Enski boltinn

Dortmund bætti sig fyrstu fjögur tímabilin undir stjórn Klopp

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. Vísir/Getty
Jürgen Klopp er nýr knattspyrnustjóri Liverpool en þessi fyrrum þjálfari Borussia Dortmund er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið.

Klopp skrifaði undir samninginn í gær og hélt sinn fyrsta blaðamannafund í dag.

Klopp tók við liði Borussia Dortmund sumarið 2008 en tímabilið á undan hafði liðið aðeins náð 13. sæti undir stjórn Thomas Doll. Það var versti árangur liðsins í tvo áratugi.

Borussia Dortmund bætti árangur sinn á fyrstu fjórum tímabilunum undir stjórn Jürgen Klopp.

Fyrsta tímabilið hækkaði Dortmund-liðið sig um heil sjö sæti í töflunni, fór úr 13. sæti í 6. sæti. Tímabilið á eftir náði liðið 5. sæti og vann sér sæti í Evrópudeildinni.

Dortmund varð síðan þýskur meistari á hans þriðja tímabili og vann sér sæti í Meistaradeildinni.  

Fjórða tímabilið vann Dortmund síðan tvöfalt það er varð bæði þýskur meistari og þýskur bikarmeistari.

Hér fyrir neðan má sjá stutt yfirlit yfir gengi Borussia Dortmund í þýsku deildinni þessi sjö tímabil Jürgen Klopp með Borussia Dortmund.



Ár Jürgen Klopp með Borussia Dortmund:

Tímabilin fyrir komu Klopp:

2006-07: 9. sæti

2007-08: 13. sæti

Tímabilin með Klopp:

Fyrsta tímabilið 2008-09: 6. sæti

Annað tímabilið 2009-10: sæti

Þriðja tímabilið 2010-11: 1. sæti

Fjórða tímabilið 2011-12: 1. sæti og bikarmeistari

Fimmta tímabilið 2012-13: 2. sæti

Sjötta tímabilið 2013-14: 2. sæti og 2. sæti í bikar

Sjöunda tímabilið 2014-15:  7. sæti og 2. sæti í bikar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×