„Við með boga og örvar en Bayern með sprengjuvörpu“ | Tólf bestu ummæli Klopp Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. október 2015 10:45 Jürgen Klopp var kynntur sem nýr knattspyrnustjóri Liverpool í morgun. vísir/getty Jürgen Klopp heillaði menn upp úr skónum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem knattspyrnustjóri Liverpool í morgun þegar hann var kynntur til leiks. Aðspurður hvernig hann lýsir sjálfum sér í ljósi þess að José Mourinho kallaði sig þann sérstaka þegar hann tók við Chelsea sagði Klopp: „Ég er sá venjulegi.“ Klopp hefur ávallt verið afar skemmtilegur á blaðamannafundum og í viðtölum. ESPN tók saman tólf bestu ummæli Þjóðverjans í gegnum tíðina1. Um ekkert sérstakan leikmannaferil sinn „Mér tókst aldrei að færa það inn á völlinn sem var í gangi í heilanum á mér. Ég hafði hæfileika til að spila í fimmtu deildinni en heila til að spila í efstu deild. Niðurstaðan var að ég spilaði allan ferilinn í annarri deild.“2. Eftir tapið gegn Bayern í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2013 „Það eina sem ég get sagt er að þetta var frábært. Ólympíuleikarnir voru haldnir í Lundúnum. Veðrið var gott og allt var fínt. Vandamálið er að úrslitin voru ömurleg.“vísir/getty3. Fyrir leik gegn Juventus í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar „Við eigum fyrir höndum erfiðasta verkefni sem hægt er að fá í fótbolta: Að mæta ítölsku liði sem þarf aðeins að ná jafntefli.“4. Um ræðu sem hann hélt í hálfleik eftir dapra frammistöðu Dortmund „Ég sagði við strákana í hálfleik að fyrst við værum nú mættir þá væri kannsi sniðugt að spila smá fótbolta.“5. Um muninn á sér og Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal „Hann vill hafa boltann, spila fótbolta og senda boltann á milli manna. Það er eins og hljómsveit sem spilar lag sem heyrist ekki. Ég er meira fyrir þungarokkið.“6. Um ríginn við Bayern München og hvernig það er að berjast við risann á hverju ári „Við erum með boga og örvar og ef við miðum vel getum við hitt skotmarkið. Vandamálið er að Bayern er með sprengjuvörpu.“7. Eftir að hann missti Mario Götze til Bayern „Hann er að fara því Guardiola elskar Götze. Þetta er mér að kenna. Ég get ekki minnkað og lært spænsku.“vísir/getty8. Um enn eina baráttuna við Bayern München „Ef við endum í öðru sæti mun ég finna trukk og keyra honum í gegnum garðinn hjá mér. Ef enginn annar fagnar með mér mun ég gera það einn.“9. Eftir 3-1 sigur á Bayern í febrúar 2011 „Þegar Dortmund vann hér síðast fyrir 19 árum voru flestir leikmennirnir mínir enn á brjósti.“10. Um kaupin á Henrikh Mkhitaryan „Mkhitaryan smellpassar í okkar lið eins og asni á fötu. Það sem hann býður upp á er nákvæmlega það sem við þurfum á að halda.“11. Þegar Mats Hummels var orðaður við Manchester united í júlí 2014 „Ef þessi saga er ekki kjaftæði skal ég éta kústskaft.“12. Um biðina eftir Hummels þegar hann var lengi frá vegna meiðsla „Við munum bíða eftir honum eins og góð eiginkona að bíða eftir manninum sínum sem er í fangelsi.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband Fáir þjálfarar í heiminum eru jafn litríkir á hliðarlínunni og sýna jafn mikla ástríðu og Jürgen Klopp. 9. október 2015 10:15 Dortmund bætti sig fyrstu fjögur tímabilin undir stjórn Klopp Jürgen Klopp er nýr knattspyrnustjóri Liverpool en þessi fyrrum þjálfari Borussia Dortmund er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið. 9. október 2015 14:30 Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Sjá meira
Jürgen Klopp heillaði menn upp úr skónum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem knattspyrnustjóri Liverpool í morgun þegar hann var kynntur til leiks. Aðspurður hvernig hann lýsir sjálfum sér í ljósi þess að José Mourinho kallaði sig þann sérstaka þegar hann tók við Chelsea sagði Klopp: „Ég er sá venjulegi.“ Klopp hefur ávallt verið afar skemmtilegur á blaðamannafundum og í viðtölum. ESPN tók saman tólf bestu ummæli Þjóðverjans í gegnum tíðina1. Um ekkert sérstakan leikmannaferil sinn „Mér tókst aldrei að færa það inn á völlinn sem var í gangi í heilanum á mér. Ég hafði hæfileika til að spila í fimmtu deildinni en heila til að spila í efstu deild. Niðurstaðan var að ég spilaði allan ferilinn í annarri deild.“2. Eftir tapið gegn Bayern í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2013 „Það eina sem ég get sagt er að þetta var frábært. Ólympíuleikarnir voru haldnir í Lundúnum. Veðrið var gott og allt var fínt. Vandamálið er að úrslitin voru ömurleg.“vísir/getty3. Fyrir leik gegn Juventus í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar „Við eigum fyrir höndum erfiðasta verkefni sem hægt er að fá í fótbolta: Að mæta ítölsku liði sem þarf aðeins að ná jafntefli.“4. Um ræðu sem hann hélt í hálfleik eftir dapra frammistöðu Dortmund „Ég sagði við strákana í hálfleik að fyrst við værum nú mættir þá væri kannsi sniðugt að spila smá fótbolta.“5. Um muninn á sér og Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal „Hann vill hafa boltann, spila fótbolta og senda boltann á milli manna. Það er eins og hljómsveit sem spilar lag sem heyrist ekki. Ég er meira fyrir þungarokkið.“6. Um ríginn við Bayern München og hvernig það er að berjast við risann á hverju ári „Við erum með boga og örvar og ef við miðum vel getum við hitt skotmarkið. Vandamálið er að Bayern er með sprengjuvörpu.“7. Eftir að hann missti Mario Götze til Bayern „Hann er að fara því Guardiola elskar Götze. Þetta er mér að kenna. Ég get ekki minnkað og lært spænsku.“vísir/getty8. Um enn eina baráttuna við Bayern München „Ef við endum í öðru sæti mun ég finna trukk og keyra honum í gegnum garðinn hjá mér. Ef enginn annar fagnar með mér mun ég gera það einn.“9. Eftir 3-1 sigur á Bayern í febrúar 2011 „Þegar Dortmund vann hér síðast fyrir 19 árum voru flestir leikmennirnir mínir enn á brjósti.“10. Um kaupin á Henrikh Mkhitaryan „Mkhitaryan smellpassar í okkar lið eins og asni á fötu. Það sem hann býður upp á er nákvæmlega það sem við þurfum á að halda.“11. Þegar Mats Hummels var orðaður við Manchester united í júlí 2014 „Ef þessi saga er ekki kjaftæði skal ég éta kústskaft.“12. Um biðina eftir Hummels þegar hann var lengi frá vegna meiðsla „Við munum bíða eftir honum eins og góð eiginkona að bíða eftir manninum sínum sem er í fangelsi.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband Fáir þjálfarar í heiminum eru jafn litríkir á hliðarlínunni og sýna jafn mikla ástríðu og Jürgen Klopp. 9. október 2015 10:15 Dortmund bætti sig fyrstu fjögur tímabilin undir stjórn Klopp Jürgen Klopp er nýr knattspyrnustjóri Liverpool en þessi fyrrum þjálfari Borussia Dortmund er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið. 9. október 2015 14:30 Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Sjá meira
Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband Fáir þjálfarar í heiminum eru jafn litríkir á hliðarlínunni og sýna jafn mikla ástríðu og Jürgen Klopp. 9. október 2015 10:15
Dortmund bætti sig fyrstu fjögur tímabilin undir stjórn Klopp Jürgen Klopp er nýr knattspyrnustjóri Liverpool en þessi fyrrum þjálfari Borussia Dortmund er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið. 9. október 2015 14:30