurgreiðslum af skattayfirvöldum í ljósi þess að bílar þeirra hafa nú verið mældir allt 40 sinnum meira mengandi en fyrst var haldið.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent