Haust í hádeginu Akureyri Magnús Guðmundsson skrifar 8. október 2015 10:45 Frá opnun sýningarinnar haust í Listasafni Akureyrar. Haustsýningar voru lengi fastur liður í sýningarhaldi bæði hér á landi og erlendis og lifa víða góðu lífi enn. Á Haustsýningu Listasafnsins á Akureyri er nú tekin upp sú góða hefð að sýna hvað listamenn á svæðinu eru að fást við. Sýningin endurspeglar þá fjölbreyttu flóru myndlistar sem unnið er að á Norðurlandi. Efnistök, hugmyndir og aðferðir eru ólík og hér gefur að líta teikningar, málverk, skúlptúra, myndbandsverk, bókverk, ljósmyndaverk og textílverk svo eitthvað sé nefnt. Á sýningunni fáum við innsýn í það sem 30 myndlistarmenn hafa unnið að síðustu misserin. Sumt kemur vonandi á óvart en annað kannast einhverjir, sem eru duglegir að fara á sýningar, betur við. Allir eiga listamennirnir það sameiginlegt að tengjast Norðurlandi á einn eða annan hátt. En er það fleira sem sameinar þessa listamenn? Eða er eitthvað eitt sem hægt er að sjá sem rauðan þráð í gegnum öll verkin? Hvað einkennir norðlenska myndlist?Í dag kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn um samsýninguna Haust í Listasafninu á Akureyri, en þar sýna 30 norðlenskir listamenn. Hlynur Hallsson safnstjóri og Björg Eiríksdóttir listakona munu taka á móti gestum og fræða þá um sýninguna og einstök verk. Aðgangur er ókeypis. Myndlist Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Haustsýningar voru lengi fastur liður í sýningarhaldi bæði hér á landi og erlendis og lifa víða góðu lífi enn. Á Haustsýningu Listasafnsins á Akureyri er nú tekin upp sú góða hefð að sýna hvað listamenn á svæðinu eru að fást við. Sýningin endurspeglar þá fjölbreyttu flóru myndlistar sem unnið er að á Norðurlandi. Efnistök, hugmyndir og aðferðir eru ólík og hér gefur að líta teikningar, málverk, skúlptúra, myndbandsverk, bókverk, ljósmyndaverk og textílverk svo eitthvað sé nefnt. Á sýningunni fáum við innsýn í það sem 30 myndlistarmenn hafa unnið að síðustu misserin. Sumt kemur vonandi á óvart en annað kannast einhverjir, sem eru duglegir að fara á sýningar, betur við. Allir eiga listamennirnir það sameiginlegt að tengjast Norðurlandi á einn eða annan hátt. En er það fleira sem sameinar þessa listamenn? Eða er eitthvað eitt sem hægt er að sjá sem rauðan þráð í gegnum öll verkin? Hvað einkennir norðlenska myndlist?Í dag kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn um samsýninguna Haust í Listasafninu á Akureyri, en þar sýna 30 norðlenskir listamenn. Hlynur Hallsson safnstjóri og Björg Eiríksdóttir listakona munu taka á móti gestum og fræða þá um sýninguna og einstök verk. Aðgangur er ókeypis.
Myndlist Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira