Þau eiga sig sjálf Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 9. október 2015 07:00 Mannréttindi fólks með þroskahömlun eru skert á Íslandi. Sjálfræði þeirra er takmarkað og forræðishyggja nær til flestra þátta daglegs lífs. Rannsókn þriggja dósenta við Háskóla Íslands sem framkvæmd var á árunum 2011 til 2015 leiddi þetta í ljós. Í rannsókninni kom fram að enn þann dag í dag eru framkvæmdar ófrjósemisaðgerðir á þroskahömluðum konum eftir þrýsting frá fjölskyldum þeirra. Aðgerðirnar eru framkvæmdar á konum áður en þær verða 25 ára gamlar, en slíkt er ólöglegt. Auk þess gerðu konurnar sér ekki grein fyrir hvað aðgerðirnar þýddu fyrir þær í raun og veru. Að þær væru óafturkræfar. Konurnar fá ekki kynfræðslu eða upplýsingar um aðra kosti eins og getnaðarvarnir. Í fræðunum hefur verið haldið fram að þessi aðgerð sé gerð til að halda konum frá kynferðislegu ofbeldi. Þó höfðu margar af konunum í rannsókninni orðið fyrir slíku ofbeldi eða áreiti og eitt af því sem varð til þess var vitneskja hins brotlega um það að konurnar hefðu undirgengist slíka aðgerð. Rannsóknin sýndi fleiri sláandi staðreyndir í lífi þessa hóps. Sjálfræði þeirra til allra daglegra athafna var verulega skert, fjármálin, hvar þau búa, hvað þau borða, tómstundir og frítími. Mannréttindabrot gegn þroskahömluðum eru þannig daglegt brauð. „Forræðishyggja og skert sjálfsræði er því miður daglegur veruleiki hjá alltof mörgum einstaklingum með þroskahömlun,“ sagði Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, í samtali við Fréttablaðið í fyrradag. Halldór Halldórsson, formaður Sambands sveitarfélaga, en sveitarfélögin fara með málefni fatlaðra, segir rekstrarhalla þeirra vegna þjónustu sem þau veita fötluðum hafa verið 1,1 milljarð króna í fyrra og má ætla að hallinn hafi aukist á þessu ári. Sveitarfélögin tóku við málaflokknum af ríkinu árið 2011 en fjármagn hefur ekki fylgt honum eftir þörfum. Ísland undirritaði árið 2007 samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Markmið hans er að efla, verja og tryggja full og jöfn mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk til jafns við aðra. Af þeim 157 ríkjum sem undirrituðu samninginn hefur 151 fullgilt hann. Alþingi samþykkti í júní 2012 framkvæmdaáætlun um málefni fatlaðs fólks og hefur innanríkisráðuneytið unnið að undirbúningi fullgildingar síðan. Ísland hefur hins vegar ekki enn fullgilt samninginn. Það er skelfileg tilhugsun að fá ekki að ráða sér sjálfur. Sjálfsákvörðunarrétturinn er flestum svo sjálfsagður að þeir leiða aldrei hugann að honum – hvað þeir borða, hvar og hvernig þeir búa og hvort þeir gangist undir óafturkræfar aðgerðir. Ríki sem kennir sig við mannréttindi og mannúð kemur ekki svona fram við þegna sína. Þrettán stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að samningurinn verði fullgiltur. Það er löngu tímabært að íslensk stjórnvöld standi við skuldbindingar sínar. Enn tímabærara er að þessum málaflokki sé sinnt sómasamlega af bæði ríki og sveitarfélögum. Þar verða menn að hysja upp um sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið Skoðun
Mannréttindi fólks með þroskahömlun eru skert á Íslandi. Sjálfræði þeirra er takmarkað og forræðishyggja nær til flestra þátta daglegs lífs. Rannsókn þriggja dósenta við Háskóla Íslands sem framkvæmd var á árunum 2011 til 2015 leiddi þetta í ljós. Í rannsókninni kom fram að enn þann dag í dag eru framkvæmdar ófrjósemisaðgerðir á þroskahömluðum konum eftir þrýsting frá fjölskyldum þeirra. Aðgerðirnar eru framkvæmdar á konum áður en þær verða 25 ára gamlar, en slíkt er ólöglegt. Auk þess gerðu konurnar sér ekki grein fyrir hvað aðgerðirnar þýddu fyrir þær í raun og veru. Að þær væru óafturkræfar. Konurnar fá ekki kynfræðslu eða upplýsingar um aðra kosti eins og getnaðarvarnir. Í fræðunum hefur verið haldið fram að þessi aðgerð sé gerð til að halda konum frá kynferðislegu ofbeldi. Þó höfðu margar af konunum í rannsókninni orðið fyrir slíku ofbeldi eða áreiti og eitt af því sem varð til þess var vitneskja hins brotlega um það að konurnar hefðu undirgengist slíka aðgerð. Rannsóknin sýndi fleiri sláandi staðreyndir í lífi þessa hóps. Sjálfræði þeirra til allra daglegra athafna var verulega skert, fjármálin, hvar þau búa, hvað þau borða, tómstundir og frítími. Mannréttindabrot gegn þroskahömluðum eru þannig daglegt brauð. „Forræðishyggja og skert sjálfsræði er því miður daglegur veruleiki hjá alltof mörgum einstaklingum með þroskahömlun,“ sagði Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, í samtali við Fréttablaðið í fyrradag. Halldór Halldórsson, formaður Sambands sveitarfélaga, en sveitarfélögin fara með málefni fatlaðra, segir rekstrarhalla þeirra vegna þjónustu sem þau veita fötluðum hafa verið 1,1 milljarð króna í fyrra og má ætla að hallinn hafi aukist á þessu ári. Sveitarfélögin tóku við málaflokknum af ríkinu árið 2011 en fjármagn hefur ekki fylgt honum eftir þörfum. Ísland undirritaði árið 2007 samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Markmið hans er að efla, verja og tryggja full og jöfn mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk til jafns við aðra. Af þeim 157 ríkjum sem undirrituðu samninginn hefur 151 fullgilt hann. Alþingi samþykkti í júní 2012 framkvæmdaáætlun um málefni fatlaðs fólks og hefur innanríkisráðuneytið unnið að undirbúningi fullgildingar síðan. Ísland hefur hins vegar ekki enn fullgilt samninginn. Það er skelfileg tilhugsun að fá ekki að ráða sér sjálfur. Sjálfsákvörðunarrétturinn er flestum svo sjálfsagður að þeir leiða aldrei hugann að honum – hvað þeir borða, hvar og hvernig þeir búa og hvort þeir gangist undir óafturkræfar aðgerðir. Ríki sem kennir sig við mannréttindi og mannúð kemur ekki svona fram við þegna sína. Þrettán stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að samningurinn verði fullgiltur. Það er löngu tímabært að íslensk stjórnvöld standi við skuldbindingar sínar. Enn tímabærara er að þessum málaflokki sé sinnt sómasamlega af bæði ríki og sveitarfélögum. Þar verða menn að hysja upp um sig.
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun