Skiptu um olíu á bílnum sjálfur á 90 sekúndum Finnur Thorlacius skrifar 9. október 2015 15:03 Olíuboxið sett á réttan stað í vélarhúsinu. Mörgum finnst bæði leiðigjarnt og dýrt að fara með bílinn í smurningu, en Castrol gæti nú verið búið að leysa málið. Lausn Castrol felst í plastboxi sem bæði inniheldur olíuna og síur og svo einfalt er að skipta um boxið að hver sem er ætti að geta það á 90 sekúndum. Vandinn er hinsvegar sá að bílar þurfa að vera smíðaðir með þennan búnað í huga og mjög erfitt er að breyta eldri bílum fyrir þessa nýju lausn. Það hefur þó einn bílasmiður gert fyrir eina bílgerð sína, þ.e. Aston Martin Vulcan. Þar fer enginn smá kaggi sem ekki væri gott að brenndi úr sér, en þar sem Aston Martin treystir þessum búnaði ættu fleiri að gera það. Hver veit nema þeim fjölgi mjög bílgerðunum svona búnum. Miklar prófanir hafa verið gerðar á þessari frumlegu lausn og víst er að hann þolir 1,8G þrýsting við akstur, sem harla erfitt er að ná og um boxið getur streymt svo mikið sem 600 lítrar af olíu á einni mínútu. Þessa sniðugu lausn kalla þeir Castrol menn Nexcel og rétt er að leggja það á minnið því fyrirtækið hefur hafið viðræður við nokkra bílaframleiðendur um notkun þessarar lausnar í bíla sína. Castrol býst við því að fyrstu bílarnir frá bílaframleiðendum komi svona búnir á markað eftir um 5 ár.Svona lítur Nexcel boxið út. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent
Mörgum finnst bæði leiðigjarnt og dýrt að fara með bílinn í smurningu, en Castrol gæti nú verið búið að leysa málið. Lausn Castrol felst í plastboxi sem bæði inniheldur olíuna og síur og svo einfalt er að skipta um boxið að hver sem er ætti að geta það á 90 sekúndum. Vandinn er hinsvegar sá að bílar þurfa að vera smíðaðir með þennan búnað í huga og mjög erfitt er að breyta eldri bílum fyrir þessa nýju lausn. Það hefur þó einn bílasmiður gert fyrir eina bílgerð sína, þ.e. Aston Martin Vulcan. Þar fer enginn smá kaggi sem ekki væri gott að brenndi úr sér, en þar sem Aston Martin treystir þessum búnaði ættu fleiri að gera það. Hver veit nema þeim fjölgi mjög bílgerðunum svona búnum. Miklar prófanir hafa verið gerðar á þessari frumlegu lausn og víst er að hann þolir 1,8G þrýsting við akstur, sem harla erfitt er að ná og um boxið getur streymt svo mikið sem 600 lítrar af olíu á einni mínútu. Þessa sniðugu lausn kalla þeir Castrol menn Nexcel og rétt er að leggja það á minnið því fyrirtækið hefur hafið viðræður við nokkra bílaframleiðendur um notkun þessarar lausnar í bíla sína. Castrol býst við því að fyrstu bílarnir frá bílaframleiðendum komi svona búnir á markað eftir um 5 ár.Svona lítur Nexcel boxið út.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent