Valentino Rossi á eigin æfingabraut Finnur Thorlacius skrifar 9. október 2015 11:04 Frægasti mótorhjólamaður heims er líklega Ítalinn Valentino Rossi, en hann hefur unnið MotoGP mótaröðina alls 9 sinnum í mismunandi flokkum mótorhjóla. Það dugar Rossi ekki að keppa á öllum frægustu keppnisbrautum heims því þegar hann kemur heim á búgarð sinn í Ítalíu bíður hans hreint stórkostleg æfingabraut sem er 2,5 km löng. Þar getur hann æft sig á milli keppna og boðið liðsfélögum sínum líka frábærar aðstæður til æfinga. Rossi verður 37 ára í febrúar á næsta ári og því ætti ferill hans sem keppnisökumaður að vera kominn nálægt endastöð en Rossi er enn að skáka flestum yngri ökumönnum og á að baki 86 sigra í MotoGP og 500cc World Championship keppnum og enginn hefur gert betur. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá hversu flott þessi æfingabraut Rossi er. Bílar video Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent
Frægasti mótorhjólamaður heims er líklega Ítalinn Valentino Rossi, en hann hefur unnið MotoGP mótaröðina alls 9 sinnum í mismunandi flokkum mótorhjóla. Það dugar Rossi ekki að keppa á öllum frægustu keppnisbrautum heims því þegar hann kemur heim á búgarð sinn í Ítalíu bíður hans hreint stórkostleg æfingabraut sem er 2,5 km löng. Þar getur hann æft sig á milli keppna og boðið liðsfélögum sínum líka frábærar aðstæður til æfinga. Rossi verður 37 ára í febrúar á næsta ári og því ætti ferill hans sem keppnisökumaður að vera kominn nálægt endastöð en Rossi er enn að skáka flestum yngri ökumönnum og á að baki 86 sigra í MotoGP og 500cc World Championship keppnum og enginn hefur gert betur. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá hversu flott þessi æfingabraut Rossi er.
Bílar video Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent