Frelsið til að sýna fordóma í verki Sif Sigmarsdóttir skrifar 9. október 2015 07:00 Almannatenglar eru sannleikanum eins og engisprettufaraldur er gróðri. Í Bandaríkjunum starfa næstum fimm sinnum fleiri almannatenglar en blaðamenn. Svo mikil plága þykja þessir flór-mokandi afstæðisprédikarar að alfræðiritið Wikipedia sker nú upp herör gegn spuna þeirra. Jimmy Wales, stofnandi Wikipedia, óskaði í vikunni eftir fleiri sjálfboðaliðum til að berjast gegn sveimi almannatengla sem herjar á vefritið. Öllum er frjálst að skrifa á Wikipedia. Óprúttnir almannatenglar misnota fyrirkomulagið og lauma þar inn áróðri í því skyni að láta skjólstæðinga sína – fyrirtæki, stjórnmálamenn, fræga fólkið og jafnvel ríkisstjórnir – líta vel út. En ekki frekar en annarra sem vinna við að moka flór er starf almannatenglanna öfundsvert. Stundum vorkennir maður þeim næstum því. En bara næstum því. Aðstandendur eins heitasta næturklúbbs Lundúnaborgar eru í djúpum skít. Í síðustu viku fóru fram mótmæli við klúbbinn DSTRKT sem sagður er vinsæll meðal alþjóðlegra stórstjarna á borð við Jay Z og Rihönnu. Aðdragandi málsins sem komst í alla helstu fréttatíma í Bretlandi og gerði allt brjálað á samfélagsmiðlum var sakleysisleg heimsókn fjögurra vinkvenna á klúbbinn um þar síðustu helgi. Ein þeirra hafði fengið boð um að heimsækja skemmtistaðinn. Þegar vinkonurnar mættu var þeim hins vegar sagt að aðeins tvær stúlknanna fengju að koma inn. Ástæðan olli því að Rósa nokkur Parks sneri sér í gröf sinni. Hinar tvær stúlknanna voru sagðar „of svartar“ fyrir staðinn. Í fyrstu voru viðbrögð klúbbsins við ásökunum um rasisma þögn. „No comment.“ Mótmæli hófust fyrir utan samkomuhúsið og tónlistarmenn sem áttu að koma þar fram tóku að afbóka sig. Forsvarsmenn staðarins yrðu að svara fyrir sig. En hvað? Hvað gátu þeir sagt? Starfsmaðurinn sem boðið hafði stelpunum á klúbbinn reið á vaðið. Hann fullyrti að kynþáttafordómar hefðu ekki átt neinn þátt í því að tveimur stúlknanna var ekki hleypt inn. Einu ástæðurnar sem gætu leitt til þess að stelpum væri meinaður aðgangur að skemmtistaðnum væru tvær: a) ef þær væru of feitar b) ef þær væru í ljótum fötum. Svo djúpt var skemmtistaðurinn sokkinn í flórinn að ákveðið var að spinna málið með því að varpa á það lyktarsprengju til að breiða yfir fnykinn af skítlegu, og hugsanlega glæpsamlegu, hátterni starfsmanna hans. En það virkaði auðvitað ekki. Því skítafýlan af fordómum er megnari en önnur lykt. Alveg eins og þjóðkirkja okkar Íslendinga fær nú að finna fyrir.Þvermóðska „forpokapresta“ Það er eins og sjálfseyðingarhvöt sé drifkraftur þjóðkirkjunnar um þessar mundir, eins og forsprökkum hennar finnist ekki nóg af tómum sætum í sunnudagsmessunum og þeir séu staðráðnir í að gera betur. Krafa prestastéttarinnar um að halda í frelsið til að sýna fordóma sína í verki og gefa ekki saman í hjónaband tvo einstaklinga af sama kyni séu þeir ekki í stuði til þess undirstrikar hve lítið erindi kirkjan á við samtímann. Þessi þvermóðska er jafnmikið í takt við tímann og ef kirkjan hygðist endurvekja spænska rannsóknarréttinn, skikka alla presta til að fá sér sítt að aftan, berjast fyrir því að andasæringar og blóðtaka leystu af hólmi Landspítalann, krossfestingar kæmu í staðinn fyrir fangelsisrefsingar og að Ólafur Skúlason yrði tekinn í dýrlingatölu. Mörgum þykir ótækt að prestar ríkiskirkju skuli telja sig mega hunsa mannréttindi og gera upp á milli fólks út frá kynhneigð. Sumir hafa lagt til að þessir forpokuðu pokaprestar, forpokaprestar, hypjuðu sig úr þjóðkirkjunni og stofnuðu sinn eigin söfnuð þar sem þeir gætu stundað í friði og á eigin kostnað allt það sem var normið árið sautjánhundruð og súrkál. Aðrir vilja ganga lengra og einfaldlega skilja að ríki og kirkju og þá geti prestarnir hagað sínum málum að vild. Hvorug lausnin er þó 21. öldinni samboðin.Kærleikurinn kostar ekkert Það skiptir ekki máli hvort trúfélag nýtur fjárstuðnings ríkis eða ekki. Ekki undir nokkrum kringumstæðum ætti hópi manna að leyfast að veita ekki fólki þjónustu vegna kynhneigðar þess. Heitasta næturklúbbi Lundúnaborgar leyfist ekki að meina þeldökku fólki inngöngu þótt um sé að ræða einkaframtak. Af hverju ættu einhver önnur lögmál að ríkja um trúfélög en skemmtistaði, verslanir eða líkamsræktarstöðvar? Kirkjan reynir nú að losna úr þeim ógöngum sem hún er komin í með aðferðafræði almannatengla. Hún gefur fordómum sínum ógildishlaðin nöfn á borð við samviskufrelsi og segir að þetta sé ekki prestunum að kenna heldur Biblíunni. En slíkt orðagjálfur nægir ekki til að lofta út skítafýlunni af sleggjudómum forpokapresta úr kirkjum landsins. Öllum trúfélögum ætti að vera skylt að virða mannréttindi, þjóðkirkjunni sem og öðrum. Ef prestar þjóðkirkjunnar og aðrir forstöðumenn trúfélaga sem hafa fengið heimild ríkisvaldsins til að gefa fólk saman í hjónaband neita einstaklingum um þá þjónustu vegna kynhneigðar þeirra á ríkisvaldið einfaldlega að taka þá hjónavígsluheimild af þeim. Trúfélögum til heilla er vandamálið auðleysanlegt. Það kostar ekkert, ekki einu sinni þóknun fyrir almannatengil. Það eina sem trúfélög landsins þurfa að gera til að stíga inn í 21. öldina er að tileinka sér meiri mannkærleik. Á kærleikurinn ekki einmitt að heita sérsvið kirkjunnar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Almannatenglar eru sannleikanum eins og engisprettufaraldur er gróðri. Í Bandaríkjunum starfa næstum fimm sinnum fleiri almannatenglar en blaðamenn. Svo mikil plága þykja þessir flór-mokandi afstæðisprédikarar að alfræðiritið Wikipedia sker nú upp herör gegn spuna þeirra. Jimmy Wales, stofnandi Wikipedia, óskaði í vikunni eftir fleiri sjálfboðaliðum til að berjast gegn sveimi almannatengla sem herjar á vefritið. Öllum er frjálst að skrifa á Wikipedia. Óprúttnir almannatenglar misnota fyrirkomulagið og lauma þar inn áróðri í því skyni að láta skjólstæðinga sína – fyrirtæki, stjórnmálamenn, fræga fólkið og jafnvel ríkisstjórnir – líta vel út. En ekki frekar en annarra sem vinna við að moka flór er starf almannatenglanna öfundsvert. Stundum vorkennir maður þeim næstum því. En bara næstum því. Aðstandendur eins heitasta næturklúbbs Lundúnaborgar eru í djúpum skít. Í síðustu viku fóru fram mótmæli við klúbbinn DSTRKT sem sagður er vinsæll meðal alþjóðlegra stórstjarna á borð við Jay Z og Rihönnu. Aðdragandi málsins sem komst í alla helstu fréttatíma í Bretlandi og gerði allt brjálað á samfélagsmiðlum var sakleysisleg heimsókn fjögurra vinkvenna á klúbbinn um þar síðustu helgi. Ein þeirra hafði fengið boð um að heimsækja skemmtistaðinn. Þegar vinkonurnar mættu var þeim hins vegar sagt að aðeins tvær stúlknanna fengju að koma inn. Ástæðan olli því að Rósa nokkur Parks sneri sér í gröf sinni. Hinar tvær stúlknanna voru sagðar „of svartar“ fyrir staðinn. Í fyrstu voru viðbrögð klúbbsins við ásökunum um rasisma þögn. „No comment.“ Mótmæli hófust fyrir utan samkomuhúsið og tónlistarmenn sem áttu að koma þar fram tóku að afbóka sig. Forsvarsmenn staðarins yrðu að svara fyrir sig. En hvað? Hvað gátu þeir sagt? Starfsmaðurinn sem boðið hafði stelpunum á klúbbinn reið á vaðið. Hann fullyrti að kynþáttafordómar hefðu ekki átt neinn þátt í því að tveimur stúlknanna var ekki hleypt inn. Einu ástæðurnar sem gætu leitt til þess að stelpum væri meinaður aðgangur að skemmtistaðnum væru tvær: a) ef þær væru of feitar b) ef þær væru í ljótum fötum. Svo djúpt var skemmtistaðurinn sokkinn í flórinn að ákveðið var að spinna málið með því að varpa á það lyktarsprengju til að breiða yfir fnykinn af skítlegu, og hugsanlega glæpsamlegu, hátterni starfsmanna hans. En það virkaði auðvitað ekki. Því skítafýlan af fordómum er megnari en önnur lykt. Alveg eins og þjóðkirkja okkar Íslendinga fær nú að finna fyrir.Þvermóðska „forpokapresta“ Það er eins og sjálfseyðingarhvöt sé drifkraftur þjóðkirkjunnar um þessar mundir, eins og forsprökkum hennar finnist ekki nóg af tómum sætum í sunnudagsmessunum og þeir séu staðráðnir í að gera betur. Krafa prestastéttarinnar um að halda í frelsið til að sýna fordóma sína í verki og gefa ekki saman í hjónaband tvo einstaklinga af sama kyni séu þeir ekki í stuði til þess undirstrikar hve lítið erindi kirkjan á við samtímann. Þessi þvermóðska er jafnmikið í takt við tímann og ef kirkjan hygðist endurvekja spænska rannsóknarréttinn, skikka alla presta til að fá sér sítt að aftan, berjast fyrir því að andasæringar og blóðtaka leystu af hólmi Landspítalann, krossfestingar kæmu í staðinn fyrir fangelsisrefsingar og að Ólafur Skúlason yrði tekinn í dýrlingatölu. Mörgum þykir ótækt að prestar ríkiskirkju skuli telja sig mega hunsa mannréttindi og gera upp á milli fólks út frá kynhneigð. Sumir hafa lagt til að þessir forpokuðu pokaprestar, forpokaprestar, hypjuðu sig úr þjóðkirkjunni og stofnuðu sinn eigin söfnuð þar sem þeir gætu stundað í friði og á eigin kostnað allt það sem var normið árið sautjánhundruð og súrkál. Aðrir vilja ganga lengra og einfaldlega skilja að ríki og kirkju og þá geti prestarnir hagað sínum málum að vild. Hvorug lausnin er þó 21. öldinni samboðin.Kærleikurinn kostar ekkert Það skiptir ekki máli hvort trúfélag nýtur fjárstuðnings ríkis eða ekki. Ekki undir nokkrum kringumstæðum ætti hópi manna að leyfast að veita ekki fólki þjónustu vegna kynhneigðar þess. Heitasta næturklúbbi Lundúnaborgar leyfist ekki að meina þeldökku fólki inngöngu þótt um sé að ræða einkaframtak. Af hverju ættu einhver önnur lögmál að ríkja um trúfélög en skemmtistaði, verslanir eða líkamsræktarstöðvar? Kirkjan reynir nú að losna úr þeim ógöngum sem hún er komin í með aðferðafræði almannatengla. Hún gefur fordómum sínum ógildishlaðin nöfn á borð við samviskufrelsi og segir að þetta sé ekki prestunum að kenna heldur Biblíunni. En slíkt orðagjálfur nægir ekki til að lofta út skítafýlunni af sleggjudómum forpokapresta úr kirkjum landsins. Öllum trúfélögum ætti að vera skylt að virða mannréttindi, þjóðkirkjunni sem og öðrum. Ef prestar þjóðkirkjunnar og aðrir forstöðumenn trúfélaga sem hafa fengið heimild ríkisvaldsins til að gefa fólk saman í hjónaband neita einstaklingum um þá þjónustu vegna kynhneigðar þeirra á ríkisvaldið einfaldlega að taka þá hjónavígsluheimild af þeim. Trúfélögum til heilla er vandamálið auðleysanlegt. Það kostar ekkert, ekki einu sinni þóknun fyrir almannatengil. Það eina sem trúfélög landsins þurfa að gera til að stíga inn í 21. öldina er að tileinka sér meiri mannkærleik. Á kærleikurinn ekki einmitt að heita sérsvið kirkjunnar?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun