Danski leikarinn Mads Mikkelsen er kominn til Íslands. Hann kom til landsins á dögunum, en hér mun hana vera við tökur á Star Wars myndinni Rogue One. Tökur myndarinnar fara fram á Mýrdalssandi og við Hjörleifshöfða.
Þá sást hann snæða með vinum sínum á Snaps um helgina.
Það var Mads sjálfur sem sagði blaðamanni Ekstrabladet frá því að myndin yrði að hluta til tekin upp hér á landi og að hann myndi leika í myndinni.
Myndin fjallar um hóp uppreisnarmanna sem fá það verkefni að stela teikningunum að Helstirninu úr upprunalegu Star Wars myndunum. Tökur fara fram hér á Íslandi og í London, en mikil leynd hvílir yfir tökunum og framleiðslu myndarinnar.
Mads Mikkelsen mættur á klakann

Tengdar fréttir

Star Wars-mynd tekin upp í leyni á Mýrdalssandi
Tökur á kvikmyndinni Rogue One hafa að undanförnu staðið yfir við Hjörleifshöfða og Hafursey.

Star Wars myndin Rogue One tekin upp á Íslandi
Danski leikarinn Mads Mikkelsen var nýlega ráðinn til að leika í myndinni og segir hann að tökur taki þrjá mánuði.