„Við með boga og örvar en Bayern með sprengjuvörpu“ | Tólf bestu ummæli Klopp Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. október 2015 10:45 Jürgen Klopp var kynntur sem nýr knattspyrnustjóri Liverpool í morgun. vísir/getty Jürgen Klopp heillaði menn upp úr skónum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem knattspyrnustjóri Liverpool í morgun þegar hann var kynntur til leiks. Aðspurður hvernig hann lýsir sjálfum sér í ljósi þess að José Mourinho kallaði sig þann sérstaka þegar hann tók við Chelsea sagði Klopp: „Ég er sá venjulegi.“ Klopp hefur ávallt verið afar skemmtilegur á blaðamannafundum og í viðtölum. ESPN tók saman tólf bestu ummæli Þjóðverjans í gegnum tíðina1. Um ekkert sérstakan leikmannaferil sinn „Mér tókst aldrei að færa það inn á völlinn sem var í gangi í heilanum á mér. Ég hafði hæfileika til að spila í fimmtu deildinni en heila til að spila í efstu deild. Niðurstaðan var að ég spilaði allan ferilinn í annarri deild.“2. Eftir tapið gegn Bayern í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2013 „Það eina sem ég get sagt er að þetta var frábært. Ólympíuleikarnir voru haldnir í Lundúnum. Veðrið var gott og allt var fínt. Vandamálið er að úrslitin voru ömurleg.“vísir/getty3. Fyrir leik gegn Juventus í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar „Við eigum fyrir höndum erfiðasta verkefni sem hægt er að fá í fótbolta: Að mæta ítölsku liði sem þarf aðeins að ná jafntefli.“4. Um ræðu sem hann hélt í hálfleik eftir dapra frammistöðu Dortmund „Ég sagði við strákana í hálfleik að fyrst við værum nú mættir þá væri kannsi sniðugt að spila smá fótbolta.“5. Um muninn á sér og Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal „Hann vill hafa boltann, spila fótbolta og senda boltann á milli manna. Það er eins og hljómsveit sem spilar lag sem heyrist ekki. Ég er meira fyrir þungarokkið.“6. Um ríginn við Bayern München og hvernig það er að berjast við risann á hverju ári „Við erum með boga og örvar og ef við miðum vel getum við hitt skotmarkið. Vandamálið er að Bayern er með sprengjuvörpu.“7. Eftir að hann missti Mario Götze til Bayern „Hann er að fara því Guardiola elskar Götze. Þetta er mér að kenna. Ég get ekki minnkað og lært spænsku.“vísir/getty8. Um enn eina baráttuna við Bayern München „Ef við endum í öðru sæti mun ég finna trukk og keyra honum í gegnum garðinn hjá mér. Ef enginn annar fagnar með mér mun ég gera það einn.“9. Eftir 3-1 sigur á Bayern í febrúar 2011 „Þegar Dortmund vann hér síðast fyrir 19 árum voru flestir leikmennirnir mínir enn á brjósti.“10. Um kaupin á Henrikh Mkhitaryan „Mkhitaryan smellpassar í okkar lið eins og asni á fötu. Það sem hann býður upp á er nákvæmlega það sem við þurfum á að halda.“11. Þegar Mats Hummels var orðaður við Manchester united í júlí 2014 „Ef þessi saga er ekki kjaftæði skal ég éta kústskaft.“12. Um biðina eftir Hummels þegar hann var lengi frá vegna meiðsla „Við munum bíða eftir honum eins og góð eiginkona að bíða eftir manninum sínum sem er í fangelsi.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband Fáir þjálfarar í heiminum eru jafn litríkir á hliðarlínunni og sýna jafn mikla ástríðu og Jürgen Klopp. 9. október 2015 10:15 Dortmund bætti sig fyrstu fjögur tímabilin undir stjórn Klopp Jürgen Klopp er nýr knattspyrnustjóri Liverpool en þessi fyrrum þjálfari Borussia Dortmund er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið. 9. október 2015 14:30 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira
Jürgen Klopp heillaði menn upp úr skónum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem knattspyrnustjóri Liverpool í morgun þegar hann var kynntur til leiks. Aðspurður hvernig hann lýsir sjálfum sér í ljósi þess að José Mourinho kallaði sig þann sérstaka þegar hann tók við Chelsea sagði Klopp: „Ég er sá venjulegi.“ Klopp hefur ávallt verið afar skemmtilegur á blaðamannafundum og í viðtölum. ESPN tók saman tólf bestu ummæli Þjóðverjans í gegnum tíðina1. Um ekkert sérstakan leikmannaferil sinn „Mér tókst aldrei að færa það inn á völlinn sem var í gangi í heilanum á mér. Ég hafði hæfileika til að spila í fimmtu deildinni en heila til að spila í efstu deild. Niðurstaðan var að ég spilaði allan ferilinn í annarri deild.“2. Eftir tapið gegn Bayern í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2013 „Það eina sem ég get sagt er að þetta var frábært. Ólympíuleikarnir voru haldnir í Lundúnum. Veðrið var gott og allt var fínt. Vandamálið er að úrslitin voru ömurleg.“vísir/getty3. Fyrir leik gegn Juventus í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar „Við eigum fyrir höndum erfiðasta verkefni sem hægt er að fá í fótbolta: Að mæta ítölsku liði sem þarf aðeins að ná jafntefli.“4. Um ræðu sem hann hélt í hálfleik eftir dapra frammistöðu Dortmund „Ég sagði við strákana í hálfleik að fyrst við værum nú mættir þá væri kannsi sniðugt að spila smá fótbolta.“5. Um muninn á sér og Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal „Hann vill hafa boltann, spila fótbolta og senda boltann á milli manna. Það er eins og hljómsveit sem spilar lag sem heyrist ekki. Ég er meira fyrir þungarokkið.“6. Um ríginn við Bayern München og hvernig það er að berjast við risann á hverju ári „Við erum með boga og örvar og ef við miðum vel getum við hitt skotmarkið. Vandamálið er að Bayern er með sprengjuvörpu.“7. Eftir að hann missti Mario Götze til Bayern „Hann er að fara því Guardiola elskar Götze. Þetta er mér að kenna. Ég get ekki minnkað og lært spænsku.“vísir/getty8. Um enn eina baráttuna við Bayern München „Ef við endum í öðru sæti mun ég finna trukk og keyra honum í gegnum garðinn hjá mér. Ef enginn annar fagnar með mér mun ég gera það einn.“9. Eftir 3-1 sigur á Bayern í febrúar 2011 „Þegar Dortmund vann hér síðast fyrir 19 árum voru flestir leikmennirnir mínir enn á brjósti.“10. Um kaupin á Henrikh Mkhitaryan „Mkhitaryan smellpassar í okkar lið eins og asni á fötu. Það sem hann býður upp á er nákvæmlega það sem við þurfum á að halda.“11. Þegar Mats Hummels var orðaður við Manchester united í júlí 2014 „Ef þessi saga er ekki kjaftæði skal ég éta kústskaft.“12. Um biðina eftir Hummels þegar hann var lengi frá vegna meiðsla „Við munum bíða eftir honum eins og góð eiginkona að bíða eftir manninum sínum sem er í fangelsi.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband Fáir þjálfarar í heiminum eru jafn litríkir á hliðarlínunni og sýna jafn mikla ástríðu og Jürgen Klopp. 9. október 2015 10:15 Dortmund bætti sig fyrstu fjögur tímabilin undir stjórn Klopp Jürgen Klopp er nýr knattspyrnustjóri Liverpool en þessi fyrrum þjálfari Borussia Dortmund er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið. 9. október 2015 14:30 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira
Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband Fáir þjálfarar í heiminum eru jafn litríkir á hliðarlínunni og sýna jafn mikla ástríðu og Jürgen Klopp. 9. október 2015 10:15
Dortmund bætti sig fyrstu fjögur tímabilin undir stjórn Klopp Jürgen Klopp er nýr knattspyrnustjóri Liverpool en þessi fyrrum þjálfari Borussia Dortmund er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið. 9. október 2015 14:30