Ný kynslóð Kia Sportage frumsýnd í Frankfürt Finnur Thorlacius skrifar 21. september 2015 13:06 Nýr Kia Sportage. Fjórða kynslóð sportjeppans Kia Sportage er nú kynnt til leiks á bílasýningunni í Frankfurt. Nýr Sportage er sem líkt og með síðustu kynslóð hans sportlega hannaður og enn eitt dæmið um vel heppnaða hönnunarstefnu Kia á undanförnum árum. Breytingarnar á sportjeppanum eru umtalsverðar á milli kynslóða bæði að innan og utan. Aðalljósin eru tignarleg, staðsett ofar en áður og þokuljósin eru stór og áberandi. Hliðarnar eru með sterkari línum og hjólskálaumgjörðirnar eru meira áberandi. Lengra er á milli fram- og afturhjólanna sem undirstrikar sportlegar línur bílsins. Innréttingin er vönduð og ekkert til sparað í efnisvali. Nýr Sportage verður í boði í ýmsum vélarútfærslum en mest áhersla verður lögð á tveggja lítra dísilvélina sem skilar 140 hestöflum. Vélarútfærslurnar og búnaður hins nýja Sportage verða kynnt nánar á frumsýningu bílsins í Frankfürt. Nýr Kia Sportage var hannaður í hönnunarstúdíói Kia í Frankfurt og framleiddur í verskmiðju Kia í Zilina í Slóvakíu, sem sýnir vel að bíllinn er miðaður við Evrópumarkað. Kia Sportage er enda söluhæsti bíll Kia í Evrópu. Sala Kia Sportage óx um 15% í Evrópu á fyrstu 7 mánuðum ársins og alls seldust 66.447 bílar á því tímabili. Nýr Kia Sportage fer í sölu snemma á næsta ári og verður án efa mikil eftirvænting eftir komu hans þar sem forverinn hefur staðið sig vel. Sportage hefur til að mynda verið mjög vinsæll sportjeppi á Íslandi undanfarin ár. Kia mun bjóða Sportage með 7 ára ábyrgð eins og alla sína bíla en þetta er lengsta ábyrgð sem í boði er hjá framleiðanda í heiminum í dag. Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent
Fjórða kynslóð sportjeppans Kia Sportage er nú kynnt til leiks á bílasýningunni í Frankfurt. Nýr Sportage er sem líkt og með síðustu kynslóð hans sportlega hannaður og enn eitt dæmið um vel heppnaða hönnunarstefnu Kia á undanförnum árum. Breytingarnar á sportjeppanum eru umtalsverðar á milli kynslóða bæði að innan og utan. Aðalljósin eru tignarleg, staðsett ofar en áður og þokuljósin eru stór og áberandi. Hliðarnar eru með sterkari línum og hjólskálaumgjörðirnar eru meira áberandi. Lengra er á milli fram- og afturhjólanna sem undirstrikar sportlegar línur bílsins. Innréttingin er vönduð og ekkert til sparað í efnisvali. Nýr Sportage verður í boði í ýmsum vélarútfærslum en mest áhersla verður lögð á tveggja lítra dísilvélina sem skilar 140 hestöflum. Vélarútfærslurnar og búnaður hins nýja Sportage verða kynnt nánar á frumsýningu bílsins í Frankfürt. Nýr Kia Sportage var hannaður í hönnunarstúdíói Kia í Frankfurt og framleiddur í verskmiðju Kia í Zilina í Slóvakíu, sem sýnir vel að bíllinn er miðaður við Evrópumarkað. Kia Sportage er enda söluhæsti bíll Kia í Evrópu. Sala Kia Sportage óx um 15% í Evrópu á fyrstu 7 mánuðum ársins og alls seldust 66.447 bílar á því tímabili. Nýr Kia Sportage fer í sölu snemma á næsta ári og verður án efa mikil eftirvænting eftir komu hans þar sem forverinn hefur staðið sig vel. Sportage hefur til að mynda verið mjög vinsæll sportjeppi á Íslandi undanfarin ár. Kia mun bjóða Sportage með 7 ára ábyrgð eins og alla sína bíla en þetta er lengsta ábyrgð sem í boði er hjá framleiðanda í heiminum í dag.
Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent